Afmælisbörn 25. júní 2023

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ragnar Páll Steinsson bassaleikari og smiður úr Hafnarfirði er fjörutíu og níu ára í dag. Þekktasta sveit Ragnars er auðvitað Botnleðja en hann tók einnig þátt í Pollapönk ævintýrinu og hefur leikið með hljómsveitum eins og Blend og fleirum. María (Einarsdóttir) Markan óperusöngkona átti afmæli á þessum…

Afmælisbörn 24. júní 2023

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Gunnar (Bergmann) Ragnarsson á þrjátíu og fjögurra ára afmæli í dag. Gunnar er söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem hefur reyndar hætt störfum en margir muna einnig eftir Gunnari sem söngvara í Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir 2005. Sú sveit hugði á landvinninga, fékk plötusamning erlendis en sneri heim og…

Fjöll gefur út Í rokinu

Hljómsveitin Fjöll sendir nú frá sér sína aðra smáskífu á árinu en hún ber heitið Í rokinu, sem á einmitt ágætlega við í rokinu á suðvesturhorninu í dag. Samhliða útgáfunni gefur sveitin út myndband við lagið sem var tekið í sal gamla Tónabíós sem nú er verið að gera upp og stendur til að opna…

Afmælisbörn 23. júní 2023

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru eftirfarandi: Kristján Freyr Halldórsson trommuleikari frá Hnífsdal er fjörutíu og átta ára gamall í dag. Kristján hefur leikið með ótal hljómsveitum, fyrst vestra en síðar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal sveita hans má nefna Níkagagva group, Homebreakers, Geirfuglunum, Miðnes, Prinspóló, Reykjavík! og Dr. Gunna. Kristján hefur einnig komið að tónlist með öðrum…

Afmælisbörn 22. júní 2023

Sjö afmælisbörn úr tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari á sextíu og eins árs afmæli í dag. Hún er af miklum tónlistarættum, nam fiðluleik hér heima á Íslandi áður en hún hélt til Belgíu, Sviss og Hollands til framhaldsnáms, hún menntaði sig einnig í Bandaríkjunum í tónsmíðum og hljómsveitastjórnun. Tvær plötur…

Söngfélagið Hekla [4] [félagsskapur] (1934-)

Söngfélagið Hekla er samband norðlenskra karlakóra, stofnað haustið 1934 og starfar líklega enn í dag að nafninu til en SÍK (Samband íslenskra karlakóra) hefur að mestu tekið við hlutverki þess. Söngfélagið Hekla var stofnað í minningu Magnúsar Einarssonar organista og söngstjóra á Akureyri og var einnig stofnaðu minningarsjóður í nafni hans, Magnús hafði einmitt stjórnað…

Söngfélagið Hekla [4] [félagsskapur] – Efni á plötum

Söngfélagið Hekla: Raddir að norðan (Songs of Iceland, Volume 2) – ýmsir Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CPMA 11 Ár: 1965 1. Sameiginlegur söngur – Heklusöngur 2. Karlakór Akureyrar – Alþýðuómar: Stundum þungbær þögnin er / Frjóvgur blær / Dagsins runnu / Sumri hallar / Rangá / Öslað gnoðin 3. Karlakór Akureyrar – Vögguljóð 4. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps…

Söngfélagið Harpa [6] (1939-43)

Íslenskt söngfélag starfaði á stríðsárunum í Bellingham í Washington ríki í Bandaríkjunum undir stjórn Helga Sigurðar Helgasonar. Það gekk undir nafninu Söngfélagið Harpa og sótti stjórnandinn nafnið ekki langt yfir skammt því föðurbróðir hans, Jónas Helgason hafði einmitt stofnað söngfélag undir sama nafni í Reykjavík nokkrum áratugum fyrr. Söngfélagið Harpa var líklega stofnað á fyrri…

Söngfélagið Harpa [5] (1938-51)

Söngfélag eða blandaður kór var starfandi innan alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í ríflega áratug rétt um miðbik síðustu aldar, saga kórsins skiptist í rauninni í tvennt – annars vegar var um söngfélag að ræða sem söng á skemmtunum og öðrum samkomum á vegum alþýðuflokksins en hins vegar metnaðarfullan kór sem hélt tónleika og söng stærri söngverk. Söngfélagið…

