Afmælisbörn 2. mars 2024

Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Fyrst skal nefna Jón Bjarna Pétursson gítarleikara hljómsveitarinnar Diktu en hann kemur m.a. við sögu í hinu þekkta lagi Thank you, sem ómaði um allt land 2009 og 2010. Jón Bjarni er fjörutíu og tveggja ára á þessum degi. Einnig á bassaleikari hljómsveitanna Hjaltalín og…

Afmælisbörn 1. mars 2024

Í dag eru sex tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður (1944-2022) átti afmæli á þessum degi. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu til styrktar…

Afmælisbörn 29. febrúar 2024

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum hlaupársdegi: Arnar Freyr Frostason rappari (Úlfur úlfur) er þrjátíu og sex ára gamall á þessu sjaldséða degi dagatalsins. Hann hefur verið töluvert áberandi í rappsenunni síðastliðin ár og þekktastur fyrir framlag sitt með rappsveitinni Úlfi úlfi en hann var einnig meðal meðlima hljómsveitarinnar Bróður Svartúlfs sem…

Hemmi Gunn (1946-2013)

Allir þekkja nafn Hermanns Gunnarssonar sem iðulega var kallaður Hemmi Gunn. Þótt flestir tengi nafn hans við fjölmiðla kom hann víða við sögu en hann var upphaflega þekktastur sem íþróttamaður, landsliðsmaður í fótbolta, handbolta og blaki áður en hann gerðist vinsæll íþróttafréttamaður og -lýsandi – þá tók við bæði útvarps- og sjónvarpsþáttaferill sem stóð í…

Helgi Hermannsson – Efni á plötum

Ég vildi geta sungið þér….: 10 Vestmannaeyjalög – ýmsir Útgefandi: Skans-útgáfan Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1985 1. Helgi Hermannsson – Glóðir 2. Hermann Ingi Hermannsson, Helgi Hermannsson og Einar “Klink” Sigurfinnsson – Minning um mann 3. Hermann Ingi Hermannsson – Kvöldsigling 4. Lundakvartettinn – Ágústnótt 5. Lundakvartettinn – Ég vildi geta sungið þér 6. Hermann Ingi Hermannsson –…

Helgi Hermannsson (1948-)

Helgi Hermannsson var lengi vel tengdur hljómsveitarnafninu Logar en í seinni tíð hefur hann verið þekktari sem þjóðlagatónlistarmaður, hann hefur starfað við tónlist nánast alla sína tíð og komið þar víða við sögu. Helgi Hermannsson fæddist í Reykjavík árið 1948 og er því ekki Vestmannaeyingur frá blautu barnsbeini eins og margir kynnu að ætla. Hann…

Hemmi Gunn – Efni á plötum

Hemmi Gunn – Frískur og fjörugur…. Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GS130 Ár: 1984 1. Á mannamótum forðum 2. Mummi þjöl 3. Þú eina hjartans yndið mitt 4. Aleinn og yfirgefinn 5. Einn dans við mig 6. Minning um mann 7. Frískur, fjörugur 8. Út á gólfið 9. Fallerí fallera 10. Oftast út á sjó 11. Út…

Helgi Pálsson – Efni á plötum

Gréta Guðnadóttir og Ingunn Hildur Hauksdóttir – Helgi Pálsson fyrir fiðlu og píanó Útgefandi: Íslensk tónverkamiðstöð Útgáfunúmer: ITM 916 Ár: 2009 1. Stef með tilbrigðum 2. Stemma 3. Quasi agitato – pesante 4. Adagio 5. Calmo 6. Pesante, ma marcado 7. Poco allegro e scherzando 8. Andante 9. Menuett 10. Dans 11. Haust Flytjendur:  Gréta…

Helgi Pálsson (1899-1964)

Helgi Pálsson tónskáld var ekki áberandi en samdi nokkuð af tónlist sem vakti athygli á sínum tíma, segja má að hann hafi flestum verið gleymdur þegar plata með tónlist hans var gefin út á 21. öldinni. Helgi Pálsson var Norðfirðingur að uppruna, fæddist þar árið 1899 og mun hafa notið fyrst leiðsagnar í tónlist veturinn…

