Hreinn Valdimarsson (1952-)

Hreinn Valdimarsson starfaði í áratugi sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu og var landsþekktur sem slíkur en hann er einnig þekktur fyrir starf sitt innan stofnunarinnar við varðveislu upptaka og yfirfærslu þeirra á varanlegt form, auk þess hefur hann komið að tónlist með ýmsum öðrum hætti. Hreinn Valdimarsson er fæddur 1952, hann ólst að mestu upp í…

Hreinn Halldórsson (1949-)

Hreinn Halldórsson eða Strandamaðurinn sterki eins og hann var yfirleitt kallaður var fyrst og fremst þekktur frjálsíþróttamaður, varð Evrópumeistari í kúluvarpi innanhúss árið 1977, átti Íslandsmet í greininni til fjölda ára og var þrívegis kjörinn Íþróttamaður ársins svo fáein dæmi séu nefnd um afrek hans – en hann átti sér aðra hlið sem hann ræktaði…

Hreppakórinn (1924-57)

Karlakór starfaði í uppsveitum Árnessýslu um liðlega þriggja áratuga skeið fram yfir miðja síðustu öld undir nafninu Hreppakórinn (einnig nefndur Karlakór Hreppamanna og Hreppamenn) en á þeim tíma voru kórar ennþá fátíðir hér á landi og einkum í dreifbýlinu. Það var Sigurður Ágústsson frá Birtingaholti í Hrunamannahreppi sem hafði frumkvæði að stofnun kórsins haustið 1924…

Hreppararnir (1988-89)

Hreppararnir var unglingahljómsveit sem starfaði 1988 og 1989 á Hvammstanga og nágrenni. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Hrepparana, sveitin hélt dansleik á Hvammstanga vorið 1989 og lék sjálfsagt eitthvað meira opinberlega. Fyrir liggur að Ragnar Karl Ingason var einn meðlima sveitarinnar (hugsanlega gítarleikari og söngvari) en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hennar sem…

Afmælisbörn 19. mars 2025

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Fyrstan skal nefna Sigurð Björnsson óperusöngvara sem er níutíu og þriggja ára gamall í dag. Hann nam söng fyrst hér heima hjá Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og fleirum en fór til framhaldsnáms í Þýskalandi, þar starfaði hann um árabil. Ein fjögurra laga plata með jólasálmum kom út hér…

Afmælisbörn 18. mars 2025

Eftirfarandi eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Selfyssingurinn Einar (Þór) Bárðarson, oft nefndur umboðsmaður Íslands er fimmtíu og þriggja ára í dag. Einar hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi en þekktastur er hann þó fyrir umboðsmennsku fyrir Nylon. Hann hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir ýmsa aðra, samið tónlist (m.a. Ertu þá farin? með Skítamóral…

Afmælisbörn 17. mars 2025

Fimm tónlistarmenn koma að þessu sinni við sögu afmælisbarna dagsins: Ingólfur Sigurðsson trommuleikari er fimmtíu og fimm ára í dag. Hann er maður margra hljómsveita og starfar iðulega í mörgum í senn. Fyrsta sveit Ingólfs var líkast til hljómsveitin Chorus en síðan hafa þær komið í röðum og eftirfarandi runa er aðeins sýnishorn; Blátt áfram,…

Afmælisbörn 16. mars 2025

Glatkistan hefur sex afmælisbörn á takteinum í dag: Páll Óskar Hjálmtýsson á fimmtíu og fimm ára afmæli í dag. Hann þarf vart að kynna en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið á ævintýraplötum Gylfa Ægissonar, plötum Áhafnarinnar á Halastjörnunni og plötu með tónlistinni úr leikritinu Gúmmí Tarzan en allt þetta var þegar hann var enn…

Afmælisbörn 15. mars 2025

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni á Glatkistunni: Sigurður Halldór Guðmundsson (Siggi Hjálmur) hinn ótrúlega fjölhæfi tónlistarmaður er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi en hann hefur leikið í mörgum af þekktustu sveitum íslenskrar tónlistarsögu, þar má nefna hljómsveitir eins og Hjálma, Senuþjófana, Baggalút, Memfísmafíuna, Tregasveitina og Skuggasveina en hann hefur einnig…

Afmælisbörn 14. mars 2025

Í dag eru sex tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Bernharður St. Wilkinson (Bernard Wilkinson) stjórnandi og flautuleikari er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann er Breti sem kom hingað til lands 1975 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur starfað hér meira og minna síðan, leikið inn á fjöldann allan af plötum…

