Afmælisbörn 16. september 2024

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Sjálfur orkuboltinn Ómar Ragnarsson á afmæli en hann er áttatíu og fjögurra ára gamall í dag. Fáir hafa komið jafn víða við í lífinu og Ómar en hann hefur fengist við fréttamennsku, þáttagerð, rallakstur, flugmennsku, skemmtanahald og tónlist auk þess að vera einn þekktasti náttúruverndarsinni okkar…

Afmælisbörn 15. september 2024

Tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar í dag: Tónlistarmaðurinn Sigfús E. Arnþórsson er sextíu og sjö ára gamall í dag. Sigfús lék með fjölda hljómsveita á árum áður, einkum norðanlands en það voru sveitir eins og Skýborg, Anus, Klassík, Namm, Tíglar, Árný trúlofast, Flugfrakt, Skarr og Mörðuvallamunkarnir en einnig hefur hann gefið út…

Afmælisbörn 14. september 2024

Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Anna Vilhjálms söngkona með meiru á sjötíu og níu ára afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en…

Afmælisbörn 13. september 2024

Sex afmælisbörn koma við sögu íslenskrar tónlistar í dag á lista Glatkistunnar: Andrea Gylfadóttir söngkona er sextíu og tveggja ára gömul á þessum degi. Andrea hafði lagt stund á söng og sellóleik þegar hún gekk til liðs við hljómsveitina Grafík og tók þar við af Helga Björnssyni. Þar sló hún í gegn og í kjölfarið…

Afmælisbörn 12. september 2024

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorbjörn Sigurðsson hljómborðs-, gítarleikari og söngvari er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum dagi. Fáir hafa spilað með jafn mörgum hljómsveitum og Þorbjörn en meðal þeirra sem hafa notið þjónustu hans eru Byltan, Írafár, Tristian, Dr. Spock, Ensími, Jeff who?, Motion boys og Mugison bandið.…

Hljómsveit Jónatans Ólafssonar (1947-66)

Fjölmargar hljómsveitir störfuðu undir stjórn píanóleikarans og lagahöfundarins Jónatans Ólafssonar en heimildum ber ekki saman um starfstíma hljómsveita hans, þannig er hann ýmist hafa starfrækt hljómsveitir frá árinu 1947 eða 1950 og allt til 1959 eða 1966. Jafnframt er talað um hljómsveit í hans nafni sem starfaði á Hótel Birninum í Hafnarfirði á árunum 1941-45…

Hljómsveit Jóns Jónssonar [1] (1947)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Hljómsveit Jóns Jónssonar en þessi sveit lék ásamt fleiri sveitum á dansleik í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll vorið 1947. Svo virðist sem um skammlífa sveit hafi verið að ræða. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem ætti heima í umfjölluninni.

Hljómsveit Jóns Jónssonar [2] (1977)

Haustið 1977 lék Hljómsveit Jóns Jónssonar fyrir dansi á Skiphóli í Hafnarfirði. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, hvorki meðlimi hennar né hljóðfæraskipan en hún mun hafa leikið gömlu dansana. Allar nánari upplýsingar um Jón Jónsson og félaga má senda Glatkistunni.

Hljómsveit Jóhannesar Ásbjörnssonar (1979)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Jóhannesar Ásbjörnssonar sem ku hafa gert út frá Akureyri árið 1979. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit en Jóhannes Ásbjörnsson mun vera harmonikkuleikari sem gæti þó hafa leikið á hljómborð í þessari hljómsveit sinni. Hér er óskað eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan…

Hljómsveit Jóhannesar Jóhannessonar (1933)

Hljómsveit Jóhannesar Jóhannessonar lék fyrir dansi á árshátíð verkakvennafélagsins Framtíðar í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði haustið 1933. Ekki finnast neinar frekari upplýsingar um þessa hljómsveit en svo virðist sem um sé að ræða harmonikkuleikarann Jóhannes Gunnar Jóhannesson og að hann hafi um þetta leyti starfrækt hljómsveit í sínu nafni. Óskar er eftir frekari upplýsingum um þessa…