Heródes (1975-79)

Hljómsveitin Heródes frá Fáskrúðsfirði telst líklega hvorki til þekktustu sveita Austfjarða né landsins en sveitin var þó miðpunktur kostulegs hrepparígs milli Fáskrúðsfirðinga og Héraðsbúa á poppsíðum Dagblaðsins 1976 og 77 þar sem hverjum fannst sinn fugl fegurstur og aðrir ömurlegir, aðdáendur Heródesar og Völundar jusu þar ýmis lasti og lofi á sveitirnar svo úr varð…

Heroin child (1997)

Hljómsveitin Heroin child var meðal þátttökusveita í tónlistarkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haustið 1997. Sveitin var þar skipuð þeim Styrmi Karlssyni söngvara, Arnþóri Snæ Guðjónssyni gítarleikara, Vilberg Hafsteini Jónssyni bassaleikara og Bjarna Hannessyni trommuleikara. Sveitin átti tvö lög á plötu sem gefin var út í tengslum við keppnina en hún bar heitið Frostrokk 1997,…

Heróín (um 1982)

Óskað er eftir upplýsingum um pönksveit sem gekk undir nafninu Heróín (Heroin) en sveitin starfaði að öllum líkindum árið 1982 og jafnvel fram á 1983. Öruggt er að þessi sveit hafi verið starfandi en engar upplýsingar er hins vegar að finna um hverjir skipuðu hana eða hver hljóðfæraskipan hennar var, þær upplýsingar og meira til…

Hljómsveit Einars Berg (1970)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómsveit Einars Berg en hún starfaði haustið 1970 og lék þá á dansleik á Röðli. Söngkonan Anna Vilhjálmsdóttir söng með sveitinni á þessum dansleik en aðrar upplýsingar er ekki að finna um hana, hugsanlegt er að Einar Berg hafi verið Ólafsson.

Hljómsveit Egils Jónssonar (1974)

Svo virðist sem hljómsveit sem bar heitið Hljómsveit Egils Jónssonar hafi verið starfrækt á Austfjörðum haustið 1974 en sveitin lék þá á dansleik í Egilsbúð í Neskaupstað og var þá hugsanlega þaðan. Allar upplýsingar vantar um sveitina, Egil Jónsson og félaga hans, hljóðfæraskipan og annað sem ætti heima í þessari umfjöllun og er því hér…

Hljómsveit Einars Jónssonar (1963-64)

Hljómsveit Einars Jónssonar var starfandi veturinn 1963 til 64 og lék þá í fjölmörg skipti að afloknu spilakvöldum á vegum alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit en líklega er um að ræða Einar Jónsson píanóleikara sem um þetta leyti lék oft á skemmtunum alþýðuflokksfélaganna, óskað er eftir upplýsingum um aðra…

Hljómsveit Einars Halldórssonar (1956-71)

Hljómsveit Einars Halldórssonar var starfrækt í kringum 1960 og lék víða á dansleikjum á Snæfellsnesinu, og oft á héraðsmótum í félagsheimilinu Breiðabliki í Stykkishólmi, sveitin var einnig stundum kölluð Einar í Dal og félagar. Einar Halldórsson var harmonikku- og píanóleikari frá Dal í Miklaholtshreppi og hann starfrækti sveitina ásamt bróður sínum, Erlendi Halldórssyni trommuleikara en…

Afmælisbörn 28. febrúar 2024

Afmælisbörnin eru sex á þessum degi: Fyrsta skal nefna Maríu Baldursdóttur söngkonu, hárgreiðslumeistara og fyrrum fegurðardrottningu Íslands en hún er sjötíu og sjö ára gömul í dag. María (sem er ekkja Rúnars Júlíussonar) hóf söngferil sinn með í Keflavík með Skuggum en söng síðar með Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Bluebirds, Heiðursmönnum, Geimsteini, Áhöfninni á Halastjörnunni og…