Afmælisbörn 13. mars 2025

Fimm afmælisbörn koma við sögu á Glatkistunni í dag: Baldur Baldvinsson, sem er annar Rangárbræðra (frá Rangá í Köldukinn) er sjötíu og sjö ára gamall á þessum degi. Hann hefur gefið út plötu með Baldvini bróður sínum, sungið í karlakórunum Hreimi og Goða nyrðra auk þess að syngja á plötu Aðalsteins Ísfjörð. (Þórir) Karl Geirmundsson…

Hrafnar [3] (2008-)

Hrafnar er hljómsveit sem á sér í raun heilmiklu forsögu því um er að ræða upprunalegu útgáfuna af Pöpum frá Vestmannaeyjum sem gerði garðinn frægan um skeið. Sveitin hefur sent frá sér plötur og vakið heilmikla athygli fyrir nálgun sína á þjóðlagatónlist. Papar höfðu verið stofnaðir árið 1986 og starfaði sú sveit allt til 2008,…

Hórukórinn (2001)

Hórukórinn var meðal flytjenda á tónleikum sem haldnir voru í mars 2001 til að fagna tíu ára afmæli harðkjarnasveitarinnar Forgarðs helvítis, efni af tónleikunum var síðar sama ár gefið út á plötunni Afmæli í helvíti og þar er eitt lag „sveitarinnar“ að finna. Ekki finnast margar heimildir um Hórukórinn en ein þeirra hermir að hér…

Hrafnar [3] – Efni á plötum

Hrafnar [3] – Krunk Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GSCD 267 Ár: 2012 1. Ragga, Fríða og Rósa 2. Förukona 3. Siffi frændi 4. Stígðu ekki á strikið 5. Haggis 6. Þú gleður mig Gunna 7. Gamli Gikkur 8. Karlinn er dauður 9. Velkomin á bísann 10. Harður hestamaður 11. Hrafninn 12. Gvendur í Bakkabót Flytjendur: Hermann…

Hr. Möller Hr. Möller (2004-06)

Hr. Möller Hr. Möller var harðkjarnasveit úr Kópavogi sem starfaði líklega á árunum 2004 til 2006 en var mest áberandi á vormánuðum 2005 þegar sveitin lék víða s.s. á snjóbrettaballi í Sjallanum á Akureyri, og á Grandrokk og Hellinum sunnan heiða svo dæmi séu nefnd. Engar frekari upplýsingar er hins vegar að finna um þessa…

Hótel Hekla [tónlistartengdur staður] (1924-43)

Hótel Hekla var starfrækt við Lækjartorg um tuttugu ára skeið á fyrri hluta 20. aldarinnar en saga hússins er þó miklu lengri, þar spiluðu hljómsveitir með hléum en staðurinn mun fyrst og fremst hafa verið þekktur fyrir sukk og svínarí á stríðsárunum og hafði þá misst glansinn að mestu leyti. Saga hússins nær allt aftur…

Hrafnar [2] (1990-91)

Rokksveitin Hrafnar starfaði á Akureyri um eins árs skeið í byrjun níunda áratugarins en um var að ræða tríó ungra tónlistarmanna sem tóku virkan þátt í þeirri grósku sem þá var í gangi í norðlensku rokki. Meðlimir Hrafna voru þeir Hans Wium bassaleikari, Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson trommuleikari (Rögnvaldur gáfaði) og Sigurjón Baldvinsson söngvari og gítarleikari.…

Hraðakstur bannaður (2004-08)

Hljómsveitin Hraðakstur bannaður starfaði á árunum 2004 til 2008 og hugsanlega lengur, innan Fjölmenntar – símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar fatlaðra. Fremur litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina aðrar en að söngvarar hennar voru þau Magnús Paul Korntop og Aileen Soffía Svensdóttir en hún lék einnig á hljómborð. Hraðakstur bannaður lék í fjölmörg skipti á tónleikum…

Hrafnar [4] (2009)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit / tríó sem bar nafnið Hrafnar og lék á 15 ára afmælishátíð samnefnds mótorhjólaklúbbs – Hrafnar MC, sumarið 2009. Hér er óskað eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan sem og um starfstíma hennar og annað sem heima ætti í umfjöllun um hana.