Hljómsveit Jóhannesar Péturssonar (1957-75)

Harmonikkuleikarinn Jóhannes Pétursson (Jói P.) starfrækti hljómsveitir í eigin nafni þó ekki væri um samfellt samstarf að ræða í þeim efnum, þessar sveitir gengu stundum undir nöfnunum Hljómsveit Jóhannesar Péturssonar eða Jóhannes Pétursson og félagar, eða voru jafnvel nafnlausar eins og t.a.m. þegar hann var í samstarfi við Skapta Ólafsson trommuleikara (og söngvara) einan eða…

Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar (1956-57 / 1965-69)

Jóhannes Eggertsson selló- og slagverksleikari starfrækti að minnsta kosti tvívegis danshljómsveitir sem sérhæfðu sig einkum í gömlu dönsunum, í þeim sveitum lék hann á trommur. Fyrri hljómsveit Jóhannesar sem hér er vísað til starfaði á árunum 1956 og 57 í Vetrargarðinum í Tívolíinu í Vatnsmýrinni (og gæti jafnvel hafa starfað þar lengur) en litlar og…

Hljómsveit Jóhannesar Þorsteinssonar (1944-45)

Hljómsveit Jóhannesar Þorsteinssonar (Jonna í Hamborg) starfaði yfir sumartímann á Hótel Norðurlandi á Akureyri um miðjan fimmta áratug síðustu aldar en sveitin hafði í raun tekið við af hljómsveit Sveins Ólafssonar sem lék á sama stað, öruggar heimildir eru fyrir því að sveitin hafi leikið sumrin 1944 og 45 á hótelinu en hún gæti einnig…

Hugsjón [3] (1989-92)

Hljómsveitin Hugsjón var unglingahljómsveit sem starfaði í Keflavík í kringum 1990 en sveitin starfaði í nokkur ár, þó með hléum. Hugsjón mun hafa verið stofnuð árið 1989 af þeim Einari Jónssyni gítarleikara og Jóni Ó Erlendssyni trommuleikara en fleiri gengu svo til liðs við sveitina í kjölfarið, mest voru sex meðlimir í Hugsjón en árið…

Hljómsveit Jónasar Dagbjartssonar (1956-58 / 1969)

Trompet- og fiðluleikarinn Jónas Dagbjartsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni líklega um tveggja ára skeið en sveitin var húshljómsveit á Hótel Borg. Hljómsveit Jónasar Dagbjartssonar var stofnuð að öllum líkindum á fyrri hluta árs 1956 og voru meðlimir sveitarinnar auk hljómsveitarstjórans þeir Þorsteinn Eiríksson trommuleikari, Hafliði Jónsson píanóleikari og Ólafur Pétursson saxófónleikari, Grettir Björnsson harmonikkuleikari…

Hljómsveit Jónasar Margeirs Ingólfssonar (2004)

Hljómsveit Jónasar Margeirs Ingólfssonar starfaði vorið 2004 en sveitin lék þá í æskulýðsmessu í Dómkirkjunni. Um svipað leyti hafði Zakarías Gunnarsson komið fram með Jónasi í samstarfi æskulýðsstarfs Dómkirkjunnar og Neskirkju en ekki liggur fyrir hvort hann var meðlimur þessarar hljómsveitar. Frekari upplýsingar óskast um þessa hljómsveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, hversu lengi hún starfaði…

Hljómsveit Jóns Aðalsteinssonar (1994)

Jón Aðalsteinsson læknir á Húsavík stjórnaði tónlistarflutningi í uppfærslu Leikfélags Húsavíkur á leikritinu Gamla Heidelberg (Alt Heidelberg) vorið 1994 og setti saman sex manna hljómsveit í eigin nafni í því skyni, Sveitina skipuðu þeir Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari, Hallgrímur Sigurðsson bassaleikari, Jón Ármann Árnason básúnuleikari, Barcley Anderson klarinettuleikari, Óli Halldórsson gítarleikari og Jón Aðalsteinsson sem sjálfur…

