Harmonikufélag Stykkishólms [félagsskapur] (1984-2007)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Harmonikufélag Stykkishólms en félagið var stofnað árið 1984 og starfaði að líkindum til 2007, e.t.v. lengur. Formaður félagsins var alla tíð Hafsteinn Sigurðsson tónlistarkennari í Stykkishólmi, hann lést 2012 en félagið var þá líklega hætt störfum nokkrum árum fyrr.

Ekkert annað liggur fyrir um Harmonikufélag Stykkishólms, hvorki um starfsemi félagsins, fjölda meðlima þess né annað sem ætti heima í þessari umfjöllun, og því er óskað eftir frekari upplýsingum um félagið.