Afmælisbörn 31. ágúst 2023

Fimm afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Vernharður Linnet djassfræðingur með meiru er sjötíu og níu ára. Vernharður er líklega þekktasti djassáhugamaður landsins en hann hefur komið að djasstónlistinni frá ýmsum hliðum, starfrækt og stýrt tímariti um djass (Tónlistartímaritið TT og Jazzmál), haldið úti útvarpsþáttum, verið gagnrýnandi á Morgunblaðinu og verið…

Hafliði Hallgrímsson (1941-)

Flestir hafa að líkindum heyrt um tónskáldið og sellóleikarann Hafliða Hallgrímsson en færri gera sér líklega grein fyrir hversu stórt nafn hans er í alþjóðlegu samhengi en verk hans hafa verið flutt og gefin út víða um heim. Til marks um það má nefna að hann hefur hlotið Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs auk fjölda annarra viðurkenninga. Segja…

Hafrót – Efni á plötum

Hafrót – Brjálæði / Möllu Gvendur [ep] Útgefandi: HB stúdíó Útgáfunúmer: HB 007 Ár: 1974 1. Brjálæði 2. Möllu Gvendur Flytjendur: [engar uppýsingar um flytjendur]

Hafrót (1973-2017)

Það finnast vart lífseigari ballsveitir en hljómsveitin Hafrót sem mun hafa starfað nokkuð samfleytt í yfir fjörutíu ár, reyndar með miklum mannabreytingum – það miklum reyndar að upprunalegu meðlimir sveitarinnar höfðu fyrir löngu síðan yfirgefið hana þegar hún hætti störfum. Reyndar var það svo við upplýsingaöflun þessarar umfjöllunar að efi kom upp að um sömu…

Hafliði Hallgrímsson – Efni á plötum

Sinfóníuhljómsveit Íslands – Fjögur íslensk hljómsveitarverk / Four Icelandic Orchestral Works: Works by Jón Nordal, Leifur Þórarinsson, Magnús Bl. Jóhannsson, Hafliði Hallgrímsson Útgefandi: Íslensk tónverkamiðstöð Útgáfunúmer: ITM 6-02 Ár: 1989 1. Konsert fyrir selló og hljómsveit (e. Jón Nordal) 2. Haustspil (e. Leif Þórarinsson) 3. Adagio (e. Magnús Blöndal Jóhannsson) 4. Poemi (e. Hafiða Hallgrímsson)…

Halldór Pétursson [annað] (1916-77)

Mynlistarmaðurinn Halldór Pétursson var vissulega ekki tónlistarmaður en kom þó að tónlist sem teiknari plötuumslaga en hann teiknaði fjölmörg slík fyrir SG-hljómplötur á sínum tíma. Halldór (1916-77) nam list sína hér heima, fyrst hjá Guðmundi (Muggi) Thorsteinssyni og síðan Júlíönu Sveinsdóttur áður en hann fór utan til Danmerkur og Bandaríkjanna til að mennta sig frekar…

Halldór Jónsson (1873-1953)

Séra Halldór Jónsson prestur á Reynivöllum í Kjós var á fyrri hluta 20. aldarinnar meðal afkastamestu alþýðutónskálda landsins en líklega samdi hann vel á þriðja hundrað söng- og sálmalaga, ríflega helmingur þeirra kom út í nótnaheftum og mörg þessara laga voru vel þekkt og sungin við raust á samkomum í Kjósahreppnum á sínum tíma. Halldór…

Halldór Ingi Andrésson [annað] (1954-2021)

Halldór Ingi Andrésson lifði og hrærðist í tónlist alla ævi þótt ekki væri hann sjálfur tónlistarmaður, hann kom að íslenskri tónlist sem blaðamaður, plötusali, útgáfustjóri, útvarpsmaður og tónlistarbloggari, í allra stysta máli má segja að hann hafi verið poppfræðingur. Halldór Ingi fæddist vorið 1954, hann kom upphaflega úr Flóanum en fluttist snemma á Selfoss þar…

Hallartríóið (1968)

Hallartríóið lék gömlu dansana í nokkra mánuði í Templarahöllinni frá áramótum 1967-68 og fram á vorið 1968. Vala Bára (Valgerður Bára Guðmundsdóttir) söng með tríóinu sem augljóslega var kennt við Templarahöllina en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar hverjir skipuðu það og er því óskað eftir þeim upplýsingum.

