Helga Möller (1957-)

Helga Möller er allt í senn, trúbador, diskó- og jólalagadrottning og Eurovision-hetja en fyrst og fremst þó söngkona – framangreind hlutverk hennar hafa verið bundin tíðaranda og tímaramma hverju sinni nema jólalögin, þau hefur Helga sungið reglulega inn á plötur allt frá því um 1980 og hún hefur reyndar yfirleitt verið áberandi í jólavertíðinni með…

Helga Möller – Efni á plötum

Þú og ég – Ljúfa líf Útgefandi: Steinar / Spor Útgáfunúmer: STLP 036 / STCD 036 Ár: 1979 / 1994 & 2003 1. Vegir liggja til allra átta 2. Þú og ég 3. Dans, dans, dans 4. Hið ljúfa líf 5. Í Reykjavíkurborg 6. Villi og Lúlla 7. Kysstu mig 8. Sól bak við hól 9. Ástarsæla Flytjendur:…

Himbrimi [1] (1998)

Unglingahljómsveitin Himbrimi var starfrækt í Hafnarfirði árið 1998 en þá um sumarið lék sveitin á tónleikum í tilefni af 90 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi Himbrima eða hljóðfæraskipan en ólíklegt hlýtur að teljast að sveitin sé eitthvað skyld annarri hafnfirskri sveit sem starfaði undir sama nafni um fimmtán árum síðar.…

Hilmar Sverrisson (1956-)

Sauðkrækingurinn Hilmar Sverrisson er með lífseigari pöbbaspilurum Íslands en hann hefur leikið á dansleikjum og ölstofum landsins í um hálfa öld, hann hefur haft tónlistina að lifibrauði nánast alla tíð. Hilmar fæddist í Skagafirðinum haustið 1956 og ólst upp við austanverðan fjörðinn til átta ára aldurs þegar hann flutti með fjölskyldu sinni inn á Sauðárkrók…

Hilmar og Pétur (2001)

Pöbbadúett sem starfaði undir nafninu Hilmar og Pétur lék með reglulegum hætti á Catalinu í Kópavogi allt árið 2001 og hugsanlega lengur. Ekki liggur alveg fyrir hverjir þessi Hilmar og Pétur voru en hér er þó að öllum líkindum um að ræða Hilmar Sverrisson hljómborðsleikari og Pétur Hjálmarsson bassaleikari.

Herra kílómetri (1996)

Hljómsveit sem bar nafnið Herra kílómetri (eða Herra kílómeter) starfaði á norðausturhorni landsins sumarið 1996 en sveitin lék þá á afmælishátíð sem haldin var í tilefni af 150 ára afmæli Þórshafnar á Langanesi. Líklegast er að sveitin hafi verið frá Þórshöfn eða nágrenni og að um unglingahljómsveit hafi verið að ræða. Óskað er eftir upplýsingum…

Heróglymur – Efni á plötum

Heroglymur – Down in the backyard [ep] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2005 1. Down in the backyard Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Heróglymur (1999-2006)

Rokksveitin Heróglymur kom fram á sjónarsviðið rétt fyrir aldamótin 2000 og starfaði í nokkur ár, hún var skipuð nokkrum ungum tónlistarmönnum úr Réttarholtsskóla. Heróglymur (einnig stundum ritað Heroglymur) var stofnuð haustið 1999 og lék fyrsta árið mestmegnis innan veggja Réttarholtsskóla en fljótlega eftir áramótin 2000-01 fór sveitin að láta að sér kveða á tónleiksviðinu utan…

Hingað til (1986)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um söngflokk sem mun hafa verið starfræktur vorið 1986 og þá hugsanlega um nokkurt skeið undir nafninu Hingað til, en nafn þessa söngflokks kom upp í tillögu sem barst Ríkissjónvarpinu þegar auglýst var eftir flytjendum á framlagi Íslands í Eurovision söngvakeppninni – Gleðibankanum en Icy hópurinn (Helga Möller, Eiríkur Hauksson og…

Hingað og ekki lengra (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Hingað og ekki lengra var meðal þátttökusveita í hljómsveitakeppni sem haldin var í Hafnarfirði í tilefni árs æskunnar haustið 1985 en þar lenti sveitin í öðru sæti. Hins vegar er ekkert meira að finna um þessa hljómsveit, hvorki meðlimi hennar né hljóðfæraskipan og er því leitað eftir viðeigandi upplýsingum um hana.

