Afmælisbörn 4. janúar 2025

Fimm tónlistarmenn eiga afmæli í dag, þeir eru eftirfarandi: Gunnar Þórðarson gítarleikari og lagahöfundur á stórafmæli í dag en hann er áttræður. Gunnar þarf auðvitað alls ekki að kynna, hann fæddist á Hólmavík, fluttist ungur til Keflavíkur, varð fyrst landsfrægur sem gítarleikari, söngvari og aðal lagahöfundur bítlasveitarinnar Hljóma en síðar komu aðrar sveitir eins og…

Afmælisbörn 3. janúar 2025

Afmælisbörnin eru fimm á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal fyrrum Quarashi-liði á stórafmæli en hann er fimmtugur í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en hefur einnig starfrækt dúettinn Halleluwah, auk annarra verkefna. Hann…

Afmælisbörn 2. janúar 2025

Glatkistan hefur þrjú afmælisbörn á skrá sinni þennan annan dag ársins. Trommuleikarinn Pjetur Sævar Hallgrímsson eða Pjetur í Tónspili er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Pjetur sem starfrækti verslunina Tónspil á Norðfirði til margra ára hefur leikið á trommur með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina en mest þó fyrir austan. Þeirra á meðal…

Hljómsveit Þorsteins Eiríkssonar (um 1960-64 / 1998-2000)

Þorsteinn Eiríksson (oft kallaður Steini Krupa) var kunnur trommuleikari og starfrækti hljómsveitir í eigin nafni. Á sínum yngri árum voru það danshljómsveitir sem hann stjórnaði en síðar léku sveitir hans aðallega djasstónlist. Elstu heimildir um hljómsveit undir nafninu Hljómsveit Þorsteins Eiríkssonar eru frá árinu 1956 en þá lék sveit hans síðla sumars á FÍH dansleik…

Hljómsveit Theo Andersen (1947)

Veturinn 1946-47 kom danskur fiðluleikari, Theo Andersen hingað til lands og kenndi á fiðlu við tónlistarskólann á Akureyri. Hann tók virkan þátt í tónlistarlífi bæjarins og setti m.a. á stofn hljómsveit sem var húshljómsveit á Hótel Norðurlandi og gekk undir nafninu Hljómsveit Theo Andersen eða Theo Andersen‘s orkester. Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um sveitina…

Hljómsveit Trausta Ármannssonar (1959)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem lék á dansleik tengdum héraðsmóti á Kirkjubæjarklaustri sumarið 1959 undir nafninu Hljómsveit Trausta Ármannssonar. Hins vegar hefur hefur enginn gengið undir nafninu Trausti Ármannsson skv. upplýsingum á Íslendingabók svo hér er væntanlega um að ræða einhvers konar misskilning.

Hljómsveit Trausta Thorberg (1964)

Gítarleikarinn Trausti Thorberg starfrækti um nokkurra mánaða skeið hljómsveit í eigin nafni sem lék á skemmtistaðnum Röðli frá vorinu 1964 og fram á haust. Sigurdór Sigurdórsson var söngvari hljómsveitarinnar frá upphafi en einnig söng Marta Phillips um tíma með henni fyrst um sinn, Helga Sigþórsdóttir kom svo um mitt sumar og söng með sveitinni ásamt…

Hljómsveit Vilhelms Guðmundssonar (1963-2003)

Hljómsveitir voru starfandi í marga áratugi undir stjórn harmonikkuleikarans Vilhelms Guðmundssonar (Villa á Karlsá) og voru þær ýmis kallaðar Hljómsveit Villa á Karlsá, Hljómsveit Vilhelms Guðmundssonar eða Villi á Karlsá og félagar. Vilhelm Jónatan Guðmundsson hafði leikið á dansleikjum á heimaslóðum í Svarfaðardalnum um árabil ýmis einn eða með danshljómsveitum og árið 1963 virðist hann…

