Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar (1946-63)

Saga Hljómsveitar Baldurs Kristjánssonar píanóleikara er nokkuð löng og um leið flókin því Baldur starfrækti hljómsveitir á ýmsum tímum í eigin nafni en einnig aðrar sveitir undir öðrum nöfnum sem í heimildum eru gjarnan kallaðar hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, hér verður þó eftir fremsta megni reynt að setja saman nokkuð heildstæða mynd af þeim sveitum sem…

Hljómsveit Baldurs Guðmundssonar (1991)

Hljómsveit Baldurs Guðmundssonar var starfrækt í Keflavík sumarið 1991 en hún lék þá á dansleik í heimabænum, Baldur Þórir Guðmundsson (Rúnars Júlíussonar) er sá sem sveitin var kennd við og lék hann líklega á hljómborð en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu þessa sveit nema að Guðmundur Hermannsson var söngvari hennar. Óskað er eftir frekari…

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar [2] (1965)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa starfað undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar og lék gömlu dansa tónlist á nýársdansleik í Þórscafé í upphafi árs 1965. Nokkuð ljóst er að ekki er um að ræða Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar hina ísfirsku og einnig eru litlar líkur á að um hafi verið að ræða Ásgeir Sigurðsson…

Hljómsveit Baldurs Loftssonar (um 1960)

Baldur Loftsson á Breiðási í Hrunamannahreppi starfrækti hljómsveit í eigin nafni undir lok sjötta áratugar síðustu aldar, sveitin lék að minnsta kosti árin 1958 og 59 en að öðru leyti vantar upplýsingar um starfstíma sveitarinnar. Meðlimir Hljómsveitar Baldurs Loftssonar voru auk Baldurs sjálfs sem lék á harmonikku og saxófón, þeir Loftur Loftsson kontrabassaleikari (bróðir Baldurs),…

Afmælisbörn 10. janúar 2024

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Sverrir Guðjónsson kontratenór er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann var snemma viðloðandi tónlist á æskustöðvum sínum á Hellissandi, söng sjö ára á söngskemmtun við undirleik föður síns (Guðjóns Matthíassonar) og söng inn á tvær litlar plötur aðeins tólf ára gamall. Hann nam söng hér…

Afmælisbörn 9. janúar 2024

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Böðvar Guðmundsson rithöfundur sem er þekktastur fyrir Vesturfarasögurnar Hýbýli vindanna og Lífsins tré, er áttatíu og fimm ára gamall í dag. Böðvar var virkur á vinstri arminum hér áður fyrr og kom þá oft fram sem trúbador þar sem hann flutti eigin lög og ljóð. Hann gaf…

Afmælisbörn 8. janúar 2024

Sjö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann er sjötíu og fimm ára í dag, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu,…

Afmælisbörn 7. janúar 2024

Enn og aftur er heimurinn fullur af tónlistartengdum afmælisbörnum: Kristján Hreinsson (Hreinsmögur) tónlistarmaður og tón- og textaskáld með meiru er sextíu og sjö ára gamall á þessum degi. Fyrir utan að hafa samið mörg hundruð texta sem komið hafa út á plötum hefur Kristján gefið út fjölmargar plötur undir eigin nafni frá 1990. Stefán (Guðmundur)…

Afmælisbörn 6. janúar 2024

Fjölmörg afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag, þau eru eftirfarandi: Þórunn Lárusdóttir trompetleikari, leik- og söngkona er fimmtíu og eins árs gömul í dag en hún hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi. Hún gaf t.a.m. út plötuna Álfar og tröll ásamt Friðrik Karlssyni 2006, jólaplötu með systrum sínum (Dísellu og Ingibjörgu) 2004 og…

Afmælisbörn 5. janúar 2024

Í dag eru sex tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Davíð Þór Jónsson er fimmtíu og níu ára gamall í dag, hann er fremur þekktur sem skemmtikraftur, fjölmiðlamaður, guðfræðingur og nú prestur, annar Radíus bræðra og sitthvað fleira en að vera tónlistarmaður. Hann var þó söngvari hljómsveitarinnar Faríseanna sem gaf út plötu 1996, samdi þar bæði…

Afmælisbörn 4. janúar 2024

Fjórir tónlistarmenn eiga afmæli í dag, þeir eru eftirfarandi: Gunnar Þórðarson gítarleikari og lagahöfundur er sjötíu og níu ára gamall í dag. Gunnar þarf auðvitað alls ekki að kynna, hann fæddist á Hólmavík, fluttist ungur til Keflavíkur, varð fyrst landsfrægur sem gítarleikari, söngvari og aðal lagahöfundur bítlasveitarinnar Hljóma en síðar komu aðrar sveitir eins og…

