Halldóra Björnsdóttir [annað] – Efni á plötum

Halldóra Björnsdóttir – Morgunleikfimi þegar þér hentar: Heilbrigð sál í hraustum líkama Útgefandi: Ríkisútvarpið Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1998 1. Inngangsorð 2. Æfingar fyrir háls og herðar 3. Æfingar fyrir fætur (neðri hluta líkamans) 4. Æfingar fyrir kvið og bakvöðva 5. Æfingar gerðar sitjandi á stól 6. Æfingar gerðar sitjandi á stól 7. Teygjuæfingar Flytjendur:…

Haraldur Ólafsson [1] (1901-84)

Haraldur V. Ólafsson, gjarnan kallaður Haraldur í Fálkanum er líklega með þeim brautryðjendum sem hafa haft hvað mestu áhrifin á íslenska tónlist á 20. öldinni, bæði sem innflytjandi hljómplatna og sem útgefandi íslensks efnis. Haraldur Valdimar Ólafsson fæddist árið 1901 í Reykjavík og bjó þar alla ævi, hann starfaði aldrei sem tónlistarmaður en nam píanóleik…

Haraldur Guðmundsson [1] (1922-81)

Haraldur Guðmundsson hlýtur að teljast til tónlistarforkólfa en hann hafði mikil áhrif á tónlistarlífið í Vestmannaeyjum og Neskaupstað þar sem hann starfrækti hljómsveitir, stjórnaði kórum og lúðrasveitum og annaðist tónlistarkennslu, þá stofnaði hann einnig Lúðrasveit verkalýðsins og stjórnaði henni þannig að áhrifa hans gætir víða. Haraldur Kristinn Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum sumarið 1922 og bjó…

Hangir á bláþræði (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Hangir á bláþræði starfaði innan Menntaskólans við Sund árið 1987 og þá um haustið átti sveitin lag á safnplötunni Smellir sem Skífan gaf út. Lítið liggur fyrir um þessa sveit, Pétur Örn Guðmundsson var hljómborðsleikari hennar og líklega söngvari og líklega var Pétur S. Jónsson einnig meðlimur hennar. Óskað er eftir…

Hanniböl (1973)

Þjóðlagatríó sem bar nafnið Hanniböl var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu í nokkra mánuði árið 1973 en þá um vorið kom það fyrst fram opinberlega í sjónvarpsþætti hjá Lítið eitt. Í kjölfarið kom tríóið eitthvað áfram fram með söngdagskrá um sumarið þar sem það lék að mestu frumsamda texta við eigin lög og annarra, m.a. á Akranesi,…

Hanni og félagar (1979-87)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit á Akureyri sem starfaði undir nafninu Hanni og félagar, og virðist sem hún hafi haft einhver sérstök tengsl við Menntaskólann á Akureyri því hún kom í nokkur skipti fram innan skólans á árunum 1979 til 87 að minnsta kosti og virðist hafa leikið gömlu dansa tónlist. Hér er óskað…

Hann kafnar (1993-94)

Litlar upplýsingar finnast um akureyska hljómsveit sem starfaði veturinn 1993 til 94 (og hugsanlega lengur) undir nafninu Hann kafnar, þetta sérkennilega hljómsveitarnafn átti sér skírskotun í aðra sveit sem þá starfaði á Akureyri og gekk undir nafninu Hún andar. Meðlimir Hann kafnar voru þeir Benedikt Brynleifsson trommuleikari og söngvari, Sigrún [?] söngkona, Pétur Sigurðsson hljómborðsleikari,…

Hankar (1996-97)

Technopönksveitin Hankar var samstarfsverkefni hafnfirsku hljómsveitanna Botnleðju og Súrefnis veturinn 1996-97 en sveitin var sett saman í tengslum við tónleikaferð um landið sem Kristinn Sæmundsson (Kiddi í Hljómalind) hélt utan um og skipulagði. Þetta samstarf leiddi til þess að tvö lög voru hljóðrituð (Aðeins eina nótt með þér / Ávallt einn) undir Hanka-nafninu og stóð…