Hljómsveit Þorleifs Finnssonar (1991-2016)

Harmonikkuleikarinn Þorleifur Finnsson starfrækti hljómsveitir í eigin nafni allt frá árinu 1991 og til 2016, sveitirnar voru yfirleitt starfandi í tengslum við félagsstarf Félags harmonikuunnenda í Reykjavík. Svo virðist sem fyrsta sveit Þorleifs hafi starfað árið 1991 en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þá sveit með honum. Þremur árum síðar lék hljómsveit Þorleifs í skemmtidagskrá…

Hljómsveit Þorleifs Gíslasonar (1984 / 2006)

Þorleifur Gíslason saxófónleikari var tvívegis með hljómsveitir í eigin nafni en þær voru báðar starfræktar í tengslum við tónlistarsýningar með áherslu á frumrokkið, slíkar tónlistardagskrár nutu um þær mundir mikilla vinsælda. Fyrri sveit Þorleifs starfaði árið 1984 og lék í tónlistarskemmtun í upphafi árs sem gekk undir yfirskriftinni Rock-festival en þar var gamla rokkið í…

Hljómsveit Þorkels Jóhannessonar (1953-54)

Hljómsveit Þorkels Jóhannessonar lék um nokkurra mánaða skeið frá upphafi árs 1954 og fram á haust á dansleikjum í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði en sveitin gerði líklega út þaðan, sennilegt hlýtur að teljast að sveitin hafi þegar verið stofnuð á árinu 1953. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, Erla Bára Andrésdóttir söng stungum…

Heybrók (2010-11)

Hljómsveit sem bar nafnið Heybrók er ein af fjölmörgum sveitum sem Hlynur Þorsteinsson læknir hefur starfrækt á tuttugustu og fyrstu öldinni en sveitin gaf út tvær breiðskífur árið 2010 og 2011 með frumsömdum lögum og textum eftir hann. Heybrók hefur líkast til aldrei komið fram opinberlega heldur eingöngu starfað í hljóðveri, og er að öllum…

Heybrók – Efni á plötum

Heybrók – Hey í harðindum Útgefandi: Hlynur Þorsteinsson Útgáfunúmer: HÞ 026 CD Ár: 2010 1. Berbakt 2. Bergmál 3. Hamingja 4. Hún fór burt 5. Í þokunni 6. Minn heimur 7. Orf og ljár 8. Ósköp frjálst 9. Sagan af Blesa 10. Snati 11. Snýst um þig 12. Traktor Flytjendur: Gunnar Einar Steingrímsson – trommur Hlynur Þorsteinsson – söngur og…

Hljóð (2009-10)

Hljóð var hljómsveit eða tónlistarverkefni Hlyns Þorsteinssonar en hann gaf út tvær plötur undir þessu nafni, um var að ræða eigin lög hans og textar. Plöturnar tvær báru titlana Ljóð (2009) og Svefn skynseminnar (2010) og naut Hlynur aðstoðar nokkurra tónlistarmanna á þeim. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit. Efni á plötum

Hljóð – Efni á plötum

Hljóð – Ljóð Útgefandi: Hlynur Þorsteinsson Útgáfunúmer: HÞ 022 CD Ár: 2009 1. Þannig 2. Augnlok 3. Heiðskýrt 4. Ég þekki þig 5. Fuglinn 6. Gráan sat hún hest 7. Tilvistarkvíði 8. Þegar bremsurnar bila 9. Bryggjan og tíminn 10. Slý 11. Stjarnan og stofninn 12. Bláber Flytjendur: Gunnar Einar Steingrímsson – trommur Doc Worse – bassi Emak Lynak Spirak…