Söngfélagið Harpa [4] (1908-13)

Óskað er eftir upplýsingum um kór sem starfaði á Patreksfirði á árunum 1908 til 1913 undir nafninu Söngfélagið Harpa, einnig gæti verið um sama kór að ræða sem gekk undir nafninu Söngfélagið Fram. Hermann Þórðarson skólastjóri á Patreksfirði mun hafa verið söngstjóri Hörpu en hann var jafnframt organisti og stjórnandi kirkjukórsins á staðnum, þeir Sigurður…

Söngfélagið Hekla [1] (1900-16)

Söngfélagið Hekla á Akureyri er með merkilegum kórum sem þar hafa starfað, bæði var hann einn af fyrstu kórum bæjarins en auk þess var Hekla fyrstur allra kóra til að fara í söngferðalag til útlanda. Söngfélagið Hekla var karlakór og var að öllum líkindum stofnaður aldamótaárið 1900 af Magnúsi Einarssyni þótt elstu heimildir um hann…

Söngfélagið Heimir (1933-39)

Söngfélagið Heimir er ekki meðal þekktustu kóra landsins en um var að ræða einn fyrsta blandaða kórinn sem starfaði á Íslandi og þótti mjög góður. Tildrög þess að kórinn var stofnaður voru þau að Sigfús Einarsson hafði sett á stofn blandaðan kór fyrir Alþingishátíðina sumarið 1930 sem söng þar við hátíðahöldin en var síðan að…

Söngfélagið Harpa [7] (1969-81)

Söngfélagið Harpa var starfandi um árabil á Hofsósi og söng víða um land meðan það starfaði. Fyrstu heimildir um söngfélagið Hörpu á Hofsósi eru frá því um vorið 1970 en hér er giskað á að það hafi verið stofnað haustið á undan, þá voru um þrjátíu manns í þessum blandaða kór en fólk úr þremur…

Söngfélagið Hekla [3] (1914-21)

Óskað er eftir upplýsingum um karlakór Vestur-Íslendinga starfandi í Leslie í Saskatchewan fylki í Kanada á árunum 1914 til 1921, þessi kór gekk undir nafninu Söngfélagið Hekla. Söngfélagið Hekla var stofnað haustið 1914 og voru meðlimir þess ellefu í byrjun. Stofnandi er sagður vera Mrs. W.H. Paulson og á árunum 1915-16 er Anna Paulson stjórnandi…

Söngfélagið Hekla [2] (1910-20)

Litlar upplýsingar er að finna um blandaðan kór, söngfélag Íslendinga í Vancouver í Kanada sem starfaði á öðrum áratug 20. aldar. Vitað er að kórinn var settur á laggirnar 1910 og hlaut nafnið Söngfélagið Hekla eftir að hafa fyrst um sinn gengið undir nafninu Söngfélag Íslendinga í Vancouver, það var þó ekki fyrr en haustið…

Söngfélagið Svava [1] (1888-90)

Lítið þekkt söngfélag, blandaður kór starfaði á árunum 1888 til 1890 undir stjórn Jónasar Helgasonar – eitt fjölmargra söngfélaga sem hann stýrði í Reykjavík. Kórinn gekk undir nafninu Söngfélagið Svava og vitað er að hann hélt samsöng í Góðtemplarahúsinu við Tjörnina en engar aðrar upplýsingar er að finna um frekari tónleikahald á vegum hans. Söngfélagið…

Söngfélagið Svanur [3] (1920-24)

Kór Íslendinga í Winnipeg í Kanada var starfandi á árunum 1920 til 1924 undir stjórn Björgvins Guðmundssonar tónskálds en kórinn gekk undir nafninu Söngfélagið Svanur. Litlar upplýsingar er að finna um þetta söngfélag og er því óskað eftir frekari upplýsingum um það.