Hljómsveit Jóns Arngrímssonar (1978-2014)

Tónlistarmaðurinn Jón Ingi Arngrímsson hefur í nokkur skipti sett saman hljómsveitir til að leika við hin og þessi tækifæri s.s. á austanverðu landinu og hafa þær gengið undir nafninu Hljómsveit Jón Arngrímssonar (í einu tilfelli Tríó Jóns Arngrímssonar), svo virðist sem þessar sveitir hafi starfað eftir hentisemi hverju sinni og langt frá því samfleytt. Fyrsta…

Hljómsveit Jóns Árnasonar (um 1950-60)

Jón Árnason á Syðri-Á í Ólafsfirði var kunnur harmonikkuleikari, laga- og textasmiður sem fór víða um og lék á dansleikjum á árum áður. Hann mun jafnframt hafa starfrækt hljómsveit í eigin nafni um árabil en ekki liggja fyrir upplýsingar um hvenær það var eða yfir hversu langt tímabil það náði, engar upplýsingar að finna um…

Hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall Jónssonar (um 1985)

Bílddælingurinn Jón Ástvaldur Hall Jónsson starfrækti á níunda áratugnum ballhljómsveit í sínu nafni, sem sérhæfði sig nokkuð í að leika gömul íslensk lög en slíkt var ekkert endilega í tísku á þeim  tíma. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær þessi hljómsveit starfaði á Bíldudal en auk Jóns Ástvalds sem lék á hljómborð og gítar í sveitinni,…

Hljómsveit Jóns Gíslasonar (2012)

Hljómsveit Jóns Gíslasonar starfaði um skeið innan Félags harmonikuunnenda í Skagafirði. Ekki liggur fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði en sumarið 2012 voru meðlimir hennar Jón Gíslason hljómsveitarstjóri og harmonikkuleikari, Guðmundur Ragnarsson bassaleikari, Stefán Gíslason harmonikku- og píanóleikari og Kristján Þór Hansen trommuleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit.

Hljómsveit Jóns Hilmarssonar (2019)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Jóns Hilmarssonar en sveitin lék á hinu svokallaða Hofstaðaballi sem var hluti af Vopnaskakshátíðinni á Vopnafirði sumarið 2019. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar aðrar en að hún var kennd við Jón Hilmarsson en gestasöngvararnir Einar Ágúst Víðisson og Hreimur Örn Heimisson komu fram með…

Hljómsveit Jóns Hrólfssonar (1963-84)

Harmonikkuleikarinn Jón Hrólfsson starfrækti hljómsveitir á Raufarhöfn í nokkur skipti og voru þær líklega flestar ef ekki allar það sem flokkast undir harmonikkuhljómsveitir. Jón hafði ungur byrjað að leika fyrir dansi bæði einn og með fleirum en fyrsta hljómsveit hans í eigin nafni starfaði á árunum 1963 til 67 á Raufarhöfn en á þeim tíma…

Hljómsveit Jóns Illugasonar (1971-72)

Hljómsveit Jóns Illugasonar starfaði veturinn 1971 til 72 í Mývatnssveit og lék mestmegnis fyrir dansi á heimaslóðum þar sem félagsheimilið Skjólbrekka var þeirra aðalvígi, þeir fóru þó einnig út fyrir sitt svæði og léku t.a.m. á Laugum í Reykjadal. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1971 af Jóni Illugasyni en hann hafði nokkrum árum áður starfrækt hljómsveitina…

Hljómsveit Jóns Inga Júlíussonar (um 1995-2006)