Afmælisbörn 1. janúar 2025

Þá er nýtt ár gengið í garð og Glatkistan hefur fjögur tónlistartengd afmælisbörn á takteinum á þessum fyrsta degi ársins: Felix Bergsson söngvari, leikari og fjölmiðlamaður á fimmtíu og átta ára afmæli á þessum degi. Felix vakti fyrst athygli í uppfærslu Verzlunarskóla Íslands á söngleiknum Rocky horror, varð síðar söngvari Greifanna sem sigraði Músíktilraunir vorið…

Afmælisbörn 31. desember 2024

Eitt afmælisbarn kemur við sögu á þessum síðasta degi ársins: Gísli Þór Gunnarsson trúbador (G.G. Gunn) er sextíu og sex ára gamall í dag, Gísli er ef til vill ekki meðal þekktustu tónlistarmanna Íslands en eftir hann liggur þó fjöldi útgáfa í formi kassettna. Gísli starfaði um tíma sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi en hefur líklega…

Afmælisbörn 30. desember 2024

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á plötum hinna ýmsu listamanna. Hann hefur…

Afmælisbörn 29. desember 2024

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru fjögur talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er fertug í dag og fagnar því stórafmæli. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún kom einnig lítillega við sögu Eurovision undankeppninnar hér heima nýlega, hún býr nú og starfar…

Afmælisbörn 28. desember 2024

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um fjölda tónlistartengdra afmælisbarna á þessum degi: Ingvi Steinn Sigtryggsson tónlistarmaður frá Keflavík er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann gaf út litla plötu 1973 sem hafði að geyma Flakkarasönginn, sem naut nokkurra vinsælda. Ingvi Steinn lék með ýmsum hljómsveitum á áttunda áratugnum, og má hér nefna…

Afmælisbörn 27. desember 2024

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Óperusöngvarinn Már Magnússon hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést 2018. Már fæddist 1943, nam söng hér á landi hjá Sigurði Demetz, Maríu Markan og Einari Kristjánssyni áður en hann fór til söngnáms í Austurríki þar sem hann bjó og starfaði til ársins 1977. Þá…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2024

Við áramót er við hæfi að líta um öxl og minnast þeirra sem látist hafa á líðandi ári, og líkt og undanfarin áramót vill Glatkistan heiðra minningu tónlistarfólks sem létust á árinu 2024. Á listanum hér að neðan eru nöfn slíkra 21 tónlistarmanna og -kvenna sem komu að tónlist með einum eða öðrum hætti. Arthur…

Afmælisbörn 26. desember 2024

Á þessum öðrum degi jóla er að finna þrjú afmælisbörn tengd íslenskri tónlist: Trausti Júlíusson blaðamaður, plötugrúskari og tónlistargagnrýnandi er sextíu og eins árs gamall í dag. Trausti hefur fjallað um tónlist frá ýmsum hliðum og setið í ýmsum ráðum og nefndum tengdum íslenskri tónlist s.s. tónlistarsjóði Kraums. Trausti hefur ennfremur leikið með hljómsveitum eins…

Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (1963-86 / 1993)

Þorsteinn Guðmundsson á Selfossi, iðulega kallaður Steini spil hafði verið í Hljómsveit Óskars Guðmundssonar í um áratug árið 1963 þegar hann ákvað að söðla um og stofna sína eigin sveit. Litlar sem engar upplýsingar er að finna um þessa fyrstu útgáfu sveitarinnar aðrar en að um tríó var að ræða og var Bragi Árnason hugsanlega…

Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar – Efni á plötum

Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG-543 Ár: 1970 1. Ekkert jafnast á við dans 2. Bréfið hennar Stínu 3. Snjómokstur 4. Vakna Dísa Flytjendur: Þorsteinn Guðmundsson – söngur, raddir, harmonikka, tenór saxófónn og kordóvox Haukur Ingibergsson – söngur, raddir, gítarar og bassi Kristinn Alexandersson – trommur og raddir Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar [ep] Útgefandi:…

Hljómsveit Sveinbjörns Dýrmundssonar (1992-93)

Hljómsveit Sveinbjörns Dýrmundssonar var starfandi á Hólmavík veturinn 1992 til 93 að minnsta kosti, hugsanlega lengur en heimildir um þessa sveit eru af skornum skammti. Sveinbjörn var sjálfur bassaleikari sveitarinnar og einnig var gítarleikarinn Eyþór Rafn Gissurarson í henni en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hennar.

