Herdís Þorvaldsdóttir (1923-2013)

Herdís Þorvaldsdóttir var þekkt og dáð leikkona sem starfaði alla tíð við list sína, fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur og svo einnig Þjóðleikhúsinu. Hún var fædd haustið 1923 og nam við Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og svo einnig í London en hún lék allt fram í andlátið og átti að baki fjölmörg hlutverk stór og smá á…

Herdís Egilsdóttir – Efni á plötum

Gegnum holt og hæðir – leikrit með söngvum Útgefandi: Bókaútgáfan Örn & Örlygur Útgáfunúmer: ÖÖ 002 Ár: 1981 1. Þegiðu 2. Gegnum holt og hæðir 3. Garnagaul 4. Fæ ég kannski frí? 5. Strákar í háttinn! 6. Greppitrýnin 7. Að berja og sparka 8. Vonbrigði 9. Í Tröllahelli 10. Matargötin 11. Köttur úti í mýri…

Hexía (1991-93)

Upplýsingar óskast um kvennapönksveit sem starfrækt var á Húsavík á fyrri hluta tíunda áratugarins undir nafninu Hexía, hugsanlega á árunum 1991 til 93. Sveitin lék eitthvað á tónleikum á Akureyri og Húsavík en á þeim árum var heilmikil vakning í pönk- og rokktónlist fyrir norðan. Meðlimir Hexíu voru þær Anna María Héðinsdóttir söngkona og gítarleikari,…

Hetjur hafsins (1994)

Vorið 1994 starfaði, af því er virðist í fáeinar vikur, tríó undir nafninu Hetjur hafsins og lék þá í nokkur skipti á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins s.s. Tveimur vinum og Amsterdam. Óskað er eftir upplýsingum um þessa pöbbasveit, um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan auk annars sem ætti heima í umfjöllun um hana.

Hestasveitin (2007)

Hestasveitin var sex manna hljómsveit sem kom úr Reykjavík og keppti í Músíktilraunum vorið 2007 án þess þó að komast í úrslit keppninnar. Meðlimir Hestasveitarinnar voru þeir Arnór Ýmir Guðjónsson bassaleikari, Guðmundur Óli Norland, trommuleikari, Bjarki Sigurðsson hljómborðsleikari, Gylfi Bragi Gunnlaugsson söngvari, Kristján Norland gítarleikari og Bergur Ástráðsson slagverksleikari. Sveitin virðist hafa hætt störfum fljótlega…

Herdís Þorvaldsdóttir – Efni á plötum

Herdís Þorvaldsdóttir – Óskaljóðin mín: Herdís Þorvaldsdóttir les eftirlætis ljóðin sín Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 172 / SMC 172 Ár: 1995 1. Óðurinn til gleðinnar 2. Morgunljóð úr brekku 3. Hallormstaðarskógur 4. Vorið 5. Geturðu sofið um sumarnætur 6. Vorsól 7. Vorið góða 8. Í vor 9. Ljáðu mér vængi 10. Vor 11. Fjólan 12.…

Héraðsvísnavinir [félagsskapur] (1986-98)

Héraðsvísnavinir var félag áhugafólks á Fljótsdalshéraði um tónlist og kveðskap en félagið mun hafa starfað í nokkur ár undir lok 20. aldar, frá 1986 (ein heimild segir félagið stofnað 1989) til 1998. Tilgangur og markmið félagsins var að haldi á lofti söng og kveðskap, og hittust félagsmenn reglulega í því skyni en einnig voru haldnir…

Heyrðu-serían [safnplöturöð] – Efni á plötum

Heyrðu – ýmsir Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: VACD 027 Ár: 1993 1. Haddaway – What is love? 2. Ace of Bace – All that she wants 3. Loft – Summer summer 4. Lenny Kravitz – Believe 5. Ný dönsk – Foss 6. Blur – For tomorrow 7. David Bowie – Jump they say 8. Shaggy – Oh Carolina 9.…

Heyrðu-serían [safnplöturöð] (1993-95)

Á árunum 1993 til 1995 komu út níu plötur í safnplötu-seríunni Heyrðu, sem Skífan gaf út, um var að ræða safnplötur með blöndu íslensks og erlends efnis. Íslensku lögin voru með flytjendum sem voru flestir voru samningsbundnir Skífunni á þeim tíma en þeirra á meðal mátti sjá marga af vinsælustu tónlistarmönnum og hljómsveitum landsins s.s.…

Hey Joe (1997-99)