Harmonikkuleikarinn Jón Ingi Júlíusson hafði verið virkur í starfsemi Félags harmonikuunnenda í Reykjavík (FHUR) um árabil, verið formaður félagsins um tíma og leikið í hljómsveit þess þegar hann hóf að starfrækja hljómsveit í eigin nafni um miðjan tíunda áratuginn. Ekki liggur fyrir hversu lengi hann starfrækti hljómsveit sína eða hvort hún starfaði samfleytt eða með…

Afmælisbörn 11. september 2024

Glatkistan hefur að geyma þrjú tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi. Snorri Barón Jónsson er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Snorri Barón hefur leikið á gítar í nokkrum sveitum og má til dæmis nefna Moonboots, Hetjur og Trúboðana en hann var jafnframt einn þeirra sem kom að útgáfu tímaritsins Undirtóna á sínum tím.…

Afmælisbörn 10. september 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú á þessum degi: Gerður (Guðmundsdóttir) Bjarklind á áttatíu og tveggja ára afmæli í dag. Gerður kom til starfa hjá Ríkisútvarpinu haustið 1961, starfaði fyrst á auglýsingadeildinni eða til ársins 1974 en einnig sem útvarpsþulur og dagskrárgerðarkona, hún stýrði til að mynda þáttunum Lögum unga fólksins og Óskastundinni, en hún kom einnig…

Desperate love – ný smáskífa frá The Sweet Parade

Hljómsveitin The Sweet Parade hefur sent frá sér smáskífuna Desperate love en skífan er sú ellefta í röðinni frá því sveitin var stofnuð síðla árs 2020, sú síðasta á undan kom út í júlí sl. og bar nafnið Luck. The Sweet Parade en eins manns sveit Snorra Gunnarssonar en hann hefur komið víða við í…

Afmælisbörn 9. september 2024

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Eyþór Gunnarsson hljómborðs- og ásláttarleikari fagnar sextíu og þriggja ára afmæli í dag. Eyþór byrjaði feril sinn með Ljósunum í bænum, Tívolí og Mezzoforte en hefur síðan leikið með ýmsum þekktum og óþekktum böndum, þar á meðal eru Stuðmenn, KK band, Mannakorn og Ófétin en Eyþór…

Afmælisbörn 8. september 2024

Sjö afmælisbörn eru í Glatkistu dagsins: Fyrstan skal telja Gunnlaug Briem sem fagnar sextíu og tveggja ára afmæli í dag, hann var lengi þekktastur fyrir trommuframlag sitt í hljómsveitinni Mezzoforte en hann hefur einnig verið í sveitum eins og Ljósunum í bænum, Park project, Dúndrinu, Model, Ófétunum og Mannakornum. Gunnlaugur hefur auk þess gefið út…

Afmælisbörn 7. september 2024

Að þessu sinni eru afmælisbörnin sjö talsins: Heiðar Örn Kristjánsson á stórafmæli í dag en hann er fimmtugur. Eins og flestir muna er hann einn af Pollapönks genginu sem fór í Eurovision keppnina 2014 en hann var líka í Botnleðju sem sigraði Músíktilraunir 1995, gáfu út plötur og herjuðu á Bretlandaseyjar um tíma undir nafninu…

Afmælisbörn 6. september 2024

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sverrir Ólafsson (Sverrir Stormsker) fagnar sextíu og eins árs afmæli í dag. Sverrir hefur í gegnum tíðina gefið út um tuttugu plötur og ljóðabækur en frægðarsól hans reis hvað hæst fyrir 1990, þá átti hann hvern stórsmellinn á fætur öðrum s.s. Horfðu á björtu hliðarnar, Þórður, Við…

Afmælisbörn 5. september 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Tónlistar- og myndlistamaðurinn Júníus Meyvant (Unnar Gísli Sigurmundsson) frá Vestmannaeyjum er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag. Síðan hann sendi frá sér lagið Color decay árið 2014 hefur hann gefið út nokkur lög á breið- og smáskífum sem notið hafa vinsælda en hann starfaði einnig áður með hljómsveitinni…

Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar (1975 / 1983-2018)

Hljómsveitir í nafni Gunnars Þórðarsonar skipta líklega tugum, sú fyrsta var líkast til sett saman árið 1975 en frá árinu 1983 stjórnaði hann fjöldanum öllum af hljómsveitum sem léku í tónlistarsýningum á Broadway, Hótel Íslandi og miklu víðar. Upplýsingar um þessar sveitir eru mis aðgengilegar enda sáu þær mestmegnis um vandaðan undirleik á framangreindum sýningum…

Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar – Efni á plötum

Bítlaárin ‘60 – ’70: ’68 kynslóðin skemmtir sér – ýmsir Útgefandi: Aðalstöðin, Ólafur Laufdal Útgáfunúmer: Aðalstöðin Ólafur Laufdal 001 Ár: 1996 1. Ari Jónsson, Pálmi Gunnarsson, Bjarni Arason og Björgvin Halldórsson – Áratugur æskunnar; Long and winding road / All my loving / Black is black / Reach out I’ll be there / You’ve lost that loving feeling…

Hljómsveit José Riba (1951-52 / 1955-64)

Spánverjinn José Riba (Ólafur Jósef Pétursson) starfrækti hljómsveitir á sjötta áratugnum en hann fluttist búferlum til Íslands árið 1950 eftir að hafa komið hér fyrst á fjórða áratugnum og gifst þá íslenskri konu. José Riba bjó og starfaði á Akureyri fyrstu tvö árin (1950-52) og starfrækti þá hljómsveit sem lék reglulega á Hótel KEA, engar…

Hljómsveit Jóa Ásmunds (1999)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit Jóa Ásmunds kom fram á einum tónleikum haustið 1999 og var hún líkast til sett saman fyrir þá einu uppákomu en um var að ræða einhvers konar funk/fusion sveit. Meðlimir sveitarinnar voru allt þekktir tónlistarmenn, hljómsveitarstjórinn Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Jóel Pálsson saxófónleikari, Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari.

Hljómsveit Jóhannesar (1937)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómsveit Jóhannesar sem lék fyrir dansi að Álafossi vorið 1937. Engar frekari heimildir er að finna um þessa sveit eða hvað Jóhannes er hér að ræða en hér er helst giskað á harmonikkuleikarann Jóhannes Gunnar Jóhannesson en hann hafði starfrækt hljómsveit í eigin nafni fjórum árum fyrr. Allar nánari upplýsingar…

Hljómsveit Jóhanns Baldurssonar (2001)

Lítið liggur fyrir um það sem í heimild er kallað Hljómsveit Jóhanns Baldurssonar en um er að ræða hljómsveit sem þáverandi skólastjóri tónlistarskólans í Ólafsvík starfrækti haustið 2001, sveitin lék að minnsta kosti einu sinni í einkasamkvæmi en gæti hafa komið fram oftar. Hér er óskað eftir frekari upplýsingum um hljómsveitina, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan,…

Hljómsveit Jóhanns G. Jóhannssonar (1974 / 1985 / 1989)

Tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson starfrækti að minnsta kosti í þrígang hljómsveitir sem kenndar voru við hann en þær voru allar settar saman fyrir sérverkefni. Árið 1974 voru haldnir stórtónleikar með nokkrum þekktum hljómsveitum í Háskólabíói en auk þeirra var Jóhann G. Jóhannsson með hljómsveit sem var sérstaklega sett saman fyrir viðburðinn og var hún skipuð…

Hljómsveit Jóhanns G. Jóhannssonar – Efni á plötum

Land míns föður: Söngleikur Leikfélags Reykjavíkur – úr söngleik Útgefandi: Leikfélag Reykjavíkur  Útgáfunúmer: LR 002 Ár: 1985 1. Upphafssöngur 2. Sængursöngur 3. Siefried-line 4. Það er gott að kunna enskuna 5. Siglt á England 6. Pólítí og pímparar 7. Þegar Kanarnir komu 8. Ástardúett 9. Bíósöngur 10. Blessað stríðið 11. Bísnessöngur 12. Lokalag Flytjendur: Aðalsteinn…

