Leyndarmál [3]

Leyndarmál
(Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal)

Draum.
Mig dreymdi skrítinn draum um þig í nótt.
Þú snertir mig og hjartað sló ótt.
Á augnabliki virtist allt svo breytt.
Ég lagðist hjá þér og við urðum eitt.

Ég á lítið leyndarmál
í mínu hjarta og ég mun aldrei
segja nokkrum manni frá,
frá þér.
Þetta litla leyndarmál
mun ég geyma í mínu hjarta
og ég mun aldrei segja frá,
frá þér.

Ást.
Er þetta það sem aðrir kalla ást?
Losti, spenna og tilfinningar kljást.
Ég þráði þig og vildi aðeins meir
en í morgunsárið lá ég eftir ein.

Ég á lítið leyndarmál
í mínu hjarta og ég mun aldrei
segja nokkrum manni frá,
frá þér.
Þetta litla leyndarmál
mun ég geyma í mínu hjarta
og ég mun aldrei segja frá,
frá þér.

Hvert,
hvert sem ég fer,
hvar sem ég er,
ég hugsa bara um þig.
Ég alltaf þig sé.
Dáleidd ég er
af mynd af þér.

Ég á lítið leyndarmál
í mínu hjarta og ég mun aldrei
segja nokkrum manni frá,
frá þér.
Þetta litla leyndarmál
mun ég geyma í mínu hjarta
og ég mun aldrei segja frá,
frá þér.

[af plötunni Írafár – Írafár]