Afmælisbörn 27. febrúar 2024

Glatkistan hefur í dag að geyma fjögur afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Helgi Hermannsson gítarleikari og söngvari frá Vestmannaeyjum er sjötíu og sex ára gamall í dag. Helgi starfaði með ýmsum hljómsveitum í Vestmannaeyjum hér fyrrum og síðar einnig uppi á landi en meðal þeirra má nefna Bobba, Loga, Hljómsveit Gissurar Geirs, Skugga og Víkingasveitina. Þá hefur…

Afmælisbörn 26. febrúar 2024

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Það er fiðluleikarinn Björn Ólafsson sem átti þennan afmælisdag en hann lést árið 1984. Björn (f. 1917) er talinn meðal frumkvöðla í íslensku tónlistarlífi að mörgu leyti, hann hafði numið hér heima af Þórarni Guðmundssyni en fór síðan til Austurríkis í framhaldsnám og var alltaf ætlunin…

Afmælisbörn 25. febrúar 2024

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorsteinn Eggertsson textaskáld, teiknari og tónlistarmaður er áttatíu og tveggja ára gamall í dag, þekktastur er hann fyrir textagerð sína, einkum frá áttunda áratug síðustu aldar. Hann samdi ógrynni dægurlagatexta sem flestir þekkja enn í dag en þar má nefna Slappaðu af, Ég elska alla og…

Afmælisbörn 24. febrúar 2024

2023 Fimm afmælisbörn eru skráð á þessum degi: Engilbert Jensen söngvari og trommuleikari er áttatíu og þriggja ára gamall en hann eru auðvitað þekktastur sem söngvari Hljóma, Trúbrota og Ðe lónlí blú bojs. Lög á borð við Bláu augun þín, Heim í Búðardal og Leyndarmál eru öllum kunn. Hann var einnig í öðrum sveitum sem…

Iceland airwaves kynnir fyrstu nöfnin á 25 ára afmæli hátíðarinnar

Iceland Airwaves hefur nú birt fyrstu nöfnin sem koma fram á 25 ára afmælisútgáfu hátíðarinnar, sem fer fram dagana 7. – 9. nóvember 2024 í miðbæ Reykjavíkur. Hátíðin fagnar aldarfjórðungsafmæli með holskeflu af spennandi, nýju og framsæknu tónlistarfólki frá Íslandi og öllum heimshornum. Dagskráin í ár verður ein sú flottasta hingað til. „Við erum ótrúlega stolt…

Afmælisbörn 23. febrúar 2024

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Baldvin Kristinn Baldvinsson baritónsöngvari og bóndi er sjötíu og fjögurra ára í dag. Hann er annar Rangárbræðra (frá Rangá í Köldukinn) en þeir gáfu út plötu árið 1986, en einnig hefur Baldvin sungið einsöng með karlakórnum Hreimi á plötum sem kórinn hefur gefið út. Eftir Baldvin (sem er…

Afmælisbörn 22. febrúar 2024

Fjölmörg afmælisbörn eru skráð á þessum degi hjá Glatkistunni: Davíð Þór Hlinason gítarleikari er fimmtíu og fjögurra ára í dag en hann hefur birst í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá því að hann var í Sérsveitinni árið 1989. Aðrar sveitir sem Davíð hefur verið í eru t.d. Dos Pilas, Buttercup og nú síðast Nykur þar…

Helga Þórarinsdóttir (1955-)

Helga Þórarinsdóttir er líklega einn allra þekktasti lágfiðluleikari landsins, hún var lengi vel leiðari lágfiðluleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands og lék jafnframt með flestum þekktustu kammersveitum landsins auk þess að leika inn á fjölda útgefinna platna bæði í klassíska geiranum og léttpoppinu. Slys varð til að binda endi á spilaferil hennar en hún sneri aftur og…

