Söngfélag Þorlákshafnar [1] (um 1900)

Söngfélag var starfandi í Þorlákshöfn um aldamótin 1900 en á þeim tíma hafði engin þorpsmyndun átt sér stað á svæðinu heldur voru þarna verbúðir og var söngfélagið liður sjómanna í því að stytta sér stundir milli róðra í verbúðarlífinu. Reyndar munu tómstundirnar hafa stundum hafa verið öllu meiri en menn vonuðust til þegar veðurfar leyfði ekki sjóróðra.

Ekki liggur fyrir hvenær nákvæmlega söngfélag þetta var starfandi né heldur hver eða hvort einhver hafði með söngstjórn að gera innan þess.