Bærinn hennar Gunnu
(Lag / Pálmar Þ. Eyjólfsson / Hinrik Bjarnason)
Ég trúi varla og trúi þó.
Það tístir í hverjum runna
kraftaverk þessi kyrrð og ró
í kringum bæinn, Gunna.
Á lúpínu fræ, í læknum hrogn,
ljósker og stóll við runna.
Það er Útgarðablíða og blankalogn
í bænum þínum, Gunna.
[af plötunni Bragsmiðurinn Hinrik Bjarnason áttræður – ýmsir]














