Hinir [2] (2005)

Hinir var rappdúett þeirra Poetrix (Sævar Daníel Kolandavelu) og Huxun (Marlon Pollock) en þeir störfuðu saman undir þessu nafnið árið 2005, og munu eitthvað hafa komið fram opinberlega undir því nafni. Einnig er hugsanlegt að þeir félagar hafi enn verið starfandi árið 2008, og að þeir hafi þá jafnvel verið fleiri. Óskað er eftir frekari…

Hinir [1] (um 1970?)

Hljómsveit sem bar nafnið Hinir var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu (hugsanlega Kópavogi) fyrir margt löngu og miðað við þá spilafélaga sem þar komu við sögu gæti sveitin hafa starfað um eða upp úr 1970. Meðlimir Hinna voru þeir Páll Eyvindsson bassaleikari, Gunnar Már Zóphaníasson [?], Ari Kristinsson orgelleikari, Eyþór [Guðmundur Jónsson?] og Sigþór Hermannsson [?]. Allar…

Hinir átta (1938-39)

Söngflokkur starfaði á Akureyri seint á fjórða áratug síðustu aldar undir nafninu Hinir átta, að öllum líkindum var um tvöfaldan karlakvartett að ræða eftir nafni hans að dæma þrátt fyrir að í einni heimild sé talað um kvartett. Hinir átta sungu í fáein skipti á opinberum vettvangi, annars vegar á tónleikum Kantötukórs Akureyrar haustið 1938…

Hinir [3] (2008-2011)

Vorið 2008 var hljómsveit meðal þátttökusveita í Músíktilraunum, sem bar nafnið Hinir og var líkast til úr Mosfellsbæ. Meðlimir sveitarinnar voru þau Sunna Margrét Þórisdóttir söngkona, Valbjörn Snær Lilliendahl söngvari og gítarleikari, Sveinn Pálsson hljómborðsleikari, Pétur Finnbogason trommuleikari, Gunnar Örn Freysson bassaleikari og Jón Birgir Eiríksson hljómborðsleikari. Hinir komust í úrslit keppninnar en hafði þar…

Hinir borgfirsku geimgrísir (1990-91)

Hljómsveit sem bar heitið Hinir borgfirsku geimgrísir starfaði í Bakkagerði (Borgarfirði eystra) um og upp úr 1990 og skartaði m.a. söngvaranum og gítarleikaranum Magna Ásgeirssyni, síðar landsþekktum söngvara. Hinir borgfirsku geimgrísir hétu fyrst um sinn Pigs in space eftir samnefndri „sápuóperu“ úr Prúðuleikurunum (The Muppets show) en nafni sveitarinnar var fljótlega breytt. Sveitin lék eitthvað…

Hinir eðalbornu (2004)

Hljómsveitin Hinir eðalbornu frá Akureyri keppti í Músíktilraunum vorið 2004 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Andri Pétursson gítar- og hljómborðsleikari, Hreinn Logi Gunnarsson gítarleikari, Friðjón Guðmundur Snorrason trommuleikari og Árni Magnússon bassaleikari, ekki liggja fyrir upplýsingar um hver var söngvari hennar. Hinir eðalbornu komust ekki í úrslit keppninnar en hljómborðsleikari sveitarinnar Andri Pétursson var kjörinn…

Best fyrir – Efni á plötum

Best – Magnaðir Magnamenn [ep] Útgefandi: Knattspyrnufélagið Magni Grenivík Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2002 1. Magnaðir Magnamenn 2. Magnaðir Magnamenn (instrumental) 3. Sumarsmellur 2002 4. Ótíndir þjófar Flytjendur: Brynjar Davíðsson – söngur Atli Már Rúnarsson – trommur, hljómborð og gítar Elmar Eiríksson – bassi Best fyrir – Lífið er aðeins… þessar stundir Útgefandi: Frostgat Útgáfunúmer:…

Best fyrir (1995-)

Norðlenska hljómsveitin Best fyrir hefur starfað með hléum síðan 1995 og virðist þrátt fyrir að hafa hætt störfum í nokkur skipti, eiga sér endalaus framhaldslíf. Best fyrir var stofnuð á Akureyri snemma vors 1995 en þá stóð yfir sex vikna kennaraverkfall. Fyrst um sinn gekk sveitin reyndar undir nafninu Getuleysi og síðan Vonleysi áður en…

Afmælisbörn 26. mars 2024

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum líta dagsins ljós á Glatkistunni í dag: Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er fimmtugur og fagnar því stórafmæli í dag. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.…