Hljómsveit Sveins Ingasonar (1968)

Hljómsveit Sveins Ingasonar á Sauðárkróki starfaði í nokkra mánuði að minnsta kosti, árið 1968 en Sveinn var þá um tvítugt. Sjálfur lék Sveinn Ingason á gítar í sveitinni (gæti einnig hafa leikið á trompet) en aðrir meðlimir sveitar hans voru Bjarni Jónsson [?], Kristján Þór Hansen trommuleikari, Valgeir Steinn Kárason [?] og gamli reynsluboltinn Haukur…

Hljómsveit Sveins Ólafssonar (1944 / 1954-59)

Sveinn Ólafsson fiðlu- og saxófónleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í kringum miðja síðustu öld en þær voru allar skammlífar og hugsaðar sem skammtímaverkefni. Fyrsta Hljómsveit Sveins Ólafssonar var reyndar starfandi á Akureyri sumarið 1944 á Hótel Norðurlandi, meðlimir þeirrar sveitar voru Jóhannes Þorsteinsson (Jonni í Hamborg) píanóleikari, Karl Karlsson trommuleikari, Guðmundur Finnbjörnsson saxófón- og fiðluleikari, Magnús…

Hljómsveit Sveins Sigurjónssonar (2004-18)

Harmonikkuleikarinn Sveinn Sigurjónsson starfrækti harmonikkuhljómsveit í eigin nafni frá því snemma á þessari öld og allt til 2018. Fyrst eru heimildir um sveit hans frá árinu 2004 en sú lék á dansleik í Glæsibæ á vegum Félags harmonikuunnenda í Reykjavík, og næstu árin á eftir lék sveitin töluvert á höfuðborgarsvæðinu s.s. í Breiðfirðingabúð og Glæsibæ…

Hljómsveit Sverris Garðarssonar (um 1947-55 / 1961-62)

Sverrir Garðarsson var fyrst og fremst kunnur fyrir aðkomu sína að félags- og réttindamálum tónlistarmanna, m.a. sem formaður FÍH en hann var einnig lengi starfandi tónlistarmaður og starfrækti hljómsveitir í eigin nafni einkum áður en félagsstörfin tóku yfir. Fyrsta hljómsveit Sverris var í raun skólahljómsveit í gagnfræðideild Austurbæjarskólans þar sem hann var við nám en…

Hljómsveit Tage Möller (1938-40 / 1944-50)

Píanóleikarinn Tage Möller starfrækti tvívegis hljómsveitir í eigin nafni, annars vegar við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari en hins vegar við lok styrjaldarinnar og eftir hana. Hljómsveit Tage Möller hin fyrri var líklega nær einvörðungu tengd alþýðuflokknum og verkalýðshreyfingunni en sveitin lék bæði á skemmtunum og dansleikjum tengt 1. maí hátíðarhöldum en einnig á uppákomum alþýðuflokksfélags Reykjavíkur…

Harry Herlufsen (1913-2006)

Danski tónlistarmaðurinn Harry Herlufsen bjó hér á landi og starfaði um nokkurt skeið um miðja síðustu öld og setti heilmikinn svip á ísfirskt tónlistarlíf. Harry Otto August Herlufsen (f. 1913) var fæddur og uppalinn í Danmörku en kom hingað til lands líklega árið 1933, bjó fyrst í Hafnarfirði en fluttist síðan vestur á Ísafjörð að…

Hljómsveit Gunnars Hallgrímssonar (1944-45)