Harald G. Haraldsson (1943-)

Harald G. Haralds leikari var kunnur rokksöngvari hér á árum áður en hann söng með nokkrum hljómsveitum á upphafsárum rokksins. Harald Gudberg Haraldsson er fæddur 1943 í Reykjavík og hefur búið þar alla tíð. Hann kom fyrst opinberlega fram sem söngvari vorið 1958 á tónleikum norsku söngkonunnar Noru Brocksted í Austurbæjarbíói en hann var þá…

Afmælisbörn 27. september 2023

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Akureyringurinn Jón (Arnar) Freysson hljómborðsleikari er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Jón sem er menntaður tölvunarfræðingur varð þekktur þegar hann lék með Bara flokknum á sínum tíma en lék einnig með sveitum eins og Skræpótta fuglinum og Nautsauga en með síðarnefndu sveitinni var hann…

Afmælisbörn 26. september 2023

Sex afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Reynir Jónasson harmonikkuleikari og organisti fagnar níutíu og eins árs afmæli sínu í dag. Reynir kemur upphaflega úr Suður-Þingeyjasýslu en tónlistarferillinn hófst þó á Akureyri um tvítugt. Þegar hann flutti suður lék hmeð sveitum eins og Hljómsveit Svavars Gests, Rómeó kvartettnum og Tríói Trausta Thorberg en síðar…

Afmælisbörn 25. september 2023

Í dag koma þrjú afmælisbörn við sögu hjá Glatkistunni: Dalvíkingurinn Matthías Matthíasson söngvari er fjörutíu og átta ára, hann vakti fyrst athygli með Reggae on ice en hafði reyndar áður keppt í Músíktilraunum með hljómsveitinni Dagfinni dýralækni. Samhliða reggíævintýrinu lék hann og söng í Hárinu og Súperstar en svo tóku við hljómsveitir eins og Papar,…

Afmælisbörn 24. september 2023

Afmælisbörnin eru átta í dag: Garðar (Emanúel) Cortes tenórsöngvari hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést fyrr á þessu ári. Garðar stundaði söngnám hér heima á Íslandi og í Englandi og að loknu námi sinnti hann ýmsum söngverkefnum hér heima, bæði á sviði og plötum, og gaf út nokkrar plötur sjálfur. Garðar stýrði…

Afmælisbörn 23. september 2023

Að þessu sinni eru tvær söngkonur á afmælislista Glatkistunnar, þær eru báðar látnar: Þingeyingurinn Erla Stefánsdóttir söngkona hefði átt afmæli á þessum degi. Erla fæddist 1947, fluttist ung til Akureyrar og gerðist þar söngkona hljómsveitarinnar Póló. Lagið Lóan er komin varð vinsælt í flutningi hennar á lítilli plötu 1967 en Erla átti eftir að syngja…

Afmælisbörn 22. september 2023

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara en hann lést árið 2020. Ragnar (f. 1934) þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir þekkja lög eins…

Afmælisbörn 21. september 2023

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari er fimmtíu og átta ára gömul í dag. Áshildur hefur komið víða við í tónlist sinni, verið í aukahlutverkum á plötum annarra listamanna en einnig gefið sjálf út nokkrar sólóplötur, m.a. í samstarfi við annað afmælisbarn dagsins, Atla Heimi, og einnig Selmu Guðmundsdóttur, svo…

Halldór Kristinsson (1950-)

Tónlistarmaðurinn Halldór Kristinsson (oft nefndur Dóri í Tempó) var töluvert áberandi í íslenskri tónlist á sjöunda og áttunda áratugnum en hann var eins konar barnastjarna og síðar í einni af vinsælli hljómsveitum landsins, tríóinu Þremur á palli. Halldór (fæddur 1950) kom fyrst fram á sjónarsviðið aðeins tólf ára gamall þegar hann söng lagið It‘s now…