Halim heim (1994)

Hljómsveit var starfandi haustið 1994 undir nafninu Halim heim en tónlist sveitarinnar var skilgreind sem hryllingsrokk. Nafn sveitarinnar er vísun í mál Soffíu Hansen gegn fyrrverandi eiginmanni sínum Halim Al, um forræði yfir dætrum þeirra en það mál var þá í brennidepli, gjarnan undir slagorðinu „Börnin heim“ sem sveitin sneri út úr. Óskað er eftir…

Halifax (um 1980)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Halifax en á því tímaskeiði (um 1980-85) starfaði hér á landi breski fiðluleikarinn Graham Smith – hann er annar þeirra sem fyrir liggur að var í þessari hljómsveit, hinn er Magnús Þór Sigmundsson. Hér er því óskað eftir…

Haggis (1996)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Haggis og var líklega rokksveit af höfuðborgarsvæðinu. Haggis starfaði sumarið 1996 og lék þá á tónleikum í miðborg Reykjavíkur en allar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem skiptir máli vantar.

Halldór Hansen [annað] (1927-2003)

Halldór Hansen er líklega sá Íslendingur sem hefur haft einna mest áhrif á tónlistarheiminn hér á landi án þess þó að vera sjálfur tónlistarmaður, hann var mikill tónlistaráhugamaður og vel að sér í söngmálum, þekkti fólk í bransanum víða um  heim og var mörgu ungu og efnilegu tónlistarfólki til ráðgjafar þegar koma að námi erlendis,…

Afmælisbörn 30. ágúst 2023

Afmælisbörnin eru fmm talsins í dag: Agnar Már Magnússon píanóleikari er fjörutíu og níu ára í dag. Agnar Már sem nam á Íslandi og í Hollandi, hefur einna mest verið áberandi í djassgeiranum og eftir hann liggja nokkrar plötur, auk þess sem hann hefur starfrækt Tríó Agnars Más og unnið nokkuð við leikhústónlist. Hann hefur…

Afmælisbörn 29. ágúst 2023

Átta afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Benóný Ægisson (Benni Ægizz) leikari og tónlistarmaður á sjötíu og eins árs afmæli í dag. Benóný hefur sent frá sér sólóplötur, nú síðast árið 2015, en hann hefur einnig verið viðloðandi hljómsveitir eins og Kamarorghesta, Sódó ódó og Orghesta. Herdís Hallvarðsdóttir er sextíu og…

Afmælisbörn 28. ágúst 2023

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Magnús Þór er auðvitað kunnastur fyrir samstarf sitt með Jóhanni Helgasyni, sbr. Magnús & Jóhann, en saman störfuðu þeir líka sem Pal brothers og í hljómsveitinni Change. Magnús Þór hefur ennfremur gefið út fjöldann…

Afmælisbörn 27. ágúst 2023

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson eða bara Sjón er sextíu og eins árs gamall í dag. Fyrir utan að hafa slegið í gegn sem Johnny Triumph ásamt Sykurmolunum með lagið Luftgítar hefur Sjón samið fjölda texta sem komið hafa út á plötum. Hann hefur einnig gefið út…

Afmælisbörn 26. ágúst 2023

Í dag eru sjö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Daníel Ágúst Haraldsson tónlistarmaður er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann vakti fyrst athygli á menntaskólaárum sínum með hljómsveitinni Nýdanskri sem hann hefur starfað með, reyndar með hléum, allt til þessa dags. Áður hafði hann verið í hljómsveitinni Chorus. Daníel Ágúst hefur einnig verið…

Afmælisbörn 25. ágúst 2023

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Magnús Eiríksson laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari er sjötíu og átta ára gamall. Magnús er einn allra helsti lagahöfundur íslenskrar tónlistarsögu, á að baki sólóferil sem og feril með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Brunaliðið, Pónik og Blúskompaníið auk samstarfs við Kristján Kristjánsson (KK) og…

Afmælisbörn 24. ágúst 2023

Tvö afmælisbörn í íslenskri tónlistarsögu komavið sögu Glatkistunnar í dag: Ólafur Haukur Símonarson er sjötíu og sex ára gamall í dag. Ólafur er fyrst og fremst laga- og textahöfundur og skipta lög hans hundruðum, oftar en ekki tengt leikhúsinu. Þarna má nefna t.d. Hatt og Fatt, Gauragang, Fólkið í blokkinni og Kötturinn fer sínar eigin…

