Afmælisbörn 10. september 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú á þessum degi: Gerður (Guðmundsdóttir) Bjarklind á áttatíu og eins árs afmæli í dag. Gerður kom til starfa hjá Ríkisútvarpinu haustið 1961, starfaði fyrst á auglýsingadeildinni eða til ársins 1974 en einnig sem útvarpsþulur og dagskrárgerðarkona, hún stýrði til að mynda þáttunum Lögum unga fólksins og Óskastundinni, en hún kom einnig…

Afmælisbörn 9. september 2023

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Eyþór Gunnarsson hljómborðs- og ásláttarleikari fagnar sextíu og tveggja ára afmæli í dag. Eyþór byrjaði feril sinn með Ljósunum í bænum, Tívolí og Mezzoforte en hefur síðan leikið með ýmsum þekktum og óþekktum böndum, þar á meðal eru Stuðmenn, KK band, Mannakorn og Ófétin en Eyþór…

Afmælisbörn 8. september 2023

Sjö afmælisbörn eru í Glatkistu dagsins: Fyrstan skal telja Gunnlaug Briem sem fagnar sextíu og eins árs afmæli í dag, hann var lengi þekktastur fyrir trommuframlag sitt í hljómsveitinni Mezzoforte en hann hefur einnig verið í sveitum eins og Ljósunum í bænum, Park project, Dúndrinu, Model, Ófétunum og Mannakornum. Gunnlaugur hefur auk þess gefið út…

Afmælisbörn 7. september 2023

Að þessu sinni eru afmælisbörnin sjö talsins: Heiðar Örn Kristjánsson er fjörutíu og níu ára gamall. Eins og flestir muna er hann einn af Pollapönks genginu sem fór í Eurovision keppnina 2014 en hann var líka í Botnleðju sem sigraði Músíktilraunir 1995, gáfu út plötur og herjuðu á Bretlandaseyjar um tíma undir nafninu Silt, hann…

Hallbjörg Bjarnadóttir (1917-97)

Söngkonan Hallbjörg Bjarnadóttir var sannkallað kamelljón en hún hafði þá hæfileika að raddsvið hennar var víðara en annarra og því gat hún sungið á söngsviði sem spannaði fjórar áttundir, hún skemmti víða um heim með því að herma eftir þekktum söngvurum af báðum kynjum. Hallbjörg Bjarnadóttir fæddist á Snæfellsnesi vorið 1917 – reyndar eru heimildir…

Halldór V. Hafsteinsson (1973-)

Óskað er eftir upplýsingum um tónlistarmanninn Halldór V. Hafsteinsson (f. 1973) sem sendi frá sér lagasmíð á safnplötunni Lagasafnið 2, sem kom út árið 1992. Þar virðist hann njóta aðstoðar hljómsveitarinnar Sexmenn sem hann var sjálfur meðlimur í en engar aðrar upplýsingar er að finna um hann eða tónlistarferil hans almennt, því er óskað eftir…

Hallbjörg Bjarnadóttir – Efni á plötum

Hallbjörg Bjarnadóttir – Jeg har elsket dig så længe jeg kan mindes / Moonlight and shadows [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone XS 43286 Ár: 1938 1. Jeg har elsket dig så længe jeg kan mindes 2. Moonlight and shadows Flytjendur: Hallbjörg Bjarnadóttir – söngur strengjakvartett Elo Magnussen: – Elo Magnussen – [?] –…

Hafsteinn Reykjalín – Efni á plötum

Helga Möller og Ari Jónsson – Ljúfar stundir: Tónsmíðar Hafsteins Reykjalín, Helga Möller & Ari Jónsson flytja Útgefandi: Hafsteinn Reykjalín Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2012 1. Gefðu mér mynd 2. Halló, halló 3. Þá snýst hamingjunnar hjól 4. Í blómanna veröld 5. Syngjum og dönsum 6. Ég elska þig og dái 7. Já, dönsum og…

Hafsteinn Reykjalín (1940-)

Hafsteinn Reykjalín hefur komið víða við á ævi sinni en hefur á síðari árum birst sem eins konar fjöllistamaður, og meðal annars gefið út tvær plötur með frumsömdu efni. Trausti Hafsteinn Jóhannesson Reykjalín er fæddur (vorið 1940) og uppalinn á Hauganesi í Eyjafirði, hann nam vélfræði og starfaði m.a. sem vélstjóri áður en hann fluttist…

Halldórsstaðatríóið (um 1965)