Halldór Kristinsson – Efni á plötum

Halldór Kristinsson – syngur eigin lög við ljóð Jóhannesar úr Kötlum [ep]  Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 572 Ár: 1973 1. Lamb í grænu túni 2. Seppi sat á hól 3. Rottan með skottið 4. Afi gamli á eina kú 5. Fífill í túni Flytjendur: Halldór Kristinsson – söngur hljómsveit leikur undir stjórn Jóns Sigurðssonar – [engar upplýsingar um flytjendur]

Halldór Pálsson – Efni á plötum

Halldór Pálsson – Gullinn sax: instrumental Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 122 Ár: 1993 1. Eina ósk 2. Reykjavík 3. Don’t try to fool me 4. Ég er að tala um þig 5. Ef ekki er til nein ást 6. Við eigum samleið 7. Ef 8. Íslenskt sumarkvöld 9. Ég lifi í voninni 10. Don’t try…

Halldór Pálsson (1946-)

Saxófónleikarinn Halldór Pálsson hefur búið og starfað í Svíþjóð lungann af ævi sinni og er því líklega minna þekktur hér á fróni en ella, hann lék þó með ýmsum hljómsveitum og inn á fjölda platna hér á landi áður en hann flutti utan en í Svíþjóð hefur hann starfað með þekktu tónlistarfólki á borð við…

Hallsbandið (1990)

Vorið 1990 kom fram rokksveit og lék á tónleikum á Hótel Borg undir nafninu Hallsbandið. Hallur sá sem þar var vísað til er Hallur Ingólfsson sem var trommuleikari sveitarinnar. Sveitin kom fram einungis einu sinni undir þessu nafni en hvarf síðan. Hér er giskað á að Hallsbandið hafi annað hvort verið eins konar undanfari hljómsveitarinnar…

Handan grafar (1981)

Haustið 1981 starfaði um nokkurra mánaða nýbylgjusveit sem bar nafnið Handan grafar. Meðlimir þessarar sveitar voru Árni Daníel Júlíusson sem vann með hljóðin (hljóðgervla, trommuheila og segulband) og Birna Magnúsdóttir söngkona en einnig var Óskar Jónasson viðloðandi sveitina, lék á saxófón og annaðist myndskreytingar á tónleikum – hann vann m.a. með myndefni úr heimsstyrjöldinni síðari…

Handabandið [2] (2010)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Handabandið flutti tónlistaratriði við opnun Héðinsfjarðargangna haustið 2010. Ekki liggur fyrir hvort Handabandið var þá starfandi sveit eða hvort hún var sérstaklega sett saman fyrir gangaopnunina, og er óskað eftir þeim upplýsingum sem og um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Handabandið [1] (um 1980)

Einhvern tímann á áttunda áratug liðinnar aldar var hljómsveit starfrækt innan Leikfélags Akureyrar undir nafninu Handabandið, og tók að öllum líkindum þátt í einhverri leiksýningu leikfélagsins nyrðra. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þetta leikhúsband, hvenær það starfaði, í tengslum við hvaða leiksýningu, hverjir skipuðu það og hvernig hljóðfæraskipan þess var háttað.

Hana (1984)

Hljómsveit sem hét því sérkennilega nafni Hana starfaði á höfuðborgarsvæðinu árið 1984 en það sama ár átti sveitin tvö lög á safnkassettunni Rúllustiginn, lögin Dansandi verur og Skógur. Meðlimir Hana voru þar Valdimar Stefánsson gítarleikari, Jóhann G. Bjarnason bassaleikari og Jóhannes Ágústsson (síðar kenndur við Japis og 12 tóna) trommuleikari. Litlar upplýsingar er að finna…

Hamskiptin (1997)