Söngævintýri Gylfa Ægissonar [annað] (1980-2008)

Gylfi Ægisson fór mikinn í útgáfu ævintýra í söngleikjaformi frá því snemma á níunda áratug síðustu aldar og fram á þessa öld en alls komu út átta plötur sem setja mætti í þann flokk. Söngævintýrum Gylfa mætti skipta í tvennt, annars vegar þau sem hann vann í samstarfi við Rúnar Júlíusson í Geimsteini og nutu…

Söngtríóið Þrír háir tónar (1968-69)

Söngtríóið Þrír háir tónar hafði í raun starfað í um tvö ár þegar það kom fram á sjónarsviðið en það hafði þá áður gengið undir nafninu Rím-tríóið, þegar til stóð að gefa út plötu með þeim félögum var nafninu breytt í Þrjá háa tóna en meðlimir tríósins voru þeir Arnmundur Bachman gítarleikari, Friðrik Guðni Þórleifsson…

Hafið (1985)

Glatkistan leitar eftir upplýsingum um söngflokk sem starfaði á fyrri hluta árs 1985 undir nafninu Hafið. Hafið kom fram á Vísnakvöldi Vísnavina ásamt fleiri atriðum en ekki liggja fyrir heimildir nema um þess einu opinberu framkomu hópsins. Hér er óskað eftir frekari upplýsingum um Hafið.

Ha [3] (um 1997)

Skammlíf hljómveit starfaði innan Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki undir nafninu Ha, annað hvort árið 1996 eða 97. Sagan segir að um dúett hafi verið að ræða en meðlimir hans voru þeir Auðunn Blöndal og Hugi Jens Halldórsson sem síðar störfuðu saman í sjónvarpi. Engar upplýsingar er að finna um hljóðfæraskipan dúettsins eða annað og…

Söngævintýri Gylfa Ægissonar [annað] – Efni á plötum

Söngævintýrið Rauðhetta & Hans og Gréta – ýmsir Útgefandi: Geimsteinn / Spor  Útgáfunúmer: GS 112 / GSCD 112 Ár: 1980 / 1994 1. Um skóginn geng ég glöð 2. Fínt er nú veðrið 3. Nú er ég saddur 4. Nú hef ég hér í hægri hönd 5. Ert þú hingað komin? 6. Söngur veiðimannsins 7. Mikið er ég…

Söngtríóið Þrír háir tónar – Efni á plötum

Söngtríóið Þrír háir tónar – Söngtríóið 3 háir tónar [ep] Útgefandi: Tónabúðin Útgáfunúmer: Odeon GEOK 258 Ár: 1968 1. Heimþrá 2. Útilegumenn 3. Siglum áfram 4. Haustljóð Flytjendur: Arnmundur Backman – söngur og gítar Friðrik Guðni Þórleifsson – söngur og bassi Örn Gústafsson – söngur og gítar

Hafnarfjarðar-Gullý (1932-2000)

Guðmunda Jakobína Ottósdóttir eða Hafnafjarðar-Gullý eins og hún er nefnd á umslagi safnplötunnar Drepnir var hafnfirsk alþýðukona fædd 1932, hún var þekktur Hafnfirðingur og þótti skrautlegur karakter, átti ekki alltaf auðvelt líf og mun hafa misst tvo eiginmenn af slysförum. Hún lék á gítar og söng fyrir sig og aðra og hafði yndi af því…

Hafliði Jónsson (1918-2014)

Hafliði Jónsson píanóleikari er sjálfsagt meðal þeirra tónlistarmanna sem hvað lengstan tónlistarferil hefur átt en hann lék opinberlega með hljómsveitum og sem undirleikari og píanóleikari frá því um 17 ára aldur og nánast fram í andlátið en hann lést rétt tæplega 96 ára gamall, þá var hann öflugur félagsmaður í FÍH og var í þeim…

Hafsteinn Ólafsson (1915-87)

Hafsteinn Ólafsson var meðal fremstu harmonikkuleikara landsins á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar og lét að sér kveða bæði í spilamennsku og félagsmálum harmonikkuleikara. Hafsteinn fæddist í Reykjavík sumarið 1915 og bjó þar alla ævi, hann vann almenn störf en lengst starfaði hann hjá Mjólkursamsölunni við eftirlit. Hann hóf ungur að leika á harmonikku og lék…