Hrafnar [1] (1965-66)

Veturinn 1965-66 var starfandi hljómsveit innan Menntaskólans á Laugarvatni undir nafninu Hrafnar, þar var á ferð hluti hljómsveitarinnar Mono system sem hafði starfað innan skólans veturinn á undan en með mannabreytingunum var ákveðið að skipta um nafn og taka upp Hrafna-nafnið. Meðlimir Hrafna voru þeir Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari, Páll V. Bjarnason orgelleikari, Jón Páll…

Hrafnaspark [1] (2000)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem lék á Gullöldinni sumarið 2000 undir nafninu Hrafnaspark, ekki er um að ræða sveit með sama nafni sem starfaði á Akureyri litlu síðar. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi Hrafnasparks og hljóðfæraskipan, starfstíma hennar og annað sem heima ætti í umfjöllun um sveitina.

Hjalti Þorsteinsson (1665-1754)

Séra Hjalti Þorsteinsson var ekki tónlistarmaður í þeirri merkingu sem lögð er í hugtakið í dag en hann var hæfileikaríkur á ýmsum sviðum lista og tónlist var þeirra á meðal, hann var einn fyrstur Íslendinga til að leggja stund á tónlist og hljóðfæraleik. Hjalti fæddist á Möðrudal á Fjöllum árið 1665, hann var tekinn í…

Afmælisbörn 12. mars 2025

Á þessum degi eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hjördís Elín Lárusdóttir (Dísella) söngkona, Grammy-verðlaunahafi, hljómborðs- og trompetleikari er fjörutíu og átta ára gömul í dag. Hún er ein Þriggja systra, dóttir Lárusar Sveinssonar trompetleikara og hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu, var t.a.m. kjörin söngkona ársins í flokki sígildrar og…

Afmælisbörn 11. mars 2025

Fimm afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Rósa Guðmundsdóttir er fjörutíu og sex ára gömul í dag. Hún kemur upphaflega frá Vestmannaeyjum og er af tónlistarfólki komin en þar lærði hún á píanó, fiðlu og flautu. Hún starfaði m.a. með danshljómsveitinni Dancin‘ mania í Eyjum áður en hún kom upp á…

Afmælisbörn 10. mars 2025

Á þessum annars ágæta degi koma fyrir fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar Fyrst er hér nefnd Hanna Valdís Guðmundsdóttir söngkona en hún var ein af fyrstu barnastjörnunum og enn í dag heyrist reglulega lag hennar um Línu Langsokk, auk annarra. Hún var einnig ein af stúlkunum sem prýddi Sólskinskórinn og söng lagið Sól sól skín…

Afmælisbörn 9. mars 2025

Tvö afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Símon H. Ívarsson gítarleikari og kórstjórnandi er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann er kunnur gítarleikari, nam gítarleik og tónlistarkennarafræði hér heima auk þess að fara í framhaldsnám í Austurríki. Nokkrar plötur hafa komið út með gítarleik hans, sú síðasta 2004. Símon…

Afmælisbörn 8. mars 2025

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru í gagnabanka Glatkistunnar í dag: Karl Hermannsson söngvari úr Keflavík er áttræður á þessum degi og fagnar því stórafmæli en hann fæddist 1945. Fyrsta hljómsveit hans mun líklega hafa verið Skuggar en einnig var hann söngvari um tíma í Hljómum. Söngferil sinn lagði Karl að mestu á hilluna en söng hans…

Afmælisbörn 7. mars 2025

Á þessum degi er eitt afmælisbarn tengt íslenskri tónlist á skrá Glatkistunnar. Það er Björn Ásgeir Guðjónsson trompetleikari sem hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést sumarið 2003. Björn Ásgeir (f. 1929) nam tónlist hér heima og í Danmörku og starfaði sem trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og reyndar í Svíþjóð einnig um tíma,…

Afmælisbörn 6. mars 2025

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi Árni Guðmundsson (Árni úr Eyjum) f. 1913 átti þennan afmælisdag, hann var fyrst og fremst texta- og ljóðaskáld og samdi marga kunna texta við lög Oddgeirs Kristjánssonar. Þar má nefna lögin Góða nótt, Vor við sæinn, Ágústnótt, Blítt og létt og Bjartar vonir vakna. Árni…

Hraun [2] (2003-10)