Helga Þórarinsdóttir – Efni á plötum

Sinfóníuhljómsveit Íslands – Kjartan Ólafsson: Lambda Útgefandi: Erki tónlist Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2007 1. Viola concerto 2. Sólófónía 3. Sónetta 4. Reflex Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Íslands – leikur undir stjórn Bernharðs Wilkinsson Helga Þórarinsdóttir – einleikur á lágfiðlu Sinfóníuhljómsveit Íslands – leikur undir stjórn Esa Heikkilä Sinfóníuhljómsveit Íslands – leikur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar…

Helga Steffensen – Efni á plötum

Brúðubíllinn – Brúðubíllinn Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 005 Ár: 1983 1. Kynning 2. Lilli og litirnir, söngleikur; Lilli rólar / Gúmmístígvélin taka lagið / Amma og drekarnir 3. Refurinn og ungarnir, leikrit með söngvum: Ungasöngur 4. Langamma syngur um Ingeborg frænku: danskt lag 5. Lilli og félagar 6. Ungasöngur 7. Galdrakerlingin: breskt þjóðlag 8. Á sjó: Gústi, Lubbi,…

Helga Steffensen (1934-)

Helga Steffensen er sjálfsagt þekktust fyrir framlag sitt til barnamenningar en hún hélt utan um starfsemi Brúðubílsins um árabil og fór víða um land með hann til að skemmta yngsta fólkinu ásamt Sigríði Hannesdóttur, Lilla apa, Gústa, Ömmu og fleirum, auk þess að halda utan um Stundina okkur í Ríkissjónvarpinu um skeið. Helga Steffensen (fædd…

Hljómsveit Braga Hlíðberg (1946-56 / 1993-96)

Þegar talað er um hljómsveit Braga Hlíðberg er í raun um nokkrar sveitir að ræða – þar af ein sem starfaði í þrjú til fjögur ár, hinar sveitirnar höfðu mun skemmri líftíma. Bragi Hlíðberg harmonikkuleikari starfrækti árið 1946 hljómsveit sem var auðsýnilega skammlíf því hún virðist aðeins hafa leikið um skamma hríð um sumarið fyrir…

Hljómsveit Braga Einarssonar (1956-63)

Saxófón- og klarinettuleikarinn Bragi Einarsson starfrækti um nokkurra ára skeið hljómsveit í eigin nafni sem virðist þó ekki hafa starfað alveg samfleytt, og hugsanlega var hún misjafnlega mönnuð eftir tilefninu og hverjir væru tiltækir hverju sinni. Sveit Braga virðist fyrst leika á dansleik í Félagsgarði í Kjós ásamt Leiksystrum (söngdúett) en á næstum árum er…

Hljómsveit Braga Árnasonar (1986-93)

Lítið liggur fyrir um Hljómsveit Braga Árnasonar en Bragi þessi var trommuleikari (einn Bjarkarlandsbræðra frá Vestur-Eyjafjallahreppi) og lék með fjölmörgum sunnlenskum hljómsveitum á sínum tíma. Bragi Árnason starfrækti hljómsveit í eigin nafni að minnsta kosti á árunum 1986 til 93 en sú sveit lék á þorrablótum, árshátíðum og annars konar tónlistarsamkomum í Rangárvallasýslu og sjálfsagt…

Hljómsveit Eddu Levy (1969-70)

Hljómsveit Eddu Levy starfaði um eins árs skeið á árunum 1969 og 70, og kom þá nokkuð víða við á fremur stuttum tíma. Sveitin var stofnuð síðla árs 1969 og var hún í upphafi skipuð þeim Eddu Stefaníu Levy söngkonu og Guðlaugi Pálssyni trommuleikara (sem áður höfðu starfað saman í hljómsveitinni Astró), Óskari Kristjánssyni bassaleikara,…

Hljómsveit Eddu Erlendsdóttur (1994)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Eddu Erlendsdóttur sem lék í móttöku sem sendiherra Íslands í Frakklandi hélt sumarið 1994. Edda Erlendsdóttir píanóleikari var þá búsett í París og virðist hún hafa starfrækt hljómsveit þar og hugsanlega með íslenskum meðspiluðum, þó gæti þessi sveit allt eins hafa verið sett saman sérstaklega fyrir þessa uppákomu –…