Söngfélagið Svanur [2] (1909-13)

Kór var starfandi meðal Vestur-Íslendinga í Ballard í Seattle í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið við upphaf 20. aldar, kórinn gekk undir nafninu Söngfélagið Svanur og líklega var um að ræða karlakór. Heimildir herma að Söngfélagið Svanur hafi verið stofnað árið 1909 og starfaði það til ársins 1913 að minnsta kosti undir stjórn Helga Sigurðar…

Söngfélagið Svanur [1] (1874-98)

Söngfélagið Svanur eða Söngfélag Seltjarnarneshrepps var með fyrstu starfandi söngkórum hér á landi en margt er á huldu varðandi sögu þess og er þessi umfjöllun nokkuð lituð af því. Guðmundur Einarsson þáverandi söngkennari á Seltjarnarnesi stofnaði söngfélagið 1874 eða 75 en hann var stjórnandi þess fyrstu árin og æfði kórinn þá í barnaskólanum í Mýrarhúsum.…

Söngfélagið Röst (1971)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Söngfélagið Röst sem starfaði á Eyrarbakka veturinn 1971-72 undir stjórn Ingimars Pálssonar kaupfélagsstjóra. Röst (sem í einni heimild er kallað Raust) söng á einum tónleikum í Hlíðardalsskóla í Ölfusi en Ingimar stjórnandi var fyrrverandi nemandi þar.

Söngfélagið Iðunn (1908)

Söngfélagið Iðunn var skammlífur kór starfandi í Hafnarfirði árið 1908 en hann hélt þá tvenna tónleika með nokkurra vikna millibili í Góðtemplarahúsinu í bænum undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar Dómkirkjuorganista. Líklega var um að ræða karlakór en allt eins gæti hafa verið um drengjakór að ræða. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Söngfélagið Iðunni.

Söngfélagið Húnar (1942-58)

Söngfélagið Húnar (einnig stöku sinnum kallað Húnvetningakórinn) var stofnaður innan Húnvetningafélagsins í Reykjavík að öllum líkindum árið 1942 en Húnvetningafélagið hafði verið stofnað sex árum fyrr. Kórnum var stundum ruglað saman við karlakórinn Húna sem um svipað leyti starfaði í Húnavatnssýslu, Söngfélagið Húnar var hins vegar blandaður kór. Söngfélagið Húnar starfaði fyrstu árin innan Húnvetningafélagsins…

Söngfélagið Tíbrá [2] (1918-24)

Söngfélagið Tíbrá starfaði á Austurlandi, nánar til tekið á Norðfirði á árunum 1918 til 1924. Tíbrá var stofnuð haustið 1918 gagngert til að syngja á fullveldishátíð í desember byrjun, svo virðist sem söngurinn hafi heppnast nógu vel til að samstarfinu var haldið áfram en kórinn söng þar undir stjórn Sigdórs V. Brekkan. Sigdór stjórnaði söngfélaginu…

Söngfélagið Tíbrá [1] (1904-06)

Blandaður kór starfaði á Akureyri undir nafninu Söngfélagið Tíbrá um tveggja ára tímaskeið á árunum 1904 til 1906. Þegar Sigurgeir Jónsson frá Stóru Völlum í Þingeyjasýslu flutti til Akureyrar stofnaði hann Tíbrá en hann átti síðar eftir að gegna veigamiklu hlutverki í tónlistarlífi bæjarins sem organisti, kórstjórnandi og tónlistarkennari. Söngfélagið Tíbrá þótti góður kór, hann…

Söngfélagið Svava [2] (1908)

Kór sem gekk undir nafninu Söngfélagið Svava mun hafa verið starfandi árið 1908 og er líklega ekki um sama söngfélag og starfaði undir sama nafni um áratug áður í Reykjavík, þetta söngfélag var að líkindum starfrækt í Hafnarfirði enda hélt það tónleika í Góðtemplarahúsinu þar í bæ snemma árs undir stjórn Sigfúsar Einarssonar. Óskað er…

Söngfélagið Víkverjar (1925)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kór sem gekk undir nafninu Söngfélagið Víkverjar og starfaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1925. Svo virðist sem Hallgrímur Þorsteinsson hafi stjórnað því en engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um þetta söngfélag.