Hljómsveitin Hamskiptin var starfrækt innan Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1997 en það ár kom út safnplata sem bar titilinn Tún (Tónleikaupptökur úr Norðurkjallara) og hafði að geyma upptökur frá tónleikum í skólanum. Meðlimir Hamskiptanna voru þeir Arnaldur Máni Finnsson söngvari og slagverksleikari, Gunnar Þorri Pétursson píanóleikari og Önundur Hafsteinn Pálsson bassaleikari. Ekkert bendir til að…

HAMS (um 1980)

Hljómsveit starfaði í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði um eða upp úr 1980 undir nafninu HAMS. HAMS (eða H.A.M.S.) mun vera skammstöfun fyrir meðlimi sveitarinnar en þeir voru Heiðar Ingi Svansson bassaleikari, Andri [?], Már [?] og Sigurður [?]. Ekki er vitað um frekari deili á þessari sveit og er óskað eftir upplýsingum um full nöfn þeirra…

Hound dog tríóið (2003)

Hound dog tríóið (kallað Handdogstríóið Elvis í fjölmiðlum) var hljómsveit sem starfaði sumarið 2003 og lék þá víða á höfuðborgarsvæðinu á stöðum eins og Champion‘s café og Celtic Cross en einnig úti á landsbyggðinni s.s. á Selfossi og Hellu. Meðlimir Hound dog tríósins voru Elvis-eftirherman Jósef Ólason söngvari, Hjörtur Geirsson bassaleikari og Númi Björnsson gítarleikari.

Afmælisbörn 20. september 2023

Í dag koma fjögur afmælisbörn fyrir í gagnagrunni Glatkistunnar: Edda Borg (Ólafsdóttir) hljómborðsleikari og söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og sjö ára gömul á þessum degi. Edda hefur spilað með mörgum hljómsveitum s.s. Perlubandinu, Kveldúlfi, Fiction, Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur og Model, sem margir muna sjálfsagt eftir en hún kom einnig fyrir í sönglagakeppnum eins og…

Afmælisbörn 19. september 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex að þessu sinni: Finnbogi G. Kjartansson bassaleikari frá Keflavík fagnar sjötíu og eins árs afmæli í dag en hann lék með ýmsum Suðurnesjasveitum á sínum yngri árum, oft með bróður sínum Magnúsi. Meðal sveita sem Finnbogi lék með voru Júdas, Júbó, Echo, Steinblóm, Ábót, Fresh, Geimsteinn og Hrókar en sú síðast…

Afmælisbörn 18. september 2023

Í dag koma fjögur tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Kjartan Ragnarsson leikari og leikstjóri er sjötíu og átta ára í dag en hann kom víða við í tónlistartengdum verkefnum í leikhúsinu um tíma, m.a. annars í Hatti & Fatti, Gretti, Á köldum klaka og Saumastofunni þar sem tónlistinni var þrykkt á plast. Þá…

Afmælisbörn 17. september 2023

Tónlistartengdu afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm í þetta skipti: Smári Jósepsson gítarleikari eða bara Smári Tarfur er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Tarfurinn hefur starfað með alls kyns ólíkum sveitum eins og Quarashi, Spitsign, Ylju, Belford, Porker og dúettnum Hot damn, og hefur einnig gefið út fjölda sólóplatna og m.a. efni sem hann samdi…

Afmælisbörn 16. september 2023

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Sjálfur orkuboltinn Ómar Ragnarsson á afmæli en hann er áttatíu og þriggja ára gamall í dag. Fáir hafa komið jafn víða við í lífinu og Ómar en hann hefur fengist við fréttamennsku, þáttagerð, rallakstur, flugmennsku, skemmtanahald og tónlist auk þess að vera einn þekktasti náttúruverndarsinni okkar…

Afmælisbörn 15. september 2023

Tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar í dag: Það er Sigfús E. Arnþórsson en hann er sextíu og sex ára gamall í dag. Sigfús lék með fjölda hljómsveita á árum áður, einkum norðanlands en það voru sveitir eins og Skýborg, Anus, Klassík, Namm, Tíglar, Árný trúlofast, Flugfrakt, Skarr og Mörðuvallamunkunum en einnig hefur…

