Afmælisbörn 21. desember 2023

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru þrjú talsins í dag: Pétur Grétarsson slagverksleikari er sextíu og fimm ára gamall í dag, hann hefur mest tengst djassgeiranum en hefur þó leikið með ýmsum öðrum sveitum. Þar má til dæmis nefna Stórsveit Reykjavíkur, Tarzan, Síðan skein sól, Arnald og kameldýrin, Karnival, Havanabandið og Smartband. Pétur hefur mikið starfað við…

Hálft í hvoru (1981-2002)

Hljómsveitin Hálft í hvoru á sér margslungna og langa sögu en hljómsveitin sem varð til fyrir hálfgerða tilviljun innan félagsskaparins Vísnavina var í upphafi tengd verkalýðsbaráttunni og endurspeglaði tónlist þann heim, þróaðist yfir í það sem meðlimir kölluðu sjálfir vísnapopp en varð síðan að hefðbundnara poppi áður en sveitin varð að ball- og pöbbatónlist, miklar…

Helga Bjarnadóttir (1895-1980)

Helga Bjarnadóttir var ein þeirra söngkvenna sem virtist ætla að ná langt á sínu sviði og var af sumum talin ein mesta vonarstjarna í íslensku tónlistarlífi þess tíma, aðstæður leiddu þó til að smám saman hætti hún öllum söng og hvarf af sjónarsviðinu. Helga Bjarnadóttir Maul fæddist á Húsavík árið 1895 og er gaman að…

Hálft í hvoru – Efni á plötum

Hálft í hvoru – Almannarómur Útgefandi: Menningar- og fræðslusamband alþýðu Útgáfunúmer: MFA 001 Ár: 1982 1. Takið eftir 2. Plógurinn 3. Kona 4. Joe Hill 5. Palli Hall 6. Seinni tíma sálmalag 7. Draumur minn 8. Stund milli stríða 9. Íslendingabragur 10. Kannski 11. Þjóðvindar 12. Verkamaður 13. Einu sinni rérum Flytjendur: Gísli Helgason –…

Hálfur undir sæng – Efni á plötum

Hálfur undir sæng – 5 lög [snælda] Útgefandi: Hálfur undir sæng Útgáfunúmers: [án útgáfunúmers] Ár: 1988 1. Rudolf Hess 2. Spádómar 3. Ragnarök 4. Aðeins horfi 5. Böl sem brennur Flytjendur: Guðni Finnsson – söngur, raddir og bassi Hreinn Stephensen – gítar og söngur Halldór Ágústsson – trommur

Hálfur undir sæng (1987-89)

Rokktríóið Hálfur undir sæng var nokkuð áberandi í norðfirsku tónlistarlífi á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og ól af sér tvo síðar nokkuð þekkta tónlistarmenn en sveitina skipuðu þeir Guðni Finnsson bassaleikari og Hreinn Stephensen gítarleikari sem báðir sungu einnig, og svo Sigurður Kristjánsson trommuleikari en einnig virðist Halldór Ágústsson hafa verið meðlimur sveitarinnar…

Hljómsveit Akureyrar [2] (1929-34)

Hljómsveit Akureyrar var eins konar vísir að stórsveit sem starfaði á Akureyri um nokkurra ára skeið undir stjórn tónskáldsins Karls. O. Runólfssonar. Karl O. Runólfsson kom til Akureyrar árið 1929 og bjó þar og starfaði til 1934 og á þeim tíma stjórnaði hann Hljómsveit Akureyrar, sveitin gæti hins vegar hafa átt sér aðeins lengri sögu…

Hljómsveit Akureyrar [1] (1914-19)

Nokkrar hljómsveitir hafa gengið undir nafninu Hljómsveit Akureyrar og á öðrum áratug tuttugustu aldarinnar voru í rauninni tvær eða þrjár sveitir undir því sama nafni, þeim er hér spyrt saman í eina umfjöllun. Árið 1914 var stofnuð hljómsveit á Akureyri undir þessu nafni og mun hún hafa starfað um tveggja ára skeið – þessi sveit…