Afmælisbörn 21. júní 2023

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Inga (Jónína) Backman sópran söngkona frá Akranesi er sjötíu og sex ára gömul í dag. Inga hóf ekki söngnám fyrr en hún komst á fertugsaldur og lauk söngkennaraprófi árið 1988, en hefur síðar fengist einkum við kirkjulegan söng en einnig ljóða- og óperusöng. Hún hefur ennfremur…

Afmælisbörn 20. júní 2023

Sex afmælisbörn koma við sögu í dag: Ágústa (Aðalheiður) Ágústsdóttir sópransöngkona frá Þingeyri er áttatíu og sex ára gömul í dag. Hún nam söng og fiðluleik hér heima og í Þýskalandi, hefur haldið tónleika á Íslandi og erlendis en hefur starfað mestmegnis hér heima, hún stjórnaði m.a. Samkór Ísafjarðarsýslu á sínum tíma. Eftir Ágústu liggur…

Afmælisbörn 19. júní 2023

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Örn Árnason leikari og skemmtikraftur er sextíu og fjögurra ára gamall í dag en hann er einnig kunnur söngvari og hefur bæði sungið inn á fjölmargar plötur tengdar leiksýningum auk annars konar platna. Hann hefur til að mynda verið í hlutverki sögumanns og sungið á plötum…

Afmælisbörn 18. júní 2023

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Ólafur Hólm (Einarsson) trymbill er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Ólafur hefur um árabil verið trommuleikari hljómsveitarinnar Nýdanskrar en hann hefur leikið með ótal öðrum sveitum, þeirra á meðal eru Todmobile, Tweety, Burkina Faso og Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar. Ólafur hefur einnig komið við sögu á plötum…

Afmælisbörn 17. júní 2023

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í seinni…

Glatkistan hlýtur styrk úr Tónlistarsjóði

Styrkjum úr Hljóðritasjóði og Tónlistarsjóði hefur verið úthlutað af menningar- og viðskiptaráðherra til ýmissa tónlistartengdra verkefna og varð Glatkistan eitt þeirra verkefna sem hlaut náð fyrir augum úthlutunarnefndarinnar að þessu sinni en vefsíðan hlaut 500.000 króna styrk úr Tónlistarsjóði. Við athöfn sem fór fram í Safnahúsinu við Hverfisgötu á miðvikudaginn var tilkynnt að 19 milljónum…

Afmælisbörn 16. júní 2023

Þrjú afmælisbörn dagsins koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni, þau eru öll látin: Fyrst ber að nefna tónlistarfrumkvöðulinn Olufu Finsen (1836-1908) en hún var landshöfðingjafrú sem bjó hérlendis um tveggja áratuga skeið. Á þeim tíma fór hún mikinn í íslensku tónlistarlífi, stofnaði hér kóra og æfði á heimili sínu, kenndi tónlist og varð aðal…

Síðustu nöfnin bætast við á Iceland Airwaves 2023

Nú liggur fyrir hvaða tónlistaratriði koma fram á Iceland Airwaves 2023. Fjöldinn allur af frábærlega flottum, ofur hipp og ótrúlega skemmtilegum atriðum mun spila í miðborg Reykjavíkur í nóvember. Meðal nýjustu nafnanna sem nú slást í hópinn eru  okkar allra besti Daði Freyr, iðnaðar teknópönk-rokk- og sviðsframkomugoðsagnirnar í Hatara, heimaræktaði rapparinn GKR, indí-folkstjarnan Axel Flóvent, hin dáleiðandi JFDR, hin…

Afmælisbörn 15. júní 2023

Í dag eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) á sjötíu og eins árs afmæli í dag. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms…

Söngfélagar Einn og átta (1987-92)

Söngfélagar Einn og átta var tvöfaldur kvartett karla úr Mosfellsbænum sem kom töluvert fram opinberlega í kringum 1990 og gaf út eina plötu með íslenskum og erlendum lögum. Þessi tvöfaldi kvartett mun hafa verið stofnaður sumarið 1987 gagngert til að fara til Sovétríkjanna í söngferðalag, þar sungu þeir félagar á nokkrum tónleikum sem og á…

