Hugarástand [1] [tónlistarviðburður] (1998-)

Hugarástand var dj-dúó plötusnúðanna Dj. Frímanns og Dj. Arnars en þeir félagar hafa starfað saman sem slíkir síðan á síðustu öld. Samstarf þeirra Frímanns Andréssonar (Dj. Frímann) og Arnars Símonarsonar (Dj. Arnars) hófst með þætti á útvarpsstöðinni Skratz FM 94,3 haustið 1998 sem bar nafnið Hugarástand, þar sem þeir spiluðu danstónlist en þegar Skratz lagði…

Skýjum ofar [1] [annað] (1996-2001)

Skýjum ofar var í senn útvarpsþáttur og plötusnúðadúó sem sinnti áhugafólki um framsækna danstónlist þegar slík bylgja barst hingað til lands frá Bretlandi undir lok síðustu aldar, segja má að hlutverk þeirra hafi verið að breiða út og kynna tónlistina hér á landi og það gerðu þeir með býsna góðum árangri. Skýjum ofar var fyrst…

X-ið (1990)

Árið 1990 starfaði í Kópavogi hljómsveit ungra tónlistarmanna undir nafninu X-ið, en þá um vorið varð sveitin í þriðja sæti hæfileikakeppni sem haldin var í bænum, og hlaut í verðlaun konfektkassa. Meðlimir X-sins voru þeir Carl Carlsson, Karl Guðmundsson og Kolbeinn Marteinsson, ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan sveitarinnar eða hversu lengi hún starfaði.