Söngsystur [8] (1999-2006)

Söngsystur 1999

Á Akranesi var starfræktur sönghópur kvenna undir nafninu Söngsystur, og reyndar gæti verið um tvo aðskilda sönghópa að ræða.

Í ársbyrjun 1999 söng hópur fimm kvenna undir þessu nafni á þorrablóti á Skaganum en upplýsingar um þær eru af skornum skammti, þrjár þeirra léku einnig á gítara. Söngsystur störfuðu einnig á Akranesi árið 2003 og svo á árunum 2005 og 06 mættu Söngsystur reglulega á hjúkrunarheimilið Höfða á Akranesi og sungu þar fyrir íbúana við eigin gítarundirleik, þær Söngsystur voru Sigríður Ketilsdóttir, Friðrika Bjarnadóttir, Hulda Óskarsdóttir og Auður Árnadóttir.

Engar upplýsingar er að finna um hvort framangreindar Söngsystur séu einn og sami hópurinn eða tveir aðskildir sönghópar, og er því hér með auglýst eftir þeim upplýsingum sem og öðrum slíkum sem heima ættu í umfjöllun um hópinn/hópana.