Wool (1993-94)

Rokkhljómsveitin Wool starfaði í rúmlega ár um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, sveitin hafnaði í öðru sæti Músíktilrauna en nýtti sér það illa, sumir meðlima hennar urðu síðar áberandi í íslensku tónlistarlífi. Wool mun hafa verið stofnuð 1993 en ekkert spyrst til sveitarinnar fyrr en vorið 1994 er hún keppti í Músíktilraunum Tónabæjar, meðlimir hennar…