Hljómsveit Björgvins Halldórssonar (1982-83 / 1992-)

Björgvin Halldórsson hefur starfrækt fjölmargar þekktar hljómsveitir í gegnum tíðina en fæstar þeirra hafa verið í hans eigin nafni, í raun mætti segja að um nokkrar sveitir sé að ræða en hér eru þær settar fram sem tvær – annars vegar Hljómsveit Björgvins Halldórssonar sem stofnuð var utan um fræga tónleikaferð til Sovétríkjanna haustið 1982…

Hermann Guðmundsson (1916-89)

Hermann Guðmundsson telst vera einn af fyrstu dægurlagasöngvurum þjóðarinnar þótt ekki hafi nafn hans farið hátt í tónlistarsögunni, hann söng reyndar bæði dægurlög og klassík. Hermann Guðmundsson var fæddur á Patreksfirði 1916 en fluttisti með fjölskyldu sinni tveggja ára gamall suður til Hafnarfjarðar þar sem hann ólst upp en bjó síðar í Reykjavík. Hann þótti…

Hermína Sigurgeirsdóttir (1904-99)

Nafn Hermínu Sigurgeirsdóttur hefur ekki farið hátt en hún var virtur píanókennari sem starfaði lengi við Tónlistarskólann í Reykjavík, hún var einn af fyrstu menntuðu píanóleikurum hér á landi. Hermína Sigurgeirsdóttir var fædd í Bárðardalnum vorið 1904, hún var dóttir Sigurgeirs Jónssonar organista og kórstjóra sem segja má að hafi verið einn af hornsteinum akureysks…

Afmælisbörn 21. febrúar 2024

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Magnús Kjartan Eyjólfsson fagnar fjörutíu og eins árs afmæli sínu á þessum degi en hann er líklega þekktastur sem brekkusöngvari og trúbador, Magnús Kjartan hefur einnig verið söngvari og gítarleikari Stuðlabandsins og starfað með hljómsveitum eins og Oxford, Moðhaus, Lokbrá, Kántrýsveitinni Klaufum og fleiri sveitum. Arnþór…

Afmælisbörn 20. febrúar 2024

Afmælisbörn dagsins eru sex talsins á þessum degi: Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona er sjötíu og fimm ára gömul í dag. Hún nam söng við Tónlistarkóla Kópavogs og síðar í Þýskalandi, Ítalíu og Austurríki og þegar hún kom heim að námi loknu hóf hún að kenna söng auk þess að syngja, bæði opinberlega og á plötum.…

Afmælisbörn 19. febrúar 2024

Á þessum degi eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Hanna Steina (Jóhanna Steinunn) Hjálmtýsdóttir söngkona fagnar sextíu og tveggja ára afmæli í dag. Eins og flestir vita er hún dóttir Hjálmtýs Hjálmtýssonar söngvara og þ.a.l. systir Páls Óskars og Diddúar en hún hefur sungið með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal eru…

Afmælisbörn 18. febrúar 2024

Glatkistan hefur að þessu sinni þrjú afmælisbörn á skrá: Halldór Haraldsson píanóleikari er áttatíu og sjö ára gamall í dag. Hann nam hér heima og í London, hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, kennt á píanó í og gegnt stöðu skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík, gegnt ábyrgðarstörfum fyrir FÍT og önnur félagssamtök hér heima og erlendis svo…

Afmælisbörn 17. febrúar 2024

Í dag eru sjö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Magnús Ólafsson skemmtikraftur og söngvari (Bjössi bolla) er sjötíu og átta ára gamall á þessum degi. Tónlistarferill Magnúsar er mun stærri en fólk gerir sér almennt fyrir, hann ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni söngvara gaf út tvær plötur undir nöfnum Hurðaskellis og Stúfs (og reyndar eina til sem…

Afmælisbörn 16. febrúar 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Björn Thoroddsen gítarleikarinn kunni er sextíu og sex ára gamall á þessum degi. Björn er upphaflega úr Hafnarfirðinum og var þar í fjölmörgum hljómsveitum áður en hann fór til Bandaríkjanna í framhaldsnám í gítarleik. Um það leyti er hann kom heim aftur sendi hann frá sér sína fyrstu plötu…