Heiðdís Norðfjörð (1940-2021)

Nafn Heiðdísar Norðfjörð er töluvert þekkt þegar kemur að efni fyrir börn en hún annaðist dagskrárgerð í útvarpi fyrir þann aldurshóp um árabil, var barnabókahöfundur sem las eigin sögur og annarra inn á vinsælar kassettur sem gefnar voru út af Hörpuútgáfunni á Akranesi, en þekktust er hún þó líklega fyrir að semja tónlistina á plötunum…

Heiðdís Norðfjörð – Efni á plötum

Heiðdís Norðfjörð – Ævintýri H.C. Andersens (x4) [snældur] Útgefandi: Mifa Útgáfunúmer: MIFA004 Ár: 1979 / 1990 1. Ljóti andarunginn 2. Flibbarnir 3. Kertaljósin 4. Murusóleyin 1. Svínahirðirinn 2. Penninn og blekbyttan 3. Silfurskildingurinn 4. Þumalína 1. Hans klaufi 2. Tindátinn staðfasti 3. Nýju fötin keisarans 4. Grenitréð 1. Litla stúlkan með eldspýturnar 2. Koffortið fljúgandi…

Háskólakórinn – Efni á plötum

Háskólakórinn – Háskólakórinn Útgefandi: Háskólakórinn Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1983 1. Kantata IV – Mansöngvar 2. Tveir söngvar um ástina; Steinninn / Í lyngbrekku gamals draums 3. Canto Flytjendur: Háskólakórinn – söngur undir stjórn Hjálmars H. Ragnarssonar og Hönnu G. Sigurðardóttur Óskar Ingólfsson – klarinett Michael Shelton – fiðla Nora Kornbleuh – selló Snorri Sigfús…

Háskólakórinn (1972-)

Kórar höfðu verið starfræktir innan Háskóla Íslands svo til samfleytt frá þriðja áratug 20. aldarinnar en það voru lengst af karlakórar undir nafninu Stúdentakórinn. Á öndverðum áttunda áratugnum voru kröfur um blandaðan háskólakór þó orðnar sífellt hærri enda var þá kven- og jafnréttisbaráttan í mikilli sókn og svo fór að slíkur kór var loks settur…

Heimsreisa Höllu [tónlistarviðburður] (1998-2008)

Heimsreisa Höllu var tónlistardagskrá sem var í höndum Egils Ólafssonar og Tríós Björns Thoroddsen, sem skipað var auk Björns sem lék á gítar þeim Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara og Gunnari Hrafnssyni bassaleikara en Egill og tríóið höfðu þá starfað saman frá árinu 1993. Dagskráin var upphaflega sett saman fyrir tónlistarverkefnið Tónlist fyrir alla sem sett var…

Jójó [1] (1971-72)

Hljómsveit sem bar nafnið Jójó var skólahljómsveit í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði veturinn 1971-72. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Björnsson (Siggi Björns) gítarleikari, Benedikt Helgi Benediktsson trommuleikari og Ísólfur Gylfi Pálmason bassaleikari (síðar alþingismaður). Sveitin starfaði aðeins þennan eina vetur þrátt fyrir áætlanir um lengra samstarf.

Hljómsveit Árna Ingimundarsonar (1953)

Upplýsingar eru mjög takmarkaðar um hljómsveit sem starfaði undir stjórn píanóleikarans Árna Ingimundarsonar (síðar kórstjórnanda) á Akureyri en hún bar nafnið Hljómsveit Árna Ingimundarsonar. Fyrir liggur að þessi sveit lék á dansleikjum í Alþýðuhúsinu á Akureyri og einnig á skóladansleikjum Menntaskólans á Akureyri en annað er ekki vitað um hana og er því hér með…

Hljómsveit Árna Björnssonar (1934-36)

Hljómsveit Árna Björnssonar starfaði um tveggja til þriggja ára skeið og virðist hafa farið og leikið fyrir dansi og á tónleikum víða um land á árunum 1934 til 36. Meðlimir sveitarinnar voru allir lærðir tónlistarmenn og áttu eftir að vera áberandi í klassíska geira tónlistarinnar og létu það ekki eftir sér að leika léttari tónlist,…

Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar (1969-71)

Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar starfaði um nokkurra ára skeið í kringum 1970, líklega á árunum 1969 til 1971 en hún sérhæfði sig í gömlu dönsunum og virðist hafa leikið að mestu í Ingólfscafé, hún lék þó eitthvað á árshátíðum, þorrablótum og þess konar samkomum. Upplýsingar um Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar eru fremur takmarkaðar, Ágúst Guðmundsson var harmonikkuleikari…