Hafsteinn Guðmundsson (1947-)

Fagottleikarann Hafstein Guðmundsson má telja til brautryðjenda á því hljóðfæri hér á landi en hann var lengi vel fyrsti fagottleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og reyndar einn fyrsti brautskráði fagottleikarinn hérlendis en hann nam af Sigurði Breiðfjörð Markússyni sem telst þeirra fyrstur hér á landi. Hafsteinn Guðmundsson er Reykvíkingur, fæddur vorið 1947 og hóf ungur tónlistarnám, fyrst…

Hafrún (1995)

Hljómsveit sem auglýst var undir nafninu Hafrún lék á dansleik í Úthlíð í Biskupstungum vorið 1995. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, og er því hér með óskað eftir þeim s.s. hverjir skipuðu hana, hljóðfæraskipan, starfstími o.s.frv.

Hafsteinn Sigurðsson (1945-2012)

Hafstenn Sigurðsson var einn þeirra drifkrafta sem geta haldið tónlistarlífi heils bæjarfélags í gangi en hann var margt í mörgu þegar kom að þeim málum í Stykkishólmi. Hafsteinn Sigurðsson fæddist í Stykkishólmi haustið 1945 og bjó þar alla tíð. Hann var lærður trésmiður og starfaði eitthvað við það en tónlistin átti eftir að taka yfir…

Afmælisbörn 23. ágúst 2023

Afmælisbörnin eru fimm talsins á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari og kokkur er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Margir muna eftir honum síðhærðum með Stjórninni þegar Eitt lag enn tröllreið öllu hér á landi en Jón Elfar hefur einnig leikið með sveitum eins og Sigtryggi dyraverði, Singultus, Hjartagosunum, Dykk,…

Afmælisbörn 22. ágúst 2023

Sex tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn frá Bíldudal, Jón Kr. (Kristján) Ólafsson er áttatíu og þriggja ára gamall í dag. Jón vakti fyrst landsathygli með bílddælsku hljómsveitinni Facon en áður hafði hann reyndar sungið með Kvartettnum og Kristjáni, og Hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall. Eftir að sögu Facons lauk starfaði Jón um…

Afmælisbörn 21. ágúst 2023

Glatkistan hefur upplýsingar um fjögur tónlistartengd afmælisbörn þennan daginn: Theódór Júlíusson leikari er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Flestir tengja Theódór við leiklist og t.a.m. muna margir eftir honum í kvikmyndunum Mýrinni og Hrútum en hann hefur einnig sungið inn á margar plötur tengdar tónlist úr leikritum s.s. Evu Lúnu, Söngvaseið, Línu langsokk…

Afmælisbörn 20. ágúst 2023

Sex afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Einar Júlíusson söngvari hefði átt afmæli í dag en hann lést fyrr á þessu ári. Einar söng með ýmsum hljómsveitum s.s. Saxon kvintett, H.J. kvartettnum og Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar áður en hann gerðist fyrsti söngvari Hljóma frá Keflavík. Síðar átti hann eftir að syngja með Pónik, t.d.…

Afmælisbörn 19. ágúst 2023

Tvö afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Þórður Árnason gítarleikari oftast kenndur við hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, á sjötíu og eins árs afmæli í dag. Nokkur ár eru liðin síðan hann yfirgaf sveitina en hann hefur í gegnum tíðina leikið með fjölmörgum hljómsveitum, þeirra á meðal má nefna Frugg, Sókrates, Rifsberju, Brunaliðið, Litla…

Afmælisbörn 18. ágúst 2023

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins að þessu sinni: Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari og plötuútgefandi er þrjátíu og sex ára gamall á þessum degi en hann var þekktur sem trommuleikari hljómsveitanna Lödu sport og Lifun áður en hann stofnaði plötuútgáfuna Record record haustið 2007. Sú útgáfa lifir í dag góðu lífi og gefur út margar af…

Afmælisbörn 17. ágúst 2023

Í dag eru þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum skráð hjá Glatkistunni: Skagamaðurinn Jón Trausti Hervarsson er sjötíu og átta ára í dag en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með hljómsveitinni Dúmbó sextett og Steina frá Akranesi sem starfaði í um tvo áratugi en hann var einn þeirra sem var allan tímann í sveitinni. Jón Trausti…

Söngsveitin Drangey (1985-2004)