Hljómsveit Akraness (1941-48)

Hljómsveit Akraness var um margt merkileg sveit en hún var fyrsta starfandi danshljómsveitin á Skaganum. Hljómsveitin var stofnuð árið 1941 á Akranesi og var í byrjun tríó sem þeir Ingólfur Runólfsson harmonikkuleikari, Eðvarð Friðjónsson harmonikkuleikari og Ásmundur Guðjónsson skipuðu, upphaflega var því um að ræða eins konar harmonikkuhljómsveit sem síðar átti eftir að verða að…

Hljómsveit Adda Ása (2004)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði undir nafninu Hljómsveit Adda Ása haustið 2004 og lék þá að minnsta kosti tvívegis á Rauða ljóninu. Hér er óskað eftir upplýsingum um nöfn meðlima og hljóðfæraskipan hljómsveitarinnar, hversu lengi sveitin starfaði og annað sem ætti heima í slíkri umfjöllun.

Helga Hauksdóttir (1941-)

Helga Hauksdóttir var þekktur fiðluleikari sem lék í áratugi með Sinfóníuhljómsveit Íslands, hún var einnig ötul í félagsmálum tónlistarmanna og kom þar víða við sögu. Þá er fiðluleik hennar jafnframt að heyra á fjölmörgum útgefnum plötum. Helga Hauksdóttir fæddist sumarið 1941 og hóf snemma að læra á fiðlu en hún var aðeins níu ára gömul…

Hljómsveit Akureyrar [4] (1998-2000)

Hljómsveit Akureyrar var starfandi í kringum síðustu aldamót og svo virðist sem hún hafi einvörðungu verið starfrækt í kringum jól og áramót, og leikið aðeins á Vínartónleikum á Akureyri ásamt Karlakór Akureyrar-Geysi. Roar Kvam var stjórnandi hljómsveitarinnar sem var á einhverjum tímapunkti fjórtán manna sveit skipuð fjórum fiðlum, flautu, klarinettu, óbó, trompeti, horni, básúnu, sellói,…

Hljómsveit Akureyrar [3] (1951)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1951 á Akureyri undir nafninu Hljómsveit Akureyrar, og var líklega starfrækt undir svipuðum formerkjum og aðrar sveitir undir sama nafni í bænum nokkru fyrr. Stjórnandi þessarar hljómsveitar mun hafa verið Jakob Tryggvason en annað liggur ekki fyrir um hana og er því óskað eftir frekari uppplýsingum.

Afmælisbörn 20. desember 2023

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Hafnfirðingurinn Stefán Hjörleifsson gítarleikari Nýdanskrar er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Stefán hóf sinn tónlistarferil í heimabænum og var í hljómsveitinni Herramönnum ungur að árum. Á menntaskólaárum sínum gaf hann út plötuna Morgundagurinn sem hafði að geyma lög úr stuttmynd en síðan hefur hann…

Afmælisbörn 19. desember 2023

Á þessum degi eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er sextíu og eins árs á þessum degi. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari…

Afmælisbörn 18. desember 2023

Í dag eru tvö nöfn á afmælislista Glatkistunnar Það er Sigurlaug Thorarensen sem einnig gengur undir sólólistanafninu Sillus en hún er þrjátíu og þriggja ára gömul á þessum degi. Hún hefur gefið út tilraunakennt raftónlistarefni og unnið tónlist fyrir sjónvarp en einnig starfað með hljómsveitinni BSÍ á plötu sem og starfað með öðru tónlistarfólki s.s.…

Afmælisbörn 17. desember 2023

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á lista Glatkistunnar í dag: Tónlistarkonan Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir er tuttugu og níu ára gömul á þessum degi. Hún er hljómborðsleikari í hljómsveitinni Kælunni miklu sem sigraði Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2013 og hefur einnig gefið út nokkrar breiðskífur, Sólveig hefur einnig sjálf sent frá sér sólóplötur og fjölda smáskífna þrátt…