Halldórsstaðatríóið var eins konar fjölskylduband starfandi á Halldórsstöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, en tríóið lék fyrir dansi í Reykjadal og nærsveitum um nokkurra ára skeið. Það var faðirinn Friðrik Jónsson (organisti og kórstjórnandi í sveitinni) sem starfrækti bandið ásamt börnum sínum, Sigurði og Emilíu en öll léku þau á…

Halldór Þórólfsson (1879-1956)

Halldór Þórólfsson var stórt nafn í samfélagi Vestur-Íslendinga í Winnipeg í Kanada, þar stjórnaði hann kórum og kom oft fram sem einsöngvari en hann þótti hafa fagra baritón rödd. Halldór Þórólfsson (Halldór Thorolfsson) fæddist í Dölum hér heima á Íslandi haustið 1879, hann missti móður sína ungur og fluttist vestur um haf til Winnipeg í…

Halldór Þórðarson (1938-)

Halldór Þórðarson bóndi og hreppstjóri frá Breiðabólstað á Fellsströnd hefur verið framarlega í tónlistarstarfi Dalamanna um margra áratuga skeið sem organisti og kórstjórnandi, og þegar þetta er ritað fara áratugir hans í því starfi að nálgast sjö talsins. Halldór Þorgils Þórðarson fæddist snemma árs 1938 og er kominn af mikilli tónlistarætt, faðir hans hafði verið…

Hallgrímur Bergsson (1958-)

Hallgrímur Bergsson tónlistarmaður hefur samið og sent frá sér lög í gegnum tíðina en hann starfaði jafnframt m.a. með hljómsveitinni Eglu frá Fáskrúðsfirði um skeið. Hallgrímur (f. 1958) bjó fyrstu æviárin á Stöðvarfirði en var lengi vel á Fáskrúðsfirði á yngri árum sínum einnig, þar í bæ starfaði hann sem hljómborðsleikari með hljómsveitum eins og…

Hallfríður Ólafsdóttir – Efni á plötum

Hallfríður Ólafsdóttir – Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina Útgefandi: Forlagið Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2008 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Íslands – leikur undir stjórn Rumon Gamba Valur Freyr Einarsson – upplestur Rannveig Káradóttir – söngur Músabandið: – [engar upplýsingar um flytjendur]   Hallfríður Ólafsdóttir – Maximus Musikus besucht das Orchester Útgefandi: Schott Útgáfunúmer: [engar…

Hallfríður Ólafsdóttir (1964-2020)

Hallfríður Ólafsdóttir var í fremstu röð flautuleikara hér á landi en hún varð einnig þekkt sem hugmyndasmiðurinn og höfundurinn að tónlistarverkefninu Maxímús Músíkús sem margir þekkja bæði hér- og erlendis, Hallfríður var jafnframt virk í því að kynna tónlist kvenna. Hallfríður Ólafsdóttir fæddist árið 1964 og ólst upp í Kópavogi þar sem hún lagði stund…

Halldór Vilhelmsson (1938-2009)

Óperusöngvarinn Halldór Vilhelmsson söng með fjölda kóra á sínum tíma, einsöng með flestum þeirra auk þess sem hann söng fjölmörg óperuhlutverk á söngferli sínum og sem einsöngvari á hundruðum tónleika af öllum stærðum og gerðum. Halldór Kristinn Vilhelmsson bassasöngvari fæddist í Reykjavík vorið 1938 en ekki liggur fyrir hvort hann var af tónlistar- eða söngfólki…

Hallgrímur Sigtryggsson (1894-1990)

Nafn Hallgríms Sigtryggssonar er líklega öllu stærra og þekktara innan Sambands íslenskra samvinnufélaga en tónlistarheimsins en hans ber þó að minnast fyrir störf sín að söngmálum. Hallgrímur fæddist sumarið 1894 að Gilsbakka í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði, hann fluttist síðan inn á Akureyri þar sem hann starfaði hjá Kaupfélagi Eyfirðinga um skeið áður en hann flutti…

Afmælisbörn 6. september 2023

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sverrir Ólafsson (Sverrir Stormsker) fagnar stórafmæli í dag en hann er sextugur. Sverrir hefur í gegnum tíðina gefið út um tuttugu plötur og ljóðabækur en frægðarsól hans reis hvað hæst fyrir 1990, þá átti hann hvern stórsmellinn á fætur öðrum s.s. Horfðu á björtu hliðarnar, Þórður, Við…

Afmælisbörn 5. september 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Tónlistar- og myndlistamaðurinn Júníus Meyvant (Unnar Gísli Sigurmundsson) frá Vestmannaeyjum er fjörutíu og eins árs gamall í dag. Síðan hann sendi frá sér lagið Color decay árið 2014 hefur hann gefið út nokkur lög á breið- og smáskífum sem notið hafa vinsælda en hann starfaði einnig áður með hljómsveitinni…