Söngsveitin Drangey var eins konar afsprengi Skagfirsku söngsveitarinnar en Drangey var kór eldra söngfólks starfandi innan Skagfirðingafélagsins í Reykjavík. Skagfirska söngsveitin hafði verið stofnuð innan Skagfirðingafélagsins árið 1970 og hafði Snæbjörg Snæbjarnardóttir verið stjórnandi kórsins frá upphafi um miðjan níunda áratuginn þegar nýr stjórnandi, Björgvin Þ. Valdimarsson tók við kórnum. Kórinn hafði þá skapað sér…

Söngvar frá Íslandi [safnplöturöð] – Efni á plötum

Söngvar frá Íslandi 1 – ýmsir Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: LP IT 1002 Ár: 1960 1. Ketill Jensson og Þjóðleikhúskórinn – Fagurt skín í skærum skálum 2. Kristinn Hallsson – Hinn suðræni blær 3. Guðrún Á. Símonar – Lofið Drottinn 4. Sigfús Halldórsson – Í dag 5. Þorsteinn Hannesson – Enn ertu fögur sem forðum…

Söngvar frá Íslandi [safnplöturöð] (1960)

Þegar hljómplötuútgáfan Íslenzkir tónar (1947-64) var og hét undir stjórn Tage Ammendrup sendi hún frá sér tvær tvöfaldar safnplötur á breiðskífuformi árið 1960 sem með réttu teljast fyrstu safnplöturnar sem gefnar voru út hér á landi og um leið fyrstu safnplöturaðirnar – önnur þeirra safnplöturaða og sú sem hér um ræðir var Söngvar frá Íslandi…

Söngsveitin Drangey – Efni á plötum

Söngsveitin Drangey – Söngurinn um lífið og tilveruna Útgefandi: Söngsveitin Drangey Útgáfunúmer: PUBNUM 001 Ár: 2002 1. Gamall brúðarmars frá Valdres 2. Serenata 3. Vornótt 4. Á vegamótum 5. Sumarnótt 6. Vögguvísa 7. Gömul spor 8. Stjörnunótt 9. Suðurnesjamenn 10. Amma mín 11. Til mömmu 12. Dona nobis pacem 13. Nótt að beði sígur senn…

H.J. kvartettinn [2] (1980)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa leikið gömlu dansana og verið eins konar húshljómsveit í Ingólfscafé frá því síðsumars 1980 og út árið. Sveitin bar nafnið H.J. kvartettinn er ekki er meira vitað um þessa tilteknu sveit.

H.J. kvartettinn [1] (1958-59)

Fáar heimildir er að finna um hljómsveit sem starfaði í Keflavík á árunum 1958 og 59 undir nafninu H.J. kvartettinn, og hugsanlega hafði hún þá verið starfandi um tíma. Engar upplýsingar er t.d. að finna um meðlimi sveitarinnar en þeim mun meiri upplýsingar um söngvara hennar sem allir voru að stíga sín fyrstu spor á…

H.H. kvintett (1961-65)

Á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar var starfrækt af ungum mönnum sem flestir voru innan við tvítugt hljómsveit á Akureyri sem bar heitið H.H. kvintett (og reyndar síðar H.H. kvartett) en sveitin var lengi húshljómsveit á Hótel KEA auk þess sem hún lék víða um norðanvert landið á dansleikjum s.s. í Vaglaskógi um verslunarmannahelgar,…

H.G. tríó (1984)

Hljómsveit sem bar nafnið H.G. tríó var starfandi árið 1984 en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hana, hér með er óskað eftir þeim.

Ha [2] (um 1977)

Hljómsveit sem bar nafnið Ha starfaði við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði laust eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, að öllum líkindum í kringum 1977. Sigurður Matthíasson var söngvari hljómsveitarinnar Ha og einnig var Linda Björk Hreiðarsdóttir (síðar trommuleikari í Grýlunum) meðlimur hennar en ekki liggur fyrir á hvað hún spilaði í sveitinni. Óskað er…

Ha [1] (um 1970)

Í kringum 1970, e.t.v. örlítið fyrr var hljómsveit starfrækt á Suðurnesjunum – hugsanlega í Garði undir nafninu Ha. Lítið er vitað um þessa hljómsveit annað en að söngvari hennar hét Ómar Jóhannsson, óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar, auk annars sem ætti heima í slíkri umfjöllun.