Glamúr (1997)
Tríóið Glamúr var skammlíf pöbbasveit af því er virðist en hún starfaði vorið 1997. Meðlimir Glamúrs voru þeir Birgir Jóhann Birgisson hljómborðsleikari [?], Hafsteinn Hafsteinsson söngvari og gítarleikari [?] og Rúnar Þór Guðmundsson trommuleikari [?]. Glamúr virðist hafa verið sama sveit og gekk nokkru áður undir nafninu Ýktir.

