Fuglahræðan í Hvassaleiti
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Ójá – hokra í Hvassaleiti,
lifi á osti og hveiti,
ég er fuglahræða.
Æjá – dularfullir pakkar,
fullir öskubakkar,
ég er þverstæða.
Ég er með myndir af þér upp á vegg.
Og ég glápi á þig sjóðandi egg.
Ég get ekki hugsað með allt þetta skegg.
Titrandi tár! Blæðandi sál!
Ég tilbið sjálfan mig, sólina, blómin og þig.
Ójá – sjónvarpskokkadýrð,
ég veit hvar þú býrð,
þekki rafbílinn þinn.
Ókei – ég er tilbúinn,
þú snertir hurðarhúninn,
bráðum verður hann minn.
Ég er með myndir af þér upp á vegg.
Og ég glápi á þig sjóðandi egg.
Ég get ekki hugsað með allt þetta skegg.
Titrandi tár! Blæðandi sál!
Ég tilbið sjálfan mig, sólina, blómin og þig.
[af plötunni Dr. Gunni – Nei, ókei]














