Afmælisbörn 14. september 2023

Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Anna Vilhjálms söngkona með meiru á sjötíu og átta ára afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en…

Hallbjörn Hjartarson (1935-2022)

Óhætt er að segja að skipst hafi á skin og skúrir í lífi Hallbjörns Hjartarsonar en umtalið um hann hefur verið allt frá því að honum sé lýst sem alþýðuhetju sem upp á sitt einsdæmi vakti almenna athygli á kántrítónlist hérlendis með ýmsum hætti og til þess að vera úthrópaður kynferðisafbrotamaður. Því verður hins vegar…

Hallbjörn Hjartarson – Efni á plötum

Hallbjörn Hjartarson – Hallbjörn syngur eigin lög Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 087 / SG 723 Ár: 1975 1. Lífsins braut 2. Fegurð Íslands 3. Saklaus koss 4. Veiztu að ég veit að þú veizt að ég elska þig 5. Nýjar vonir vakna 6. Augun bláu og augun gráu 7. Einn og yfirgefinn 8. Ég dvel…

Halla Soffía Jónasdóttir – Efni á plötum

Fríður Sigurðardóttir og Halla Soffía Jónsdóttir – Ætti ég hörpu Útgefandi: Harpa Útgáfunúmer: HARPA1 Ár: 1994 1. Ætti ég hörpu 2. Vorljóð 3. Þú sem eldinn átt í hjarta 4. Svefnljóð 5. Í fjarlægð 6. Flickan kom 7. Svarta rosor 8. Móðir María 9. Sunnudagsmorgunn 10. Sólseturljóð 11. Fagurt er á sumrin 12. Vögguljóð 13. Rósin 14. Vögguljóð…

Halla Soffía Jónasdóttir (1943-)

Sópran söngkonan Halla Soffía Jónasdóttir kom við bæði í léttari tegund tónlistar sem og kórtónlist og einsöng, en plata hefur komið út með söng hennar og Fríðar Sigurðardóttur. Halla Soffía Jónasdóttir fæddist á Dalvík sumarið 1943 og sleit þar barnsskónum. Hún mun eitthvað hafa numið tónlist á yngri árum og hóf að syngja þar með…

Hallgrímur Þorsteinsson (1864-1952)

Segja má að Hallgrímur Þorsteinsson hafi stutt verulega við framgang lúðrasveitatónlistar hér á landi en hann stofnaði og stýrði fjölmörgum slíkum sveitum um ævi sína, hann var einnig organisti, söngkennari og kórstjóri víða um land. Hallgrímur var fæddur í uppsveitum Árnessýslu, vorið 1864 nánar tiltekið að Götu í Hrunamannahreppi. Hann var sendur þriggja ára gamall…

Halo (1995)

Hljómsveit sem bar nafnið Halo starfaði í nokkra mánuði að minnsta kosti árið 1995 en sveitin kom þá um haustið fram á tvennum tónleikum á höfuðborgarsvæðinu ásamt fleiri sveitum. Meðlimir Halo voru þeir Þór Tryggvason gítarleikari, Daníel Elíasson trommuleikari, Hilmar Örn Óskarsson söngvari og Hjörvar Rögnvaldsson bassaleikari. Halo lék að líkindum einhvers konar rokk.