Afmælisbörn 16. desember 2023

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Tónlistarkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir er þrjátíu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Rakel Mjöll vakti fyrst athygli í söngkeppni Samfés og hefur m.a.s. keppt í undankeppni Eurovision en hefur fyrst og fremst verið þekkt sem söngkona s.s. hljómsveita eins og Útidúr og Dream wife sem…

Afmælisbörn 15. desember 2023

Í dag eru skráð fjögur afmælisbörn, þau eru þessi: Söngvarinn Herbert Guðmundsson (Hebbi) fagnar stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Hann var áður söngvari fjölmargra hljómsveita eins og Pelican, Eikur, Raflosts, Tilveru, Sólskins, Ástarkveðju, Stofnþels og Kan svo nokkrar vel valdar séu nefndar en þekktastur er hann þó fyrir sólóferil sinn, fyrst og síðast…

Sex listamenn og hljómsveitir hljóta Kraumsverðlaunin 2023

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóðs, voru afhent á KEX í kvöld. Apex Anima, Elín Hall, Eva808, Neonme, Spacestation og ex.girls hljóta Kraumsverðlaunin – árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóðs, fyrir plötur sínar. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru veitt. Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Meðal þeirra…

Afmælisbörn 14. desember 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru eftirfarandi: Friðrik S. Kristinsson kórstjórnandi með meiru er sextíu og tveggja ára gamall í dag, hann hefur stýrt kórum eins og Karlakór Reykjavíkur, Snæfellingakórnum, Unglingakór Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Landsbankakórnum en hann er menntaður söngkennari og starfar einnig sem slíkur. Hann hefur sungið sjálfur inn á plötur enda söngmenntaður. Ástvaldur…

Haukur Heiðar Ingólfsson (1942-)

Haukur Heiðar Ingólfsson læknir er líklega einn þekktasti dinner píanóleikari landsins en hann er jafnframt þekktur fyrir samstarf sitt við Ómar Ragnarsson, hann hefur gefið út nokkrar plötur með píanótónlist. Haukur Heiðar Ingólfsson kemur upphaflega að norðan en hann er fæddur (1942) og uppalinn á Akureyri, þar komst hann fyrst í tæri við tónlistina og…

Haukur Hauksson – Efni á plötum

Haukur Hauksson – …hvílík nótt Útgefandi: Tony Útgáfunúmer: Tony-004 Ár: 1987 1. Þúsund sinnum ég 2. Hver veit 3. Á veiðum 4. Um ókomin ár 5. Bak við huluna 6. Andvökupæling 7. Ekki eitt einasta tár 8. Lífið er lúxus 9. Snotra I Flytjendur: Haukur Hauksson – söngur Daníel Þorsteinsson – hljómborð Þröstur Þorbjörnsson –…

Haukur Hauksson (1963-)

Söngvarinn Haukur Hauksson var nokkuð áberandi í íslensku tónlistarlífi um nokkurra ára skeið undir lok níunda áratugar síðustu aldar og nokkuð fram á tíunda áratuginn en hann sendi þá m.a. frá sér sólóplötu og kom við sögu bæði í Eurovision undankeppninni og Landslaginu. Haukur er fæddur 1963 og er bróðir Eiríks Haukssonar söngvara, ekki er…

Haukur Heiðar Ingólfsson – Efni á plötum

Haukur Heiðar Ingólfsson og félagar – Með suðrænum blæ Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 015 / SCD 015 Ár: 1984 / 1991 / 1995 / 2006 1. Augun þín blá 2. Brazil 3. Ástin er söm við sig 4. La golondrina 5. Ást Ítalíanó 6. Ella og Lalli 7. Sway 8. Ástarbréf 9. Green eyes 10.…

Heiðursmenn [2] (1991-2004)