Hljómsveitin Hey Joe var nokkuð virk á ballmarkaðnum á síðustu árum 20. aldarinnar en sveitin starfaði á árunum 1997 til 1999 hið minnsta. Hey Joe var frá Akureyri, lék mestmegnis þar og í nágrannasveitunum en fór einnig um austanvert landið í ballspilamennsku og kom stöku sinnum suður til Reykjavíkur til að leika á Gauki á…

Hey í harðindum (2002)

Tríóið Hey í harðindum var sett saman fyrir eina uppákomu, söng- og leikskemmtun sem haldin var í Allanum á Siglufirði í árslok 2002. Þarna voru á ferð tveir trúborarar, þeir Þórarinn Hannesson og Ómar Hlynsson sem báðir sungu og léku á gítarar, og svo Agnar Þór Sveinsson trommuleikari. Hey í harðindum kom aðeins fram í…

HGH tríóið [1] (1955-57)

HGH tríóið hefur sögulegu hlutverki að gegna í menningarsögu Bílddælinga en sveitin var fyrsta hljómsveitin sem starfaði í þorpinu. Ekki er alveg á hreinu hvenær HGH tríóið byrjaði að spila saman en hugsanlega var það árið 1955, jafnvel fyrr – það voru þeir bræður Hreiðar harmonikkuleikari og Guðbjörn trommuleikari Jónssynir og Jón Ástvaldur Hall Jónsson…

Afmælisbörn 13. mars 2024

Fimm afmælisbörn koma við sögu á Glatkistunni í dag: Baldur Baldvinsson, sem er annar Rangárbræðra (frá Rangá í Köldukinn) er sjötíu og sex ára gamall á þessum degi. Hann hefur gefið út plötu með Baldvini bróður sínum, sungið í karlakórunum Hreimi og Goða nyrðra auk þess að syngja á plötu Aðalsteins Ísfjörð. (Þórir) Karl Geirmundsson…

Afmælisbörn 12. mars 2024

Á þessum degi eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hjördís Elín Lárusdóttir (Dísella) söngkona, Grammy-verðlaunahafi, hljómborðs- og trompetleikari er fjörutíu og sjö ára gömul í dag. Hún er ein Þriggja systra, dóttir Lárusar Sveinssonar trompetleikara og hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu, var t.a.m. kjörin söngkona ársins í flokki sígildrar og…

Afmælisbörn 11. mars 2024

Fimm afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Rósa Guðmundsdóttir er fjörutíu og fimm ára gömul í dag. Hún kemur upphaflega frá Vestmannaeyjum og er af tónlistarfólki komin en þar lærði hún á píanó, fiðlu og flautu. Hún starfaði m.a. með danshljómsveitinni Dancin‘ mania í Eyjum áður en hún kom upp á…

Afmælisbörn 10. mars 2024

Á þessum annars ágæta degi koma fyrir fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar Fyrst er hér nefnd Hanna Valdís Guðmundsdóttir söngkona en hún var ein af fyrstu barnastjörnunum og enn í dag heyrist reglulega lag hennar um Línu Langsokk, auk annarra. Hún var einnig ein af stúlkunum sem prýddi Sólskinskórinn og söng lagið Sól sól skín…

Afmælisbörn 9. mars 2024

Tvö afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Símon H. Ívarsson gítarleikari og kórstjórnandi er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann er kunnur gítarleikari, nam gítarleik og tónlistarkennarafræði hér heima auk þess að fara í framhaldsnám í Austurríki. Nokkrar plötur hafa komið út með gítarleik hans, sú síðasta 2004. Símon…

Afmælisbörn 8. mars 2024

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru í gagnabanka Glatkistunnar í dag: Karl Hermannsson söngvari úr Keflavík er sjötíu og níu ára gamall á þessum degi en hann fæddist 1945. Fyrsta hljómsveit hans mun líklega hafa verið Skuggar en einnig var hann söngvari um tíma í Hljómum. Söngferil sinn lagði Karl að mestu á hilluna en söng hans…

Afmælisbörn 7. mars 2024

Á þessum degi er eitt afmælisbarn tengt íslenskri tónlist á skrá Glatkistunnar. Það er Björn Ásgeir Guðjónsson trompetleikari sem hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést sumarið 2003. Björn Ásgeir (f. 1929) nam tónlist hér heima og í Danmörku og starfaði sem trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og reyndar í Svíþjóð einnig um tíma,…

Herdís Hallvarðsdóttir (1956-)

Herdís Hallvarðsdóttir verður sjálfsagt alla tíð kennd við Grýlurnar en hún hefur þó komið mun víðar við sögu t.d. sem sólólistamaður, laga- og textahöfundur, og bassaleikari og söngvari hljómsveita eins og Hálft í hvoru og Islandica, þá hefur hún einnig staðið í útgáfumálum ásamt eiginmanni sínum Gísla Helgasyni, bæði á tónlist og hljóðbókum. Herdís er…

