Hljómsveit Friðriks Kristjánssonar (1960)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem kölluð var Hljómsveit Friðriks Kristjánssonar en hún lék við vígslu félagsheimilsins á Tjörnesi sumarið 1960. Í heimild segir að hljómsveitina skipi Friðrik Kristjánsson og synir hans, hugsanlegt er hér um misskilning að ræða og að hér sé átt við Friðrik Jónsson á Halldórsstöðum í Reykjadal sem oft lék á dansleikjum með sonum sínum undir nafninu Halldórsstaðatríóið í sýslunni um þetta leyti.