Hljómsveit Ágústs Ármanns [2] (1997-2011)

Árið 1997 var sett á laggirnar hljómsveit austur á Norðfirði sem átti næstu árin eftir að leika á dansleikjum og tónlistarsýningum í tengslum við öflugt tónlistarstarf Austfirðinga og einkum Norðfirðinga, þ.á.m. á Austfirðingaböllum í Reykjavík, slíkar sýningar höfðu þó verið settar á svið fyrir austan í fjölmörg ár á undan. Hljómsveitin eða hljómsveitirnar áttu það…

Hljómsveit Árna Norðfjörð (1956-63)

Harmonikkuleikarinn Árni Norðfjörð var um nokkurra ára skeið á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar með hljómsveit sem virðist þó ekki hafa starfað alveg samfleytt. Elstu heimildir um Hljómsveit Árna Norðfjörð sem sérhæfði sig í gömlu dönsunum, eru frá því um vorið 1956 þegar sveitin lék á dansleik í Félagsgarði í Kjós en á næstu…

Hljómsveit Árna Scheving (1956-64)

Árni Scheving var með eigin hljómsveit í Klúbbnum um eins og hálfs árs skeið á árunum 1963 og 64 en í nokkur ár á undan hafði hann verið með misstórar hljómsveitir sem litlar upplýsingar er að finna um, sumar hugsanlega settar saman fyrir stakar djassuppákomur. Þannig var Árni með eitthvað sem kallaðist Tríó Árna Scheving…

Afmælisbörn 3. janúar 2024

Afmælisbörnin eru fimm á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal fyrrum Quarashi-liði á fjörutíu og níu ára afmæli í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en hefur einnig starfrækt dúettinn Halleluwah, auk annarra verkefna. Hann…

Afmælisbörn 2. janúar 2024

Glatkistan hefur tvö afmælisbörn á skrá sinni þennan annan dag ársins. Trommuleikarinn Pjetur Sævar Hallgrímsson eða Pjetur í Tónspili er sjötíu og eins árs gamall í dag. Pjetur sem starfrækti verslunina Tónspil á Norðfirði til margra ára hefur leikið á trommur með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina en mest þó fyrir austan. Þeirra á meðal…

Afmælisbörn 1. janúar 2024

Þá er nýtt ár gengið í garð og Glatkistan hefur fjögur tónlistartengd afmælisbörn á takteinum á þessum fyrsta degi ársins: Felix Bergsson söngvari, leikari og fjölmiðlamaður á fimmtíu og sjö ára afmæli á þessum degi. Felix vakti fyrst athygli í uppfærslu Verzlunarskóla Íslands á söngleiknum Rocky horror, varð síðar söngvari Greifanna sem sigraði Músíktilraunir vorið…

Afmælisbörn 31. desember 2023

Eitt afmælisbarn kemur við sögu á þessum síðasta degi ársins: Gísli Þór Gunnarsson trúbador (G.G. Gunn) er sextíu og fimm ára gamall í dag, Gísli er ef til vill ekki meðal þekktustu tónlistarmanna Íslands en eftir hann liggur þó fjöldi útgáfa í formi kassettna. Gísli starfaði um tíma sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi en hefur líklega…

Afmælisbörn 30. desember 2023

Á þessum næst síðasta degi ársins eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á plötum hinna…

Afmælisbörn 29. desember 2023

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru fjögur talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er þrjátíu og níu ára gömul í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún kom einnig lítillega við sögu Eurovision undankeppninnar hér heima nýlega, hún býr nú og starfar…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2023

Það hefur þótt við hæfi um áramót að minnast þeirra sem féllu frá á árinu en hér má líta lista tónlistarfólks sem lést á árinu 2023 og kom að íslensku tónlistarlífi og -sögu með mismiklum og ólíkum hætti. Ámundi Ámundason (1945-2023) – umboðsmaður og útgefandi. Ámundi var umboðsmaður nokkurra þekktra hljómsveita á sínum tíma og…

Afmælisbörn 28. desember 2023

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um fjölda tónlistartengdra afmælisbarna á þessum degi: Ingvi Steinn Sigtryggsson tónlistarmaður frá Keflavík er sjötugur í dag og fagnar því stórafmæli. Hann gaf út litla plötu 1973 sem hafði að geyma Flakkarasönginn, sem naut nokkurra vinsælda. Ingvi Steinn lék með ýmsum hljómsveitum á áttunda áratugnum, og má hér nefna…