Afmælisbörn 4. september 2023

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er sjötíu og átta ára á þessum degi. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur…

Afmælisbörn 3. september 2023

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru sex talsins á þessu degi: Bergur Thomas Anderson bassaleikari er þrjátíu og fimm ára gamall í dag. Bergur Thomas birtist fyrst í Músíktilraunum um miðjan síðasta áratug með hljómsveitum eins og Mors og Sudden failure 3550 error error en fyrsta þekkta sveit hans var Big kahuna, í kjölfarið kom Sudden weather…

Afmælisbörn 2. september 2023

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hans (Þór) Jensson saxófónleikari er áttatíu og tveggja gamall. Hans lék lengstum með Lúdó sextettnum (áður Plútó/Plúdó) en mun einnig hafa leikið með sveitum eins og Hljómsveit Ólafs Gauks og Hljómsveit Elfars Berg. Heimildir segja að hann hafi verið einn af stofnendum Samkórs Mýramanna og stjórnað kórnum…

Afmælisbörn 1. september 2023

Að þessu sinni eru afmælisbörnin sex talsins: Ruth Reginalds söngkona er fimmtíu og átta ára gömul í dag en hana þekkja auðvitað allir. Ruth var fyrst og fremst barnastjarna og gaf út á sínum tíma fjöldann allan af plötum á áttunda áratugnum, en hún söng einnig hlutverk Róberts bangsa á þremur plötum um svipað leyti.…

Afmælisbörn 31. ágúst 2023

Fimm afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Vernharður Linnet djassfræðingur með meiru er sjötíu og níu ára. Vernharður er líklega þekktasti djassáhugamaður landsins en hann hefur komið að djasstónlistinni frá ýmsum hliðum, starfrækt og stýrt tímariti um djass (Tónlistartímaritið TT og Jazzmál), haldið úti útvarpsþáttum, verið gagnrýnandi á Morgunblaðinu og verið…

Hafliði Hallgrímsson (1941-)

Flestir hafa að líkindum heyrt um tónskáldið og sellóleikarann Hafliða Hallgrímsson en færri gera sér líklega grein fyrir hversu stórt nafn hans er í alþjóðlegu samhengi en verk hans hafa verið flutt og gefin út víða um heim. Til marks um það má nefna að hann hefur hlotið Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs auk fjölda annarra viðurkenninga. Segja…

Hafrót – Efni á plötum

Hafrót – Brjálæði / Möllu Gvendur [ep] Útgefandi: HB stúdíó Útgáfunúmer: HB 007 Ár: 1974 1. Brjálæði 2. Möllu Gvendur Flytjendur: [engar uppýsingar um flytjendur]

Hafrót (1973-2017)

Það finnast vart lífseigari ballsveitir en hljómsveitin Hafrót sem mun hafa starfað nokkuð samfleytt í yfir fjörutíu ár, reyndar með miklum mannabreytingum – það miklum reyndar að upprunalegu meðlimir sveitarinnar höfðu fyrir löngu síðan yfirgefið hana þegar hún hætti störfum. Reyndar var það svo við upplýsingaöflun þessarar umfjöllunar að efi kom upp að um sömu…

Hafliði Hallgrímsson – Efni á plötum

Sinfóníuhljómsveit Íslands – Fjögur íslensk hljómsveitarverk / Four Icelandic Orchestral Works: Works by Jón Nordal, Leifur Þórarinsson, Magnús Bl. Jóhannsson, Hafliði Hallgrímsson Útgefandi: Íslensk tónverkamiðstöð Útgáfunúmer: ITM 6-02 Ár: 1989 1. Konsert fyrir selló og hljómsveit (e. Jón Nordal) 2. Haustspil (e. Leif Þórarinsson) 3. Adagio (e. Magnús Blöndal Jóhannsson) 4. Poemi (e. Hafiða Hallgrímsson)…

Halldór Pétursson [annað] (1916-77)

Mynlistarmaðurinn Halldór Pétursson var vissulega ekki tónlistarmaður en kom þó að tónlist sem teiknari plötuumslaga en hann teiknaði fjölmörg slík fyrir SG-hljómplötur á sínum tíma. Halldór (1916-77) nam list sína hér heima, fyrst hjá Guðmundi (Muggi) Thorsteinssyni og síðan Júlíönu Sveinsdóttur áður en hann fór utan til Danmerkur og Bandaríkjanna til að mennta sig frekar…

Halldór Jónsson (1873-1953)