Henni Rasmus – Efni á plötum

Músakk – Viltu með mér vaka Útgefandi: Hugo Rasmus Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2013 1. Viltu með mér vaka í nótt 2. Að elska og kyssa 3. Ó sú alsæla stund 4. Anna Mæja 5. Það var um haustkvöld 6. Manstu 7. Ebba 8. Hjartahlý vegna þín 9. Við léttan dans 10. Á ári friðar…

Henni Rasmus (1911-91)

Lagahöfundurinn Henni Rasmus er þekktastur fyrir hina sígildu dægurlagaperlu Viltu með mér vaka en hann samdi töluvert af lögum og nokkur þeirra voru gefin út á plötu löngu eftir andlát hans. Henni var fæddur (vorið 1911) og uppalinn í Reykjavík og gekk reyndar fyrstu ár ævi sinnar undir nafninu Sigurður Gunnar Sigurðsson. Þegar hann missti…

Herdís Hallvarðsdóttir – Efni á plötum

Herdís Hallvarðsdóttir – Gullfiskar Útgefandi: Herdís Hallvarðsdóttir  Útgáfunúmer: HH 002 Ár: 1988 1. Um geðsálina í mér 2. Ef 3. Í borginni 4. Engin önnur leið 5. Ég heyrði í dag 6. Eins og fuglinn 7. Dagrenning 8. Spurning um ástina 9. Eyja í fljóti 10. Skín þú máni 11. Sigmar og Hallgerður 12. Gullfiskar…

Herbert H. Ágústsson – Efni á plötum

Blásarakvintett Reykjavíkur – Íslensk tónlist fyrir tréblásara / Icelandic music for woodwinds. Works by Gunnar Reynir Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Herbert H. Ágústsson, Áskell Másson, Þorkell Sigurbjörnsson Útgefandi: Íslensk tónverkamiðstöð Útgáfunúmer: ITM-5-08 Ár: 1987 1. Burtflognir pappírsfuglar = Departured paperbirds 2. Kvintett fyrir blásara = Quintet for winds 3. Blásarakvintett = Wind quintet 4. Þríleikur =…

Herbert H. Ágústsson (1926-2017)

Herbert H. Ágústsson var einn fjölmargra tónlistarmanna sem komu til Íslands um miðja síðustu öld og settu svip sinn á íslenskt tónlistarlíf með ýmsum hætti. Herbert settist hér að og varð þekktur hljóðfæraleikari, kóra- og hljómsveitastjóri, tónlistarkennari og tónskáld. Herbert Hriberscheck kom upphaflega frá Austurríki, hann fæddist þar í smáþorpi sumarið 1926 og flutti ungur…

Hersveitin [3] (1998-2006)

Hersveitin var tríó sem lék töluvert á pöbbum og einnig á almennum dansleikjum víða um land en mest þó á höfuðborgarsvæðinu, um og eftir aldamótin. Sveitin var að hluta til að minnsta kosti skipuð Patreksfirðingum en tveir þriðju sveitarinnar höfðu starfað með sveit á Patreksfirði með sama nafni á níunda áratugnum, það voru þeir Sævar…

Hersveitin [2] (1983-85)

Hljómsveit var starfrækt á Patreksfirði á fyrri hluta níunda áratugar liðinnar aldar undir nafninu Hersveitin, reyndar hafði hún þá verið starfandi um tíma undir nafninu Útlendingahersveitin en þegar Kolbeinn Þorsteinsson gítarleikari bættist í hópinn vorið 1983 var nafni hennar breytt í Hersveitin, fyrir í sveitinni voru þá Sævar Árnason gítarleikari, Davíð Hafsteinsson trommuleikari og Kristófer…

Hersveitin [1] (1982-83)

Veturinn 1982-83 var starfrækt skólahljómsveit við Samvinnuskólann á Bifröst sem bar heitið Hersveitin en þessi sveit lék á dansleikjum og skemmtunum innan skólans þá um veturinn, m.a. í söngvakeppninni Bifróvision sem var árlegur viðburður þar á sínum tíma. Meðlimir Hersveitarinnar voru þau Pálmi B. Almarsson bassaleikari, Halldór Bachmann hljómborðsleikari, Sigurjón Sigurðsson trommuleikari, Ragnar Þ. Guðgeirsson…

Herramenn [2] (1988-)