Helena Eyjólfsdóttir (1942-)

Helena Eyjólfsdóttir er ein ástsælasta dægurlagasöngkona þjóðarinnar, sem á að baki langan og farsælan söngferil, og ógrynni laga sem hún hefur sungið hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina. Hún átti stóran þátt í að skapa þá sérstöku Sjallastemmingu sem varð til á Akureyri á sjöunda og áttunda áratugnum þar sem hún söng flest kvöld…

Helena Eyjólfsdóttir – Efni á plötum

Helena Eyjólfsdóttir – Heims um ból / Í Betlehem er barn oss fætt [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 70 Ár: 1954 1. Heims um ból 2. Í Betlehem er barn oss fætt Flytjendur: Helena Eyjólfsdóttir – söngur Páll Ísólfsson – orgel   Helena Eyjólfsdóttir – Helena Eyjólfsdóttir syngur [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM…

Hávarður Tryggvason (1961-)

Hávarður Tryggvason hefur skipað sér meðal fremstu kontrabassaleikara landsins en hann hefur starfað sem leiðandi bassaleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og starfað með ógrynni strengja- og kammersveita í gegnum tíðina. Hávarður fæddist í Reykjavík árið 1961 og hefur verið viðloðandi tónlist frá barnæsku, hann nam bassaleik fyrst í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og síðan í Tónlistarskólanum…

Hávarður Tryggvason – Efni á plötum

Jónasarlög: Lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar – ýmsir Útgefandi: Mál og menning Útgáfunúmer: MM 005 Ár: 1997 1. Úr Hulduljóðum 2. Heiðlóarvísa 3. Söknuður 4. Óhræsið! 5. Alsnjóa 6. Vorvísa 7. Næturkyrrð 8. Festingin víða, hrein og há 9. Buxur, vesti, brók og skó 10. Á gömlu leiði 1841 11. Sáuð þið…

Heimir Már Pétursson (1962-)

Heimi Má Péturssyni er margt til lista lagt, hann hefur t.a.m. starfað við fjölmiðla, stjórnmál og utanumhald Hinsegin dag en hann hefur einnig fengist við tónlist – bæði sem tónlistarmaður og textahöfundur fyrir aðra. Heimir Már Pétursson er fæddur á Ísafirði vorið 1962 og ólst upp þar, í Reykjavík og á Kópaskeri. Hann lauk námi…

Hljómsveit Arthurs Rosebery (1934-35)

Erfitt er að afla upplýsinga um hljómsveit (hljómsveitir) sem starfaði á Hótel Borg árið 1934 og 35 en hún var kennd við breska píanóleikarann Arthur Rosebery sem kom hingað til lands í tvígang og stjórnaði danshljómsveit á Borginni. Hljómsveitir sem léku á Hótel Borg á þeim tíma gengu yfirleitt undir nafninu Borgarbandið, þær voru iðulega…

Hljómsveit Andrésar Þórs Gunnlaugssonar (2010)

Hljómsveit Andrésar Þórs Gunnlaugssonar var skammlíft verkefni gítarleikarans Andrésar Þór Gunnlaugssonar og var um djasstríó að ræða starfandi árið 2010, þetta er ekki sama sveit og hefur borið nafnið Tríó Andrésar Þórs. Meðlimir sveitarinnar voru auk Andrésar Þórs þeir Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari.

Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar (1954-64)

Saxófónleikarinn Andrés Ingólfsson starfrækti hljómsveitir í þrígang á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar og segja má að síðasta sveitin hafi skipað sér meðal vinsælustu hljómsveita landsins, hún gaf þó aldrei út plötu. Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar hin fyrsta starfaði um eins árs skeið 1954 til 55 en engar upplýsingar er að finna um skipan þeirrar…

Heimir Már Pétursson – Efni á plötum

Heimir Már Pétursson – Maður sem þorir… Útgefandi: Ísrún ehf Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Hafið 2. Drottningin vonda 3. Þögnin syngur 4. Kjóstu mig 5. Herra konungur 6. Í morgunsárið 7. Von 8. Koníakstárin 9. Stef 10. Gamalt blóm 11. Dagrenning 12. Vitjun 13. Blóðfljótið 14. Svik 15. Alltaf 16. Hæ þú þarna…

Hljómsveit Ágústs Ármanns [1] (1969)