Séra Halldór Jónsson prestur á Reynivöllum í Kjós var á fyrri hluta 20. aldarinnar meðal afkastamestu alþýðutónskálda landsins en líklega samdi hann vel á þriðja hundrað söng- og sálmalaga, ríflega helmingur þeirra kom út í nótnaheftum og mörg þessara laga voru vel þekkt og sungin við raust á samkomum í Kjósahreppnum á sínum tíma. Halldór…

Halldór Ingi Andrésson [annað] (1954-2021)

Halldór Ingi Andrésson lifði og hrærðist í tónlist alla ævi þótt ekki væri hann sjálfur tónlistarmaður, hann kom að íslenskri tónlist sem blaðamaður, plötusali, útgáfustjóri, útvarpsmaður og tónlistarbloggari, í allra stysta máli má segja að hann hafi verið poppfræðingur. Halldór Ingi fæddist vorið 1954, hann kom upphaflega úr Flóanum en fluttist snemma á Selfoss þar…

Hallartríóið (1968)

Hallartríóið lék gömlu dansana í nokkra mánuði í Templarahöllinni frá áramótum 1967-68 og fram á vorið 1968. Vala Bára (Valgerður Bára Guðmundsdóttir) söng með tríóinu sem augljóslega var kennt við Templarahöllina en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar hverjir skipuðu það og er því óskað eftir þeim upplýsingum.

Halim heim (1994)

Hljómsveit var starfandi haustið 1994 undir nafninu Halim heim en tónlist sveitarinnar var skilgreind sem hryllingsrokk. Nafn sveitarinnar er vísun í mál Soffíu Hansen gegn fyrrverandi eiginmanni sínum Halim Al, um forræði yfir dætrum þeirra en það mál var þá í brennidepli, gjarnan undir slagorðinu „Börnin heim“ sem sveitin sneri út úr. Óskað er eftir…

Halifax (um 1980)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Halifax en á því tímaskeiði (um 1980-85) starfaði hér á landi breski fiðluleikarinn Graham Smith – hann er annar þeirra sem fyrir liggur að var í þessari hljómsveit, hinn er Magnús Þór Sigmundsson. Hér er því óskað eftir…

Haggis (1996)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Haggis og var líklega rokksveit af höfuðborgarsvæðinu. Haggis starfaði sumarið 1996 og lék þá á tónleikum í miðborg Reykjavíkur en allar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem skiptir máli vantar.

Halldór Hansen [annað] (1927-2003)

Halldór Hansen er líklega sá Íslendingur sem hefur haft einna mest áhrif á tónlistarheiminn hér á landi án þess þó að vera sjálfur tónlistarmaður, hann var mikill tónlistaráhugamaður og vel að sér í söngmálum, þekkti fólk í bransanum víða um  heim og var mörgu ungu og efnilegu tónlistarfólki til ráðgjafar þegar koma að námi erlendis,…

Afmælisbörn 30. ágúst 2023

Afmælisbörnin eru fmm talsins í dag: Agnar Már Magnússon píanóleikari er fjörutíu og níu ára í dag. Agnar Már sem nam á Íslandi og í Hollandi, hefur einna mest verið áberandi í djassgeiranum og eftir hann liggja nokkrar plötur, auk þess sem hann hefur starfrækt Tríó Agnars Más og unnið nokkuð við leikhústónlist. Hann hefur…

Afmælisbörn 29. ágúst 2023

Átta afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Benóný Ægisson (Benni Ægizz) leikari og tónlistarmaður á sjötíu og eins árs afmæli í dag. Benóný hefur sent frá sér sólóplötur, nú síðast árið 2015, en hann hefur einnig verið viðloðandi hljómsveitir eins og Kamarorghesta, Sódó ódó og Orghesta. Herdís Hallvarðsdóttir er sextíu og…

Afmælisbörn 28. ágúst 2023

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Magnús Þór er auðvitað kunnastur fyrir samstarf sitt með Jóhanni Helgasyni, sbr. Magnús & Jóhann, en saman störfuðu þeir líka sem Pal brothers og í hljómsveitinni Change. Magnús Þór hefur ennfremur gefið út fjöldann…

Afmælisbörn 27. ágúst 2023

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson eða bara Sjón er sextíu og eins árs gamall í dag. Fyrir utan að hafa slegið í gegn sem Johnny Triumph ásamt Sykurmolunum með lagið Luftgítar hefur Sjón samið fjölda texta sem komið hafa út á plötum. Hann hefur einnig gefið út…