Afmælisbörn 15. febrúar 2024

Í dag eru afmælisbörnin fimm talsins á skrá Glatkistunnar: Hörður Bragason organisti er sextíu og fimm ára gamall á þessum degi. Þó að hann sé fyrst og fremst þekktur í dag sem organisti og undirleikari lék hann með ýmsum þekktum og óþekktum hljómsveitum á árum áður. Þeirra á meðal má nefna orgelkvartettinn Apparat, Bruna BB,…

Helgi Pétursson [1] (1949-2025)

Helgi Pétursson, jafnan kenndur við Ríó tríó kom víða við sögu og var þjóðþekktur fyrir baráttu sína fyrir bættum kjörum aldraðra en áður starfaði hann lengi sem fjölmiðlamaður. Hann var um tíma einnig í stjórnmálum en var þó kunnastur fyrir tónlistarferil sinn, sem söngvari og bassaleikari Ríó tríósins, hann sendi jafnframt frá sér tvær sólóplötur.…

Helgi Pétursson [1] – Efni á plötum

Helgi Pétursson – Þú ert Útgefandi: Ýmir Útgáfunúmer: Ýmir 009 Ár: 1979 1. Kinn við kinn 2. Þú ert 3. Ég skil þig 4. Með kærri þökk 5. Skessan mín 6. Sólarlag 7. Dans, dans 8. Þú vilt ei mig 9. Tólf daga á sjó 10. Að morgni. Flytjendur: Helgi Pétursson – söngur og raddir…

Helga Jónsdóttir – Efni á plötum

Opið bréf – ýmsir Útgefandi: Blaða og bókaútgáfan Útgáfunúmer: SH 181 Ár: 1981 1. Á vegi breiðum 2. 17. ágúst 3. Jesús 4. Göngumaðurinn 5. Sú undranáð 6. Kom þú barnið mitt 7. Heimferðin 8. Opið bréf 9. Niður við ströndina 10. Reynslutími 11. Dagur þinn kemur senn 12. Bæn Flytjendur: Arnór Hermannsson – söngur…

Helga Jónsdóttir (1955-)

Tónlistarkonan Helga Jónsdóttir í Vestmannaeyjum hefur komið víða við í tónlistinni, stjórnað kórum, sungið í kórum og inn á plötur auk þess að semja lög og texta svo dæmi séu nefnd. Hún hefur verið áberandi í þeim geira tónlistarinnar sem flokkast undir trúartónlist. Helga Jónsdóttir er fædd (1955) og uppalin í Vestmannaeyjum og kynntist tónlist…

Helvíti (2003)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um svartmálmssveit sem bar nafnið Helvíti og starfaði árið 2003. Engar tiltækar upplýsingar er að finna um þessa sveit annað en nafnið á henni, og því er óskað eftir gögnum um hana sem vinna mætti texta eftir – s.s. nöfn meðlima hennar og hljóðfæraskipan, hversu lengi hún starfaði og hvar, auk…

Herdís Matthíasdóttir (1886-1918)

Herdís Matthíasdóttir var þekkt snemma á 20. öld en hún var með allra fyrstu konum hérlendis til að læra söng og píanóleik, rétt eins og systir hennar Elín Matthíasdóttir Laxdal. Þær systur hlutu þau örlög að falla fyrir spænsku veikinni haustið 1918 með fárra daga millibili. Herdís var fædd 1886 en þær systur voru dætur…

Hemra (2000-01)

Hljómsveitin Hemra (sem hét líklega áður Hentai) starfaði á Akranesi á árunum 2000 og 2001 að minnsta kosti, hugsanlega lengur en hún kom fyrst fram á sjónarsviðið í hljómsveitakeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haustið 2000, en sveitin sigraði einmitt þá keppni með einhvers konar afbrigði af metalrokki. Hemra var síðan snemma vors 2001 meðal…