Lítið liggur fyrir um pöbbahljómsveit sem gekk undir nafninu Heiðursmenn en hún starfaði á síðasta áratug liðinnar aldar og fram á þessa öld. Heiðursmenn virðast hafa komið fram á sjónarsviðið snemma árs 1991 en ekkert liggur fyrir um sveitina þá nema að Kolbrún Sveinbjörnsdóttir var söngkona hennar – og var það reyndar alla tíð. Sveitin…

Heinz Edelstein (1902-59)

Nafn dr. Heinz Edelstein er oft nefnt í sömu andrá og Robert Abraham (Róbert A. Ottósson) og Victor Urbancic en þeir þrír áttu það sameiginlegt að flýja gyðingaofsóknir nasista til Íslands á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðar, og rífa hér upp tónlistarlífið hver með sínum hætti. Heinz Edelstein var e.t.v. minnst áberandi þremenninganna en starf hans…

Heimvarnarliðið [2] (1991)

Upplýsingar óskast um tónlistarhóp, líklega söngflokk sem starfaði innan verkamannafélagins Árvakurs á Eskifirði og kom fram á hátíðarhöldum í bænum þann 1. maí 1991 undir nafninu Heimavarnarliðið. Upplýsingar um Heimavarnarliðið má gjarnan senda Glatkistunni.

Heiðursmenn [3] (2020)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 2020, hugsanlega í Grindavík. Hér er óskað eftir helstu upplýsingum s.s. hverjir skipuðu þessa sveit og hver hljóðfæraskipan hennar var, hvenær hún starfaði o.s.frv.

Helfró [2] (1982-83)

Hljómsveitin Helfró starfaði á Akureyri á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, líklega í kringum 1982 og 83. Meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum, á grunnskólaaldri en meðal þeirra voru Karl Örvarsson söngvari (Stuðkompaníið o.fl.), Jósef Friðriksson bassaleikari (Skriðjöklar) og Eggert Benjamínsson trommuleikari (Skriðjöklar o.fl.), og einnig gæti hafa verið gítarleikari að nafni Þorgils [?]…

Helfró [1] (um 1968)

Hljómsveit sem bar hið sérstaka nafn Helfró starfaði á norðvestanverðu landinu undir lok sjöunda áratugar liðinnar aldar, líklega í kringum 1968. Bræðurnir Rúnar gítarleikari og Jóhann bassaleikari Þórissynir voru meðal meðlima sveitarinnar og einnig gæti trommuleikarinn Skúli Einarsson hafa verið einn meðlima hennar, hann var í sveit með þessu nafni á einhverjum tímapunkti. Liðsmenn sveitarinnar…

Haukur Sveinbjarnarson – Efni á plötum

Haukur Sveinbjarnarson – Kveðja Útgefandi: Stöðin og Haukur Sveinbjarnarson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1988 1. Kveðja 2. Ási gamli (Austri) 3. Þú ert mér allt 4. Næsti dans: polki 5. Lítill friður 6. Afturhvarf 7. Eldliljan (Tango Torrid) 8. Létttifi (Marsúrki) 9. Rússskinna 10. Vonaraugun 11. Kveikur: vínarkruss 12. Bjórstofan 13. Margrettan: marsúki 14. Kveðja…

Haukur Sveinbjarnarson (1928-2018)

Haukur Sveinbjarnarson (f. 1928) starfaði með og starfrækti hljómsveitir upp úr miðri síðustu öld og að minnsta kosti framundir 1970, hér má nefna t.a.m. S.O.S. og Stereo en einnig hljómsveit/ir í eigin nafni sem m.a. léku á dansleikjum í Selfossbíói á síðari hluta sjötta áratugarins. Hann lék að öllum líkindum á harmonikku á þessum árum…

Helfró [3] (1982)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Helfró en hún lék á 17. júní tónleikum á Faxatorgi á Sauðárkróki sumarið 1982. Líklega var um unglingahljómsveit að ræða en hér er óskað eftir helstu upplýsingum um hana s.s. meðlimi og hljóðfæraskipan og annað viðeigandi.

