Ástið
(Lag og texti: Hipsumhaps)
Hann er fullur með kebab,
hún grætur í símann.
Hán er flutt út til Nepal,
öll á sitthvorum stað.
Engin leið til að vita
hvernig á að fara að
því að halda vinskapnum gangandi
og vera á sama tíma
elskhugar,
öll sitt á hvað.
Hvernig gengur það
ef hún elskar Má
og hann elskar hán,
svo sár
getur ástin
stundum orðið.
Fólk segir að
stelpur verði að konum,
strákar verði strákar,
sumt fólk tengi við hvorugt
en eitt er víst að allir gráta einhvern tímann
þegar þeim líður illa
og þannig var það
þegar þau komust að
því að hún elskar Má
og hann elskar hán
svo sár
getur ástin
stundum orðið.
Það var Rán sem sagði frá
og þá svaraði Már
að hán
væri skotið
í henni.
Blær sótti um þá
að fara í skiptinám
lengst frá
öllu þessu
veseni.
[af plötunni Hipsumhaps – Ást & praktík]