Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar (1975 / 1983-2018)

Hljómsveitir í nafni Gunnars Þórðarsonar skipta líklega tugum, sú fyrsta var líkast til sett saman árið 1975 en frá árinu 1983 stjórnaði hann fjöldanum öllum af hljómsveitum sem léku í tónlistarsýningum á Broadway, Hótel Íslandi og miklu víðar. Upplýsingar um þessar sveitir eru mis aðgengilegar enda sáu þær mestmegnis um vandaðan undirleik á framangreindum sýningum…

Bernardel kvartettinn (1993-98)

Bernardel strengjakvartettinn starfaði í lok síðustu aldar og vakti nokkra athygli enda höfðu strengjakvartettar ekki beinlínis verið á hverju strái hér á landi til þess tíma. Kvartettinn var stofnaður af nokkrum félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem voru Pólverjinn Zbigniew Dubik og Greta Guðnadóttir sem léku fyrstu og aðra fiðlu, Guðmundur Kristmundsson lágfiðluleikari og Guðrún Th.…

Reykjavíkurkvartettinn (1986-98)

Sögu Reykjavíkurkvartettsins mætti skipta í nokkur skeið, fyrst í stað starfaði hann sem strengjakvartett áhugamanna en síðar starfaði hann fyrir tilstuðlan styrkveitinga. Upphaf kvartettsins má rekja til sumarsins 1986 en þá spilaði hann fyrst opinberlega á norrænni tónlistarhátíð sem haldin var í Reykjavík um haustið. Meðlimir í upphafi voru fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir og Júlíana Elín…