Hljómsveit Jóhanns Guðmundssonar (2009-10)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Jóhanns Guðmundssonar en hún lék á árshátíð hjá eldri borgurum á Suðurnesjunum í upphafi árs 2010. Hér vantar allar almennar upplýsingar um tilurð sveitarinnar, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og annað sem ætti heima í umfjöllun um hana.

Hljómsveit Jóhanns Gunnars Halldórssonar (1948 / 1953 / 1963-64)

Heimildir eru um að minnsta kosti þrjár hljómsveitir sem störfuðu í nafni hljómsveitarstjórans Jóhanns Gunnars Halldórsson, sem störfuðu yfir rúmlega fimmtán ára tímabil. Fyrsta Hljómsveit Jóhanns Gunnars (eða Hljómsveit Jóhanns G. Halldórssonar) var húshljómsveit í Góðtemplarahúsinu við Tjörnina (Gúttó) árið 1948 og hafði þá starfað um nokkurt skeið – hversu lengi liggur þó ekki fyrir.…

Hljómsveit Jóhanns Möller (1941)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómsveit Jóhanns Möller sem lék fyrir dansi í uppsveitum Borgarfjarðar sumarið 1941. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, og annað sem ætti heima í umfjöllun um sveitina.

Hljómsveit Jóhanns Tryggvasonar (1940)

Hljómsveit Jóhanns Tryggvasonar virðist hafa verið sett saman einvörðungu til að leika undir söng Hallbjargar Bjarnadóttur á tónleikum í Gamla bíói haustið 1940 en söngkonan kom þá til landsins og hélt hér nokkra tónleika. Jóhann þessi var þekktur kórastjórnandi og söngkennari en stjórnaði einnig lúðrasveitum, en engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit…

Afmælisbörn 4. september 2024

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er sjötíu og níu ára á þessum degi. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur…

Afmælisbörn 3. september 2024

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru sex talsins á þessu degi: Bergur Thomas Anderson bassaleikari er þrjátíu og sex ára gamall í dag. Bergur Thomas birtist fyrst í Músíktilraunum um miðjan síðasta áratug með hljómsveitum eins og Mors og Sudden failure 3550 error error en fyrsta þekkta sveit hans var Big kahuna, í kjölfarið kom Sudden weather…

Afmælisbörn 2. september 2024

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hans (Þór) Jensson saxófónleikari er áttatíu og þriggja gamall. Hans lék lengstum með Lúdó sextettnum (áður Plútó/Plúdó) en mun einnig hafa leikið með sveitum eins og Hljómsveit Ólafs Gauks og Hljómsveit Elfars Berg. Heimildir segja að hann hafi verið einn af stofnendum Samkórs Mýramanna og stjórnað kórnum…

Afmælisbörn 1. september 2024

Að þessu sinni eru afmælisbörnin sjö talsins: Ruth Reginalds söngkona er fimmtíu og níu ára gömul í dag en hana þekkja auðvitað allir. Ruth var fyrst og fremst barnastjarna og gaf út á sínum tíma fjöldann allan af plötum á áttunda áratugnum, en hún söng einnig hlutverk Róberts bangsa á þremur plötum um svipað leyti.…

Afmælisbörn 31. ágúst 2024

Fimm afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Vernharður Linnet djassfræðingur með meiru fagnar stóraafmæli í dag en hann er áttræður. Vernharður er líklega þekktasti djassáhugamaður landsins en hann hefur komið að djasstónlistinni frá ýmsum hliðum, starfrækt og stýrt tímariti um djass (Tónlistartímaritið TT og Jazzmál), haldið úti útvarpsþáttum, verið gagnrýnandi á…