Hemmi Gunn (1946-2013)

Allir þekkja nafn Hermanns Gunnarssonar sem iðulega var kallaður Hemmi Gunn. Þótt flestir tengi nafn hans við fjölmiðla kom hann víða við sögu en hann var upphaflega þekktastur sem íþróttamaður, landsliðsmaður í fótbolta, handbolta og blaki áður en hann gerðist vinsæll íþróttafréttamaður og -lýsandi – þá tók við bæði útvarps- og sjónvarpsþáttaferill sem stóð í…

Helgi Hermannsson – Efni á plötum

Ég vildi geta sungið þér….: 10 Vestmannaeyjalög – ýmsir Útgefandi: Skans-útgáfan Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1985 1. Helgi Hermannsson – Glóðir 2. Hermann Ingi Hermannsson, Helgi Hermannsson og Einar “Klink” Sigurfinnsson – Minning um mann 3. Hermann Ingi Hermannsson – Kvöldsigling 4. Lundakvartettinn – Ágústnótt 5. Lundakvartettinn – Ég vildi geta sungið þér 6. Hermann Ingi Hermannsson –…

Helgi Hermannsson (1948-)

Helgi Hermannsson var lengi vel tengdur hljómsveitarnafninu Logar en í seinni tíð hefur hann verið þekktari sem þjóðlagatónlistarmaður, hann hefur starfað við tónlist nánast alla sína tíð og komið þar víða við sögu. Helgi Hermannsson fæddist í Reykjavík árið 1948 og er því ekki Vestmannaeyingur frá blautu barnsbeini eins og margir kynnu að ætla. Hann…

Hemmi Gunn – Efni á plötum

Hemmi Gunn – Frískur og fjörugur…. Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GS130 Ár: 1984 1. Á mannamótum forðum 2. Mummi þjöl 3. Þú eina hjartans yndið mitt 4. Aleinn og yfirgefinn 5. Einn dans við mig 6. Minning um mann 7. Frískur, fjörugur 8. Út á gólfið 9. Fallerí fallera 10. Oftast út á sjó 11. Út…

Helgi Pálsson – Efni á plötum

Gréta Guðnadóttir og Ingunn Hildur Hauksdóttir – Helgi Pálsson fyrir fiðlu og píanó Útgefandi: Íslensk tónverkamiðstöð Útgáfunúmer: ITM 916 Ár: 2009 1. Stef með tilbrigðum 2. Stemma 3. Quasi agitato – pesante 4. Adagio 5. Calmo 6. Pesante, ma marcado 7. Poco allegro e scherzando 8. Andante 9. Menuett 10. Dans 11. Haust Flytjendur:  Gréta…

Helgi Pálsson (1899-1964)

Helgi Pálsson tónskáld var ekki áberandi en samdi nokkuð af tónlist sem vakti athygli á sínum tíma, segja má að hann hafi flestum verið gleymdur þegar plata með tónlist hans var gefin út á 21. öldinni. Helgi Pálsson var Norðfirðingur að uppruna, fæddist þar árið 1899 og mun hafa notið fyrst leiðsagnar í tónlist veturinn…

Heródes (1975-79)

Hljómsveitin Heródes frá Fáskrúðsfirði telst líklega hvorki til þekktustu sveita Austfjarða né landsins en sveitin var þó miðpunktur kostulegs hrepparígs milli Fáskrúðsfirðinga og Héraðsbúa á poppsíðum Dagblaðsins 1976 og 77 þar sem hverjum fannst sinn fugl fegurstur og aðrir ömurlegir, aðdáendur Heródesar og Völundar jusu þar ýmis lasti og lofi á sveitirnar svo úr varð…

Heroin child (1997)

Hljómsveitin Heroin child var meðal þátttökusveita í tónlistarkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haustið 1997. Sveitin var þar skipuð þeim Styrmi Karlssyni söngvara, Arnþóri Snæ Guðjónssyni gítarleikara, Vilberg Hafsteini Jónssyni bassaleikara og Bjarna Hannessyni trommuleikara. Sveitin átti tvö lög á plötu sem gefin var út í tengslum við keppnina en hún bar heitið Frostrokk 1997,…

Heróín (um 1982)

Óskað er eftir upplýsingum um pönksveit sem gekk undir nafninu Heróín (Heroin) en sveitin starfaði að öllum líkindum árið 1982 og jafnvel fram á 1983. Öruggt er að þessi sveit hafi verið starfandi en engar upplýsingar er hins vegar að finna um hverjir skipuðu hana eða hver hljóðfæraskipan hennar var, þær upplýsingar og meira til…

Hljómsveit Einars Berg (1970)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómsveit Einars Berg en hún starfaði haustið 1970 og lék þá á dansleik á Röðli. Söngkonan Anna Vilhjálmsdóttir söng með sveitinni á þessum dansleik en aðrar upplýsingar er ekki að finna um hana, hugsanlegt er að Einar Berg hafi verið Ólafsson.

Hljómsveit Egils Jónssonar (1974)

Svo virðist sem hljómsveit sem bar heitið Hljómsveit Egils Jónssonar hafi verið starfrækt á Austfjörðum haustið 1974 en sveitin lék þá á dansleik í Egilsbúð í Neskaupstað og var þá hugsanlega þaðan. Allar upplýsingar vantar um sveitina, Egil Jónsson og félaga hans, hljóðfæraskipan og annað sem ætti heima í þessari umfjöllun og er því hér…

Hljómsveit Einars Jónssonar (1963-64)

Hljómsveit Einars Jónssonar var starfandi veturinn 1963 til 64 og lék þá í fjölmörg skipti að afloknu spilakvöldum á vegum alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit en líklega er um að ræða Einar Jónsson píanóleikara sem um þetta leyti lék oft á skemmtunum alþýðuflokksfélaganna, óskað er eftir upplýsingum um aðra…

Hljómsveit Einars Halldórssonar (1956-71)

Hljómsveit Einars Halldórssonar var starfrækt í kringum 1960 og lék víða á dansleikjum á Snæfellsnesinu, og oft á héraðsmótum í félagsheimilinu Breiðabliki í Stykkishólmi, sveitin var einnig stundum kölluð Einar í Dal og félagar. Einar Halldórsson var harmonikku- og píanóleikari frá Dal í Miklaholtshreppi og hann starfrækti sveitina ásamt bróður sínum, Erlendi Halldórssyni trommuleikara en…

Afmælisbörn 28. febrúar 2024

Afmælisbörnin eru sex á þessum degi: Fyrsta skal nefna Maríu Baldursdóttur söngkonu, hárgreiðslumeistara og fyrrum fegurðardrottningu Íslands en hún er sjötíu og sjö ára gömul í dag. María (sem er ekkja Rúnars Júlíussonar) hóf söngferil sinn með í Keflavík með Skuggum en söng síðar með Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Bluebirds, Heiðursmönnum, Geimsteini, Áhöfninni á Halastjörnunni og…