Hallvarður ofnaverksmiðjan kortér (1996)

Með þeim fyrirvara að ekki sé um innsláttarvillu eða misskilning að ræða er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa borið nafnið Hallvarður ofnaverksmiðjan kortér, hljómsveitin sem hér um ræðir lék á útitónleikum í Hafnarhúsportinu í miðbæ Reykjavíkur sumarið 1996 ásamt fleiri sveitum. Óskað er eftir upplýsingum um nöfn og hljóðfæraskipan meðlima sveitarinnar, starfstíma…

Hallur Þorleifsson (1893-1974)

Hallur Þorleifsson var kunnur bassasöngvari og kórstjóri en hann var t.a.m. í Dómkirkjukórnum og Fóstbræðrum í áratugi, þá var hann aukinheldur kórstjóri og vann ötullega að félagsmálum karlakórsins Fóstbræðra enda var hann einn af stofnendum kórsins. Hallur Þorleifsson var fæddur austur í Rangárþingi (1893) en fluttist sex ára gamall til Reykjavíkur. Hann var kominn í…

Hallgrímur Jakobsson (1908-76)

Hallgrímur Jakobsson var lengi söngkennari við Austurbæjarskóla en hann stjórnaði einnig nokkrum kórum og samdi nokkurn fjölda sönglaga. Hallgrímur Jónas Jónsson Jakobsson fæddist á Húsavík 1908, hann flutti til Vesturheims ungur að aldri en fjölskyldan sneri heim aftur fáeinum árum síðar þannig að hann lauk námi við Menntaskólann við Reykjavík og nam auk þess við…

Halló og heilasletturnar (1978)

Halló og heilasletturnar var skammlíf pönkhljómsveit en þó merkileg í sögulegu samhengi því hún var ein allra fyrsta starfandi pönksveitin hér á landi, líklega önnur í röðinni á eftir Þvagi sem hafði starfað fáeinum mánuðum fyrr. Halló og heilasletturnar mun hafa komið fram opinberlega tvívegis en fyrra skiptið var í byrjun ágúst 1978 þegar sveitin…

Haltukjafti (1983)

Óskað er eftir upplýsingum um ísfirska rokk- eða pönksveit sem gekk undir nafninu Haltukjafti. Lítið liggur fyrir um þessa hljómsveit annað en að hún átti efni á safnkassettunni Ísfizkar nýbylgjugrúbbur (Dauðar og lifandi) sem Sigurjón Kjartansson (þá 14-15 ára gamall) stóð að baki. Hugsanlega var Sigurjón einn meðlimur sveitarinnar en óskað er eftir frekari upplýsingum…

Hamóna (1980-84)

Hljómsveitin Hamóna var ballhljómsveit starfrækt á Þingeyri, sveitin starfaði um nokkurra ára skeið – allavega á árunum 1980 til 84 og hugsanlega lengur. Upplýsingar um hljómsveitina eru af skornum skammti, árið 1984 voru Birkir Guðmundsson söngvari og hljómborðsleikari og Guðjón Ingi Sigurðsson gítarleikari [?] meðal meðlima hennar en alls voru þá fimm í sveitinni. Óskað…

Afmælisbörn 13. september 2023

Fimm afmælisbörn koma við sögu íslenskrar tónlistar í dag á lista Glatkistunnar: Andrea Gylfadóttir söngkona er sextíu og eins árs gömul á þessum degi. Andrea hafði lagt stund á söng og sellóleik þegar hún gekk til liðs við hljómsveitina Grafík og tók þar við af Helga Björnssyni. Þar sló hún í gegn og í kjölfarið…

Afmælisbörn 12. september 2023

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorbjörn Sigurðsson hljómborðs-, gítarleikari og söngvari er fjörutíu og fjögurra ára gamall á þessum dagi. Fáir hafa spilað með jafn mörgum hljómsveitum og Þorbjörn en meðal þeirra sem hafa notið þjónustu hans eru Byltan, Írafár, Tristian, Dr. Spock, Ensími, Jeff who?, Motion boys og Mugison bandið.…

Afmælisbörn 11. september 2023

Glatkistan hefur að geyma þrjú tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi. Snorri Barón Jónsson er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Snorri Barón hefur leikið á gítar í nokkrum sveitum og má til dæmis nefna Moonboots, Hetjur og Trúboðana en hann var jafnframt einn þeirra sem kom að útgáfu tímaritsins Undirtóna á sínum tím.…