Gunnar Hallgrímsson Sandholt rafvirki á Ísafirði starfrækti sjö manna hljómsveit í sínu nafni um eins árs skeið að minnsta kosti 1944 til 45 en sveit hans kom í nokkur skipti fram opinberlega, lék þá í tengslum við leiksýningar Leikfélags Ísafjarðar en einnig undir söng Sunnukórsins á tónleikum kórsins og á almennum skemmtunum. Gunnar sem einnig…

Hljómsveit alþýðunnar (um 1975-78)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit eða tónlistarhóp sem starfaði innan alþýðubandalagsins á Akureyri á áttunda áratug síðustu aldar undir heitinu Hljómsveit alþýðunnar. Hópurinn hafði komið fram á árshátíð alþýðubandalagsins fyrir eða um miðjan áttunda áratuginn og verið mjög fjölmennur, flutt tónlistaratriði þar væntanlega með söng og hljóðfæraleik. Til stóð að sveitin kæmi fram aftur…

Afmælisbörn 25. desember 2024

Eitt afmælisjólabarn er á skrá Glatkistunnar: Óskar Pétursson fagnar sjötíu og eins árs afmæli á þessum ágæta jóladegi. Óskar er eins og flestir vita einn Álftagerðisbræðra sem hafa sent frá sér ógrynni platna í gegnum tíðina en einnig hefur hann sungið með sönghópnum Galgopum. Sjálfur á Óskar að baki nokkrar sólóplötur sem og dúettaplötur með…

Afmælisbörn 24. desember 2024

Aðfangadagur jóla hefur að geyma fimm tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann R. Kristjánsson tónlistarmaður frá Egilsstöðum er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Jóhann er ekki þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar en plata hans, Er eitthvað að? frá árinu 1982 hefur öðlast költ-sess meðal poppfræðinga og plötusafnara. Á sínum tíma galt platan afhroð gagnrýnenda en hefur nú fengið…

Afmælisbörn 23. desember 2024

Þrír tónlistarmenn eru skráðir afmælisbörn hjá Glatkistunni í dag, Þorláksmessu: Árni Blandon (Einarsson) tónlistarmaður, leikari, húsasmiður, sálfræðingur og bókmenntafræðingur er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Árni ásamt Kristínu Lilliendahl gaf út plötu árið 1975 undir nafninu Söngfuglarnir, sem naut feikilegra vinsælda, einkum lagið Ég skal mála allan heiminn, en áður hafði hann leikið…

Afmælisbörn 22. desember 2024

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steini spil (Þorsteinn Pálmi Guðmundsson) tónlistarmaður og kennari á Selfossi hefði átt þennan afmælisdag en hann fæddist 1933. Segja má að hann hafi verið konungur sveitaballanna á Suðurlandi um tíma þegar hljómsveitir hans fóru mikinn á þeim markaði en hann gaf einnig út plötur ásamt hljómsveit…

Afmælisbörn 21. desember 2024

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru fimm talsins í dag: Pétur Grétarsson slagverksleikari er sextíu og sex ára gamall í dag, hann hefur mest tengst djassgeiranum en hefur þó leikið með ýmsum öðrum sveitum. Þar má til dæmis nefna Stórsveit Reykjavíkur, Tarzan, Síðan skein sól, Arnald og kameldýrin, Karnival, Havanabandið og Smartband. Pétur hefur mikið starfað við…

Afmælisbörn 20. desember 2024

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Hafnfirðingurinn Stefán Hjörleifsson gítarleikari Nýdanskrar á stórafmæli í dag en hann er sextugur. Stefán hóf sinn tónlistarferil í heimabænum og var í hljómsveitinni Herramönnum ungur að árum. Á menntaskólaárum sínum gaf hann út plötuna Morgundagurinn sem hafði að geyma lög úr stuttmynd en síðan hefur hann…

Afmælisbörn 19. desember 2024

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er sextíu og tveggja ára á þessum degi. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari…

Hot ice [1] (1978)