Tónlistarfrömuðurinn Ágúst Ármann Þorláksson starfrækti hljómsveit á Norðfirði árið 1969, Hljómsveit Ágústs Ármanns en hún lék á dansleik í Egilsbúð í bænum þá um vorið og e.t.v. fleiri slíkum. Auður Harpa Gissurardóttir söng með hljómsveit Ágústs og hann sjálfur lék líklega á hljómborð en upplýsingar um aðra meðlimi vantar og er því hér með óskað…

Hljómsveit Ágústar Péturssonar (1961-63)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Ágústar Péturssonar en um var að ræða hljómsveit sem sérhæfði sig að öllum líkindum í gömlu dönsunum. Sveitin lék á fjölmörgum hestamannaböllum hjá Fáki í skátaheimilinu við Snorrabraut á árunum 1961 til 63 en ekki liggur fyrir hvort hún lék á annars konar dansleikjum. Ágúst M. Pétursson sem sveitin…

Hljómsveit Axels Kristjánssonar (um 1955)

Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar var hljómsveit starfrækt í Reykjavík undir stjórn Axels Kristjánssonar og bar hún nafn hans, Hljómsveit Axels Kristjánssonar. Ekki er alveg ljóst hvenær þessi sveit var nákvæmlega starfandi nema að hún lék í Þórscafé um haustið 1954 en þar var hún fastráðin um skeið, einnig liggur fyrir að hljómsveitin spilaði…

Hljómsveit Axels Einarssonar (1989)

Haustið 1989 lék hljómsveit í Norðursal Hótel Íslands á dansleikjum undir nafninu Hljómsveit Axels Einarssonar. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um þessa sveit nema að hún starfaði undir stjórn Axels Einarssonar, sem var að öllum líkindum gítarleikari hennar. Hér er því hér með óskað eftir frekari upplýsingum um sveitina, aðra meðlimi, hljóðfæraskipan og annað sem…

Afmælisbörn 27. desember 2023

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Óperusöngvarinn Már Magnússon hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést 2018. Már fæddist 1943, nam söng hér á landi hjá Sigurði Demetz, Maríu Markan og Einari Kristjánssyni áður en hann fór til söngnáms í Austurríki þar sem hann bjó og starfaði til ársins 1977. Þá…

Afmælisbörn 26. desember 2023

Á þessum öðrum degi jóla er að finna tvö afmælisbörn tengd íslenskri tónlist: Trausti Júlíusson blaðamaður, plötugrúskari og tónlistargagnrýnandi er sextugur og fagnar því stórafmæli í dag. Trausti hefur fjallað um tónlist frá ýmsum hliðum og setið í ýmsum ráðum og nefndum tengdum íslenskri tónlist s.s. tónlistarsjóði Kraums. Trausti hefur ennfremur leikið með hljómsveitum eins…

Afmælisbörn 25. desember 2023

Eitt afmælisjólabarn er á skrá Glatkistunnar: Óskar Pétursson fagnar sjötugs afmæli sínu á þessum ágæta jóladegi. Óskar er eins og flestir vita einn Álftagerðisbræðra sem hafa sent frá sér ógrynni platna í gegnum tíðina en einnig hefur hann sungið með sönghópnum Galgopum. Sjálfur á Óskar að baki nokkrar sólóplötur sem og dúettaplötur með Erni Árnasyni…

Afmælisbörn 24. desember 2023

Aðfangadagur jóla hefur að geyma fjögur tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann R. Kristjánsson tónlistarmaður frá Egilsstöðum er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Jóhann er ekki þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar en plata hans, Er eitthvað að? frá árinu 1982 hefur öðlast költ-sess meðal poppfræðinga og plötusafnara. Á sínum tíma galt platan afhroð gagnrýnenda en hefur nú fengið…

Afmælisbörn 23. desember 2023

Þrír tónlistarmenn eru skráðir afmælisbörn hjá Glatkistunni í dag, Þorláksmessu: Árni Blandon (Einarsson) tónlistarmaður, leikari, húsasmiður, sálfræðingur og bókmenntafræðingur er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Árni ásamt Kristínu Lilliendahl gaf út plötu árið 1975 undir nafninu Söngfuglarnir, sem naut feikilegra vinsælda, einkum lagið Ég skal mála allan heiminn, en áður hafði hann leikið…

Afmælisbörn 22. desember 2023

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steini spil (Þorsteinn Pálmi Guðmundsson) tónlistarmaður og kennari á Selfossi hefði átt þennan afmælisdag en hann fæddist 1933. Segja má að hann hafi verið konungur sveitaballanna á Suðurlandi um tíma þegar hljómsveitir hans fóru mikinn á þeim markaði en hann gaf einnig út plötur ásamt hljómsveit…