Óður

Óður
(Lag / texti: Sálin hans Jóns míns / Guðmundur Jónsson)

(Þú ert snotur stelpa)
(Þú ert snotur stelpa)
(Byltu mér í nótt)

Augun þín lostafull æpa á mig
er tunga þín líður um varirnar.
Stífur og stinnur ég horfi á þig
er tínir þú burt af þér spjarirnar.
Skuggarnir leika um skapahár
er fullkominn líkaminn færist nær.
Titrandi lekur eitt lítið tár,
um brjóstin svo þvöl – hún bráðum mig fær.

Hvernig get ég staðist þig?
Hvað er komið yfir mig?
Ég er dæmdur – dauðadæmdur.
Hvers á ég að gjalda?

viðlag
Ég er óður.
Ég er óður.
Ég er óður.

Þýtur í æðum mér blóðið heitt
og svitinn hann lekur í augun mín.
Lamaður get ekki hugsað neitt,
ég er úrvinda, upplifi þessa sýn.

Hvernig get ég flúið þig?
Ég get ekki hamið mig.
Ég er dæmdur – dauðadæmdur.
Hvers á ég að gjalda?

viðlag

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Þessi þungu högg]