Afmælisbörn 13. desember 2023

Í dag eru þrír tónlistarmenn á skrá Glatkistunnar sem eiga afmæli: Lárus Halldór Grímsson tónskáld, hljómsveitastjórnandi og hljómborðs- og flautuleikari er sextíu og níu ára á þessum degi. Hann nam hér heim og í Hollandi, lék með mörgum hljómsveitum hér á árum áður s.s. Sjálfsmorðssveit Megasar, Súld, Með nöktum, Þokkabót, Eik og Deildarbungubræðrum og lék…

Afmælisbörn 12. desember 2023

Glatkistan hefur á skrá sinni í dag fjögur tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari er fimmtíu og sex ára gamall í dag, hann nam söng hér heima og á Ítalíu, hefur starfað m.a. í Íslensku óperunni, með Frostrósum og Mótettukórnum og haldið fjölda tónleika á Íslandi og erlendis. Jóhann Friðgeir hefur gefið út nokkrar sólóplötur…

Afmælisbörn 11. desember 2023

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Annars vegar er það Guðlaugur Kristinn Óttarsson tónlistarmaður en hann er sextíu og níu ára gamall. Hann hefur leikið sem gítarleikari í fjölmörgum en misþekktum hljómsveitum eins og Steinblómi, Lótusi, INRI, Kukli, Elgar sisters, Sextett, Current 93, Galdrakörlum og Þey en síðast talda sveitin er kannski sú…

Afmælisbörn 10. desember 2023

Nokkur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Einar Hólm Ólafsson söngvari og trymbill (1945-2023) átti afmæli á þessum degi en hann lést fyrr á þessu ári. Einar söng inn á eina litla plötu 1973 en hann var trommuleikari í mörgum hljómsveitum hér áður s.s. Pónik, Stuðlatríóinu, Næturgölum og Hljómsveit Ólafs Gauks svo einhverjar séu…

Afmælisbörn 9. desember 2023

Tónlistartengdu afmælisbörn dagsins eru fjögur talsins að þessu sinni: Björgvin Franz Gíslason leikari er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Björgvin Franz var barnastjarna og vakti fyrst athygli fyrir söng sinn í Óla prik syrpu sem naut vinsælda fyrir margt löngu en hefur síðan aðallega verið tengdur leikhús- og barnatónlist, t.d. Benedikt búálfi, Stundinni…

Afmælisbörn 8. desember 2023

Á þessum degi eru afmælisbörn Glatkistunnar fimm talsins: Guðni (Þórarinn) Finnsson bassaleikari Ensímis er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Auk þess að vera bassaleikari í Ensími hefur Guðni leikið með hljómsveitum eins og Áhöfninni á Húna II, Bikarmeisturunum, Dr. Spock, Rass, Pondus, Hispurslausa kvartettnum og mörgum fleirum. Guðni hefur meira að segja farið…

Afmælisbörn 7. desember 2023

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru sex í þetta skipti: Már Elíson trommuleikari er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Már hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, þeirra þekktust er Upplyfting en einnig má nefna sveitir eins og Trix, Víkingasveitina, Andrá, Pondus, Midas, Kusk, Jeremías, Galdakarla, Danssveitina, Axlabandið og Granada tres tríó svo aðeins…

Haukur Morthens (1924-92)

Haukur Morthens er einn þeirra sem segja má að sé á heiðursstalli íslenskra tónlistarmanna en hann er margt í senn, einn farsælasti og vinsælasti dægurlagasöngvari Íslands fyrr og síðar, sá fyrsti sem gerði dægurlagasöng að atvinnu og um leið fyrstur slíkra til að reyna fyrir sér á erlendum vettvangi, hann var jafnframt lagahöfundur, hljómsveitarstjóri, skrifaði…