Afmælisbörn 26. ágúst 2023

Í dag eru sjö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Daníel Ágúst Haraldsson tónlistarmaður er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann vakti fyrst athygli á menntaskólaárum sínum með hljómsveitinni Nýdanskri sem hann hefur starfað með, reyndar með hléum, allt til þessa dags. Áður hafði hann verið í hljómsveitinni Chorus. Daníel Ágúst hefur einnig verið…

Afmælisbörn 25. ágúst 2023

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Magnús Eiríksson laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari er sjötíu og átta ára gamall. Magnús er einn allra helsti lagahöfundur íslenskrar tónlistarsögu, á að baki sólóferil sem og feril með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Brunaliðið, Pónik og Blúskompaníið auk samstarfs við Kristján Kristjánsson (KK) og…

Afmælisbörn 24. ágúst 2023

Tvö afmælisbörn í íslenskri tónlistarsögu komavið sögu Glatkistunnar í dag: Ólafur Haukur Símonarson er sjötíu og sex ára gamall í dag. Ólafur er fyrst og fremst laga- og textahöfundur og skipta lög hans hundruðum, oftar en ekki tengt leikhúsinu. Þarna má nefna t.d. Hatt og Fatt, Gauragang, Fólkið í blokkinni og Kötturinn fer sínar eigin…

Söngævintýri Gylfa Ægissonar [annað] (1980-2008)

Gylfi Ægisson fór mikinn í útgáfu ævintýra í söngleikjaformi frá því snemma á níunda áratug síðustu aldar og fram á þessa öld en alls komu út átta plötur sem setja mætti í þann flokk. Söngævintýrum Gylfa mætti skipta í tvennt, annars vegar þau sem hann vann í samstarfi við Rúnar Júlíusson í Geimsteini og nutu…

Söngtríóið Þrír háir tónar (1968-69)

Söngtríóið Þrír háir tónar hafði í raun starfað í um tvö ár þegar það kom fram á sjónarsviðið en það hafði þá áður gengið undir nafninu Rím-tríóið, þegar til stóð að gefa út plötu með þeim félögum var nafninu breytt í Þrjá háa tóna en meðlimir tríósins voru þeir Arnmundur Bachman gítarleikari, Friðrik Guðni Þórleifsson…

Hafið (1985)

Glatkistan leitar eftir upplýsingum um söngflokk sem starfaði á fyrri hluta árs 1985 undir nafninu Hafið. Hafið kom fram á Vísnakvöldi Vísnavina ásamt fleiri atriðum en ekki liggja fyrir heimildir nema um þess einu opinberu framkomu hópsins. Hér er óskað eftir frekari upplýsingum um Hafið.

Ha [3] (um 1997)

Skammlíf hljómveit starfaði innan Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki undir nafninu Ha, annað hvort árið 1996 eða 97. Sagan segir að um dúett hafi verið að ræða en meðlimir hans voru þeir Auðunn Blöndal og Hugi Jens Halldórsson sem síðar störfuðu saman í sjónvarpi. Engar upplýsingar er að finna um hljóðfæraskipan dúettsins eða annað og…

Söngævintýri Gylfa Ægissonar [annað] – Efni á plötum

Söngævintýrið Rauðhetta & Hans og Gréta – ýmsir Útgefandi: Geimsteinn / Spor  Útgáfunúmer: GS 112 / GSCD 112 Ár: 1980 / 1994 1. Um skóginn geng ég glöð 2. Fínt er nú veðrið 3. Nú er ég saddur 4. Nú hef ég hér í hægri hönd 5. Ert þú hingað komin? 6. Söngur veiðimannsins 7. Mikið er ég…

Söngtríóið Þrír háir tónar – Efni á plötum

Söngtríóið Þrír háir tónar – Söngtríóið 3 háir tónar [ep] Útgefandi: Tónabúðin Útgáfunúmer: Odeon GEOK 258 Ár: 1968 1. Heimþrá 2. Útilegumenn 3. Siglum áfram 4. Haustljóð Flytjendur: Arnmundur Backman – söngur og gítar Friðrik Guðni Þórleifsson – söngur og bassi Örn Gústafsson – söngur og gítar

Hafnarfjarðar-Gullý (1932-2000)

Guðmunda Jakobína Ottósdóttir eða Hafnafjarðar-Gullý eins og hún er nefnd á umslagi safnplötunnar Drepnir var hafnfirsk alþýðukona fædd 1932, hún var þekktur Hafnfirðingur og þótti skrautlegur karakter, átti ekki alltaf auðvelt líf og mun hafa misst tvo eiginmenn af slysförum. Hún lék á gítar og söng fyrir sig og aðra og hafði yndi af því…