Söngflokkur Reykdæla (1916)

Haustið 1916 fóru tólf ungir menn úr Ungmennafélagi Reykdæla í Borgarfirðinum til Reykjavíkur til fundar við tónlistarfrömuðinn Sigfús Einarsson og námu hjá honum kórsöng í nokkra daga. Þessi sönghópur er kallaður Söngflokkur Reykdæla í heimild og söng hann opinberlega á skemmtifundi hjá Ungmennafélagi Reykjavíkur í þessari sömu ferð við góðar undirtektir.

Ekki liggur fyrir hvort framhald var á starfi söngflokksins eða hvort hann hélt samsöng þegar aftur var komið upp í Borgarfjörð, það hlýtur þó að teljast nokkuð líklegt því annars hefur Reykjavíkurferðin verið til lítils. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Söngflokk Reykdæla.