Haukur Morthens – Efni á plötum

Haukur Morthens – Hvar ertu? / Ó borg, mín borg [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 209 Ár: 1954 1. Hvar ertu? 2. Ó borg, mín borg Flytjendur: Haukur Morthens – söngur Tríó Eyþórs Þorlákssonar; – Eyþór Þorláksson – gítar – Jón Sigurðsson – bassi – Guðjón Pálsson – píanó Haukur Morthens – Ástin ljúfa / Lítið lag [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn…

Haukur Þorvaldsson (1943-)

Haukur Þorvaldsson hefur starfrækt hljómsveitir í eigin nafni í gegnum tíðina og auk þess leikið með fjölda sveita á austanverðu landinu sem hljómborðs- og harmonikkuleikari. Haukur Helgi Þorvaldsson er fæddur (1943) og uppalinn á Eskifirði, þar starfrækti hann Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar m.a. ásamt bróður sínum Ellert Borgari, sem starfaði líklega í nokkur ár á sjötta…

Haukur Þorsteinsson (1932-93)

Haukur Þorsteinsson var það sem kalla mætti félagsmálatröll en hann stóð framarlega í öllu félagslífi Sauðkrækinga um árabil, hann var t.a.m. öflugur liðsmaður leikfélagsins á Króknum og starfrækti hljómsveitir um árabil. Haukur var fæddur (snemma árs 1932) og uppalinn á Sauðárkróki þar sem hann hóf að leika fremur ungur á harmonikku en nikkan og saxófónninn…

Haukur Guðlaugsson – Efni á plötum

Gunnar Kvaran og Haukur Guðlaugsson – J.S. Bach Útgefandi: Japis Útgáfunúmer: JAP94202 Ár: 1994 1. Svíta í G-dúr; Prélude / Allemande / Courante / Sarabande / Menuet I & II / Gigue 2. Slá þú hjartans hörpustrengi / Ave Maria / Arioso / Komm, süsser Tod 6. Air 3. Svíta í d-moll; Prélude / Allemande…

Haukur Guðlaugsson (1931-2024)

Haukur Guðlaugsson vann mikið starf í þágu íslensks tónlistarlífs, sem hljóðfæraleikari, tónlistarkennari og kórstjórnandi en einnig sem söngmálastjóri þjóðkirkjunnar en þeirri stöðu gegndi hann í ríflega aldarfjórðung. Það var ekki fyrr en á seinni árum sem hann gaf sér tóm til að senda frá sér plötur með orgelleik sínum. Haukur fæddist á Eyrarbakka vorið 1931…

Haukur Daníelsson – Efni á plötum

Haukur Daníelsson – Uppsalaminning: Haukur Daníelsson leikur á harmóníku Útgefandi: Sigurjón Samúelsson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Haukur Daníelsson – harmonikka

Haukur Daníelsson (1932-2000)

Harmonikkuleikarinn Haukur (Sigurður) Daníelsson fæddist í Súðavík sumarið 1932 en ólst upp á Ísafirði frá tveggja ára aldri. Hann mun hafa verið um sex ára aldur þegar hann byrjaði að leika á harmonikku en hann spilaði jafnan eftir eyranu og naut lítillar sem engar tónlistarkennslu. Hann hóf að leika á dansleikjum fremur ungur að árum…

Kjarabót [1] – Efni á plötum

Heimavarnarliðið – Eitt verð ég að segja þér Útgefandi: Miðnefnd S.H.A. Útgáfunúmer: 2 VR 21230 Ár: 1979 1. Söngsveitin Kjarabót – Þegar hjálpin er næst 2. Stjórnarbót 3. Margrét Örnólfsdóttir og söngsveitin Kjarabót – Vögguvísa herámsins 4. Eiríkur Ellertsson og Kjarabót – Ísland úr NATO 5. Karl J. Sighvatsson – Hugleiðing 6. Þorvaldur Örn Árnason…