Hljómsveit Haraldar Reynissonar (1996)

Haraldur Reynisson (Halli Reynis) virðist hafa haldið úti hljómsveit um skamma hríð haustið 1996 en sveitin lék þá á skemmtistaðnum Næturgalanum í Kópavogi.

Haraldur sem yfirleitt var einn á ferð sem trúbador var ekki að senda frá sér plötu um það leyti sem þessi sveit starfaði, og hún hefur því ekki verið sett saman til að fylgja slíku eftir líkt og hann gerði haustið 1993.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hljómsveit Haraldar Reynissonar, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.