Hot ice var tríó eða samstarfsverkefni sem Björgvin Halldórsson vann að ásamt Shady Owens og Magnúsi Þóri Sigmundssyni og var liður í að koma Björgvini á framfæri utan Íslands. Gerður var samningur við þýska útgáfufyrirtækið Ariola um útgáfu tveggja laga smáskífu í Bretlandi en á henni var að finna lögin Casanova Jones og Disco energy,…

Hot damn! (2004-05)

Dúettinn Hot! damn starfaði um tveggja ára skeið laust eftir síðustu aldamót og sendi frá sér eina skífu þar sem lagið Hot damn, that woman is a man sló í gegn og naut töluverðra vinsælda. Hot damn! kom fyrst fram á sjónarsviðið vorið 2004 en dúettinn var skipaður gítarleikaranum Smára Tarfi Jósepssyni sem þá hafði…

Hot damn! – Efni á plötum

Hot Damn! – The big’n’ Nasty Groove’o Mutha Útgefandi: RufRat Records Útgáfunúmer: RRR001 Ár: 2005 1. Hot damn, that woman is a man 2. Butt bumpin’ boogie 3. Tag along (ásamt Bubba) 4. I got you 5. Mustache Sally 6. Who needs a drummer? 7. Rokk piss 8. Almost over 9. Together as one Flytjendur:…

Hot ice – Efni á plötum

Hot Ice – Casanova Jones / Disco energy [ep] #MYND# Útgefandi: Ariola Útgáfunúmer: ARO 123 Ár: 1978 1. Casanova Jones 2. Disco energy Flytjendur: Björgvin Halldórsson – söngur Shady Owens – söngur Magnús Þór Sigmundsson – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]                          …

Hljómsveit Stefáns Pedersen (1958-59)

Stefán Pedersen harmonikkuleikari, sem reyndar var þekktari sem ljósmyndari á Sauðárkróki starfrækti veturinn 1958-59 hljómsveit í eigin nafni en líklega starfaði sú sveit eitthvað lengur. Hljómsveit Stefáns Pedersen lék m.a. á dansleik snemma árs 1959 en engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, hvorki meðlima- né hljóðfæraskipan hennar, og er því hér með…

Hljómsveit Stefáns Péturssonar (1984-86)

Upplýsingar óskast um Hljómsveit Stefáns Péturssonar sem virðist hafa starfað á árunum 1984 til 86. Á þeim árum lék sveit með því nafni í nokkur skipti, m.a. á árshátíð sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og við vígslu félagsheimilis austur í Vestur-Skaftafellssýslu. Hvergi er að finna nein frekari deili á þessari hljómsveit, s.s. meðlima- eða hljóðfæraskipan hennar og…

Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar (1949-60)

Tónlistarmaðurinn Stefán Þorleifsson starfrækti hljómsveitir um árabil um og eftir miðja síðustu öld en sú sem lengst starfaði lék nokkuð samfleytt á árinum 1949 til 1960. Sveit Stefáns var allþekkt en lék aldrei inn á hljómplötur meðan hún starfaði. Stefán hafði árið 1947 starfrækt hljómsveit sem gekk undir nafninu Swingtríó Stefáns Þorleifssonar og er fjallað…

Hljómsveit Steindórs (1998)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um harmonikkusveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit Steindórs en sú sveit var meðal skemmtiatriða á Degi harmonikunnar á Hótel Borg í mars 1998. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, gert er ráð fyrir að Steindór þessi hafi verið harmonikkuleikari en ekkert annað liggur fyrir um hann eða hljómsveit…

Hljómsveit Steingríms Guðmundssonar (1970)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Steingríms Guðmundssonar en hún lék á Skiphóli í Hafnafirði árið 1970 og var hugsanlega gömludansasveit. Ekkert annað er að finna um þessa hljómsveit, hvorki um meðlimi hennar né hljóðskipan.