Hljómsveitin Hraun (einnig stundum ritað Hraun!) starfaði um nokkurra ára skeið en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum sem þá voru að skapa sér nafn einnig á öðrum vettvangi – og e.t.v. galt sveitin að einhverju leyti fyrir það. Hraun gaf út nokkrar plötur sem sýndu tvær hliðar á sveitinni, annars vegar grallaraskapinn og léttleikann sem…

Hraun [2] – Efni á plötum

Hraun – Jólaplatan 2003 Útgefandi: Hraun Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2003 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Hraun – [jólaplata] Útgefandi: Hraun Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2004 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Hraun! – Partýplatan Partý Útgefandi: Hraun Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2005 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: …

Hóp (2013)

Dúett úr Kópavogi sem bar nafnið Hóp var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum sem haldnar voru í tónlistarhúsinu Hörpu vorið 2013. Sveitin var skipuð þeim Sævari Loga Viðarssyni sem söng og lék á gítar og tambúrínu og Ólöfu Kolbrúnu Ragnarsdóttur sem annaðist gítar-, klukknaspils- og hristuleik auk þess að syngja. Hóp komst ekki áfram í úrslit…

Hólókaust 2001 – Efni á plötum

Hólókaust 2001 – „A death odyssey [snælda] Útgefandi: Frozen landscape production Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2000 1. The rain (My tears?) 2. A dream of Armageddon 3. The hellstorm (feed them to the burning fire) 4. Crown of rusty nails 5. A death odyssey Flytjendur: Guðmundur Óli Pálmason (Lord Landi) – trommur, bassi, gítar, slagverk,…

Hólókaust 2001 (2000)

Guðmundur Óli Pálmason trommuleikari (Sólstafir o.fl.) gaf út kassettuna „A death odyssey“ undir aukasjálfinu Hólókaust 2001 árið 2001 og annaðist þar allan hljóðfæraleik sjálfur og söng. Hólókaust 2001 var því fyrst og fremst hljóðversverkefni, að minnsta kosti liggja ekki fyrir upplýsingar um að hann hafi sett saman sveit til að leika opinberlega undir þessu nafni.…

Hópur B (2004)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði árið 2004 og bar nafnið Hópur B, hún starfaði hugsanlega í Kópavogi. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan hljómsveitarinnar, starfstíma og annað sem heima ætti í umfjöllun um hana.

Hópreið lemúranna (2008-10)

Hljómsveitin eða tónlistarhópurinn Hópreið lemúranna var sett saman upphaflega fyrir einn viðburð, dagskrá í minningu Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar (1955-98) haustið 2008 en tíu ár voru þá liðin frá andláti hans og um sama leyti kom út heildarsafn ljóða hans – Óður eilífðar. Dagskráin fór fram í Iðnó og þar flutti Hópreið lemúranna ásamt Kór byltingarinnar…

H2O [1] (1987)

Sumarið 1987 lék jasstríó undir nafninu H2O (ekki H20 eins og víða er ritað í heimildum) í fáein skipti á skemmtistaðnum Abracadabra við Laugaveg. Tríóið var skipað þeim Steingrími Guðmundssyni trommuleikara, Birni Thoroddsen gítarleikara og Richard Korn bassaleikara sem allir eru kunnir tónlistarmenn. H2O virðist ekki hafa verið langlíf hljómsveit.

Hljóðlæti (2003-04)

Hljómsveitin Hljóðlæti (einnig ritað HljóðLæti) af Seltjarnarnesi var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2004 en sveitin hafði þá verið starfandi í ár að minnsta kosti á undan og spilað eitthvað opinberlega. Meðlimir sveitarinnar voru Jón Gunnar Ásbjörnsson gítarleikari, Svavar Þórólfsson gítarleikari, Magnús Ingi Sveinbjörnsson trommuleikari, Guðmundur Gunnlaugsson bassaleikari og Haukur Hólmsteinsson söngvari. Hljóðlæti komust ekki…

Heimska en samt sexý gospelbandið (2010)

Hljómsveit sem bar það einkennilega nafn Heimska en samt sexý gospelbandið var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2010 en hafði þar reyndar ekki erindi sem erfiði, komst ekki áfram í keppninni. Meðlimir sveitarinnar sem var úr Garðabæ, voru þeir Ingi Freyr Guðjónsson söngvari og gítarleikari, Árni Guðjónsson píanóleikari, Arnar Rózenkrans trommuleikari, Arnór Víðisson bassaleikari, Daníel…

H2O [2] (1989)

Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður starfrækti hljómsveit undir nafninu H2O (ekki H20) sumarið og haustið 1989 en um það leyti gaf hann út sólóplötu sem bar titilinn Tryggð og var plötunni að einhverju leyti fylgt eftir með spilamennsku þessarar sveitar með spilamennsku á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu – mest í Firðinum í Hafnarfirði, en einnig lék sveitin…

Halim (2000-01)

Hljómsveitin Halim úr Hafnarfirði vakti nokkra athygli árið 2001 þegar hún hafnaði í öðru sæti Músíktilrauna en söngvari og gítarleikari sveitarinnar, Ragnar Sólberg Rafnsson var jafnframt kjörinn besti söngvari tilraunanna. Aðrir liðsmenn Halim voru þeir Hörður Stefánsson gítarleikari, Sigurður Á. Gunnarsson og Egill Rafnsson trommuleikari bróðir Ragnars en þeir bræður eru synir tónlistarmannsins Rafns Jónssonar…

Afmælisbörn 5. mars 2025

Fjögur afmælisbörn eru skráð að þessu sinni í afmælisdagbók Glatkistunnar Þórunn Björnsdóttir kórstjórnandi og tónmenntakennari fagnar sjötíu og eins árs afmæli í dag en hún er að sjálfsögðu kunnust fyrir störf sín sem stjórnandi Skólakórs Kársnesskóla til margra áratuga. Hún stýrði ennfremur Vallagerðisbræðrum sem var afsprengi kórsins en hefur aukinheldur komið að ýmsum félagsmálum tengt…

Afmælisbörn 4. mars 2025

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn skrásett hjá Glatkistunni. Það er í fyrsta lagi gítarleikarinn og rithöfundurinn Friðrik Erlingsson en hann er sextíu og þriggja ára á þessum degi. Friðrik sem kunnur sem handritshöfundur og rithöfundur í dag var í fjölda misþekktra hljómsveita hér áður fyrr og eru hér nefndar sveitir eins og Sykurmolarnir, Purrkur…

Afmælisbörn 3. mars 2025

Sjö tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari er sextíu og þriggja ára gamall í dag en hann nam söng hér heima, í Þýskalandi og Sviss, og starfaði erlendis þar til hann sneri heim til Íslands. Hér heima hefur hann lítið fengist við söng síðustu árin, starfar sem yfirtollvörður en hefur reyndar…

Afmælisbörn 2. mars 2025

Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Fyrst skal nefna Jón Bjarna Pétursson gítarleikara hljómsveitarinnar Diktu en hann kemur m.a. við sögu í hinu þekkta lagi Thank you, sem ómaði um allt land 2009 og 2010. Jón Bjarni er fjörutíu og þriggja ára á þessum degi. Einnig á bassaleikari hljómsveitanna Hjaltalín og…

Afmælisbörn 1. mars 2025

Í dag eru sjö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður (1944-2022) átti afmæli á þessum degi. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu til styrktar…

Afmælisbörn 28. febrúar 2025

Afmælisbörnin eru átta á þessum degi: Fyrsta skal nefna Maríu Baldursdóttur söngkonu, hárgreiðslumeistara og fyrrum fegurðardrottningu Íslands en hún er sjötíu og átta ára gömul í dag. María (sem er ekkja Rúnars Júlíussonar) hóf söngferil sinn með í Keflavík með Skuggum en söng síðar með Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Bluebirds, Heiðursmönnum, Geimsteini, Áhöfninni á Halastjörnunni og…

Afmælisbörn 27. febrúar 2025

Glatkistan hefur í dag að geyma fjögur afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Helgi Hermannsson gítarleikari og söngvari frá Vestmannaeyjum er sjötíu og sjö ára gamall í dag. Helgi starfaði með ýmsum hljómsveitum í Vestmannaeyjum hér fyrrum og síðar einnig uppi á landi en meðal þeirra má nefna Bobba, Loga, Hljómsveit Gissurar Geirs, Skugga og Víkingasveitina. Þá hefur…

Housebuilders (1997-)

Hljómsveitin Housebuilders er líklega það sem kalla mætti safnplötuband en sveitin hefur sent frá sér fjölda laga svo gott sem eingöngu á safnplötum en á árunum 1997 til 2002 komu á annan tug laga út með sveitinni á slíkum plötum, þar voru bæði frumsamin lög og endurhljóðblandanir á eldri lögum en Housebuilders sem er danstónlistarsveit…