Hljómsveitin Herramenn frá Sauðárkróki sló raunverulega í gegn árið 1988 eftir góðan árangur í Músíktilraunum Tónabæjar en fylgdi þeim árangri ekki eftir með viðeigandi hætti, sveitin gerði alla tíð út frá heimabænum Sauðárkróki og það kann að vera skýringin á því að hún varð ekki stærra nafn í poppinu. Sveitin hefur aldrei hætt störfum en…

Herramenn [1] (1984-85)

Ekki finnast miklar upplýsingar um hljómsveit úr Hafnarfirði sem bar heitið Herramenn en hún starfaði á árunum 1984 og 85, hugsanlega eitthvað lengur en það. Fyrir liggur að Stefán Hjörleifsson gítarleikari (síðar kenndur við Bítlavinafélagið, Nýdanska o.fl.) og Hallur Helgason trommuleikari (síðar kvikmyndagerðarmaður o.fl.) voru í þessari sveit en engar upplýsingar er að finna um…

Hestreður (2006-07)

Pönksveitin Hestreður vakti nokkra athygli á sínum tíma og sendi t.a.m. frá sér efni sem fékk útvarpsspilun. Hestreður var frá Hellu og var að öllum líkindum stofnuð árið 2006, sveitin var farin að leika eitthvað opinberlega og hafði sent frá sér lag eða lög sem hlutu spilun á útvarpsstöðinni X-inu áður en hún var meðal…

Hestaleigan (1989)

Hljómsveitin Hestaleigan var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1989, sveitin var frá Akranesi og voru meðlimir hennar þeir Jón Ingi Þorvaldsson bassaleikari, Þorbergur Auðunn Viðarsson söngvari, Bjarni Þór Hjaltason trommuleikari, Þóroddur Bjarnason gítarleikari og Finnur Guðmundsson hljómborðsleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar. Hestaleigan kom aftur saman tíu árum síðar þegar sveitin hitaði…

Andlát – Björgvin Gíslason (1951-2024)

Tónlistarmaðurinn Björgvin Gíslason er látinn, á sjötugasta og þriðja aldursári. Björgvin fæddist haustið 1951, hann var Reykvíkingur og ól þar manninn mest alla tíð. Hann var að mestu sjálflærður í tónlistinni, lærði þó lítillega á píanó en er auðvitað þekktastur fyrir gítarleikni sínam, hann lék þó einnig á fjölda annarra hljóðfæra s.s. píanó, hljómborð og…

Afmælisbörn 6. mars 2024

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi Árni Guðmundsson (Árni úr Eyjum) f. 1913 átti þennan afmælisdag, hann var fyrst og fremst texta- og ljóðaskáld og samdi marga kunna texta við lög Oddgeirs Kristjánssonar. Þar má nefna lögin Góða nótt, Vor við sæinn, Ágústnótt, Blítt og létt og Bjartar vonir vakna. Árni…

Afmælisbörn 5. mars 2024

Fjögur afmælisbörn eru skráð að þessu sinni í afmælisdagbók Glatkistunnar Þórunn Björnsdóttir kórstjórnandi og tónmenntakennari fagnar sjötugs afmæli – stórafmæli í dag en hún er að sjálfsögðu kunnust fyrir störf sín sem stjórnandi Skólakórs Kársnesskóla til margra áratuga. Hún stýrði ennfremur Vallagerðisbræðrum sem var afsprengi kórsins en hefur aukinheldur komið að ýmsum félagsmálum tengt starfi…

Afmælisbörn 4. mars 2024

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn skrásett hjá Glatkistunni. Það er í fyrsta lagi gítarleikarinn og rithöfundurinn Friðrik Erlingsson en hann er sextíu og tveggja ára á þessum degi. Friðrik sem kunnur sem handritshöfundur og rithöfundur í dag var í fjölda misþekktra hljómsveita hér áður fyrr og eru hér nefndar sveitir eins og Sykurmolarnir, Purrkur…

Afmælisbörn 3. mars 2024

Fimm tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari er sextíu og tveggja ára gamall í dag en hann nam söng hér heima, í Þýskalandi og Sviss, og starfaði erlendis þar til hann sneri heim til Íslands. Hér heima hefur hann lítið fengist við söng síðustu árin, starfar sem yfirtollvörður en hefur reyndar…

Afmælisbörn 2. mars 2024

Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Fyrst skal nefna Jón Bjarna Pétursson gítarleikara hljómsveitarinnar Diktu en hann kemur m.a. við sögu í hinu þekkta lagi Thank you, sem ómaði um allt land 2009 og 2010. Jón Bjarni er fjörutíu og tveggja ára á þessum degi. Einnig á bassaleikari hljómsveitanna Hjaltalín og…

Afmælisbörn 1. mars 2024

Í dag eru sex tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður (1944-2022) átti afmæli á þessum degi. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu til styrktar…