Söngfélagar Einn og átta – Efni á plötum

Söngfélagar Einn og átta – Söngfélagar Einn og átta Útgefandi: Söngfélagar Einn og átta Útgáfunúmer: SF 001D Ár: 1991 1. Rosa Marie 2. Hestavísur 3. Nú er ég glaður 4. Söngur sjóræningjanna 5. Fornt ástarljóð enskt 6. Matona mia cara 7. Mein Mädel hat einen Rosenmund 8. Hanna 9. Minning 10. Vandi mikill var á…

Söngfélagið Harpa [1] (1862-93)

Söngfélagið Harpa (hið fyrsta) á sér nokkuð flókna sögu en strangt til tekið er um að ræða þrjá kóra sem störfuðu nokkuð samfleytt í rúmlega þrjá áratugi, fyrsti kórinn var nafnlaus og starfaði á árunum 1862-72, næst tók við Söngfélag í Reykjavík sem starfaði 1872-75 og síðan hið eiginlega Söngfélagið Harpa sem starfaði á árunum…

Samkór Reykdæla (1971)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Samkór Reykdæla en blandaður kór undir því nafni söng á útihátíð sem haldin var um verslunarmannahelgina sumarið 1971. Svo virðist sem þessi kór hafi verið settur saman einvörðungu til að syngja á samkomunni og hugsanlega einnig við messu sem haldin var á sömu hátíð. Hér er óskað eftir upplýsingum um…

Samkór Fáskrúðsfjarðar (1968-97)

Að minnsta kosti í þrígang hafa verið starfandi söngfélög á Fáskrúðsfirði undir nafninu Samkór Fáskrúðsfjarðar en umfjöllunum um þá er hér steypt saman. Fyrsti Samkór Fáskrúðsfjarðar var að öllum líkindum stofnaður haustið 1968 og starfaði hann um þriggja til fjögurra ára skeið og að líkindum allan tímann undir stjórn Steingríms Sigfússonar organista og skólastjóra tónlistarskólans…

Samkór Öngulsstaðahrepps (1970-73)

Blandaður kór var starfræktur í Öngulstaðahreppi í Eyjafirði á árunum 1970 til 1973 undir nafninu Samkór Öngulsstaðahrepps. Kórinn var stofnaður sumarið 1970 og söng hann þá fyrst opinberlega á bændahátíð í félagsheimilinu Freyvangi undir stjórn söngstjórans Guðmundar Þorsteinssonar en hann stjórnaði kórnum á þeim þremur árum sem hann virðist hafa starfað. Reyndar fór almennt ekki…

Söngfélagið 4. nóvember 1899 (um 1900)

Stefán Guðjohnsen kaupmaður á Húsavík hafði forgöngu um stofnun söngfélags í bænum um aldamótin 1900 en það hlaut nafnið Söngfélagið 4. nóvember 1899 og er þar vitanlega vísað til stofndags þess, Stefán mun hafa annast söngstjórnina sjálfur en hann var af tónlistarættum – afi hans var Pétur Guðjohnsen sem var framámaður í söngmálum Íslendinga. Söngfélagið…

Söngfélagið Freyja [2] (1922-25)

Söngfélag sem starfaði undir nafninu Freyja var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu á framanverðum þriðja áratug síðustu aldar. Um var að ræða kór um þrjátíu kvenna í framsóknarflokknum sem söng undir stjórn Bjarna Péturssonar á fjölda skemmtana innan flokksins og utan árið 1922 og framan af árinu 1923 áður en hann hvarf af sjónarsviðinu. Kórinn sem ýmist…

Söngfélagið Freyja [1] (1892-93)

Veturinn 1892 til 93 starfaði söngfélag á Seyðisfirði undir nafninu Freyja, hugsanlega starfaði þetta félag eitthvað lengur. Árni Jóhannsson mun hafa verið söngstjóri Freyju en frekari upplýsingar er ekki að finna um þennan félagsskap, hvorki um stærð hans eða hvers konar kór um var að ræða.

Söngfélagið frá 14. janúar 1892 (1892-97)

Karlakór sem bar nafnið Söngfélagið frá 14. janúar 1892 starfaði um nokkurra ára skeið í Reykjavík undir lok 19. aldarinnar og naut hvarvetna vinsælda þar sem hann söng opinberlega enda voru tónleikar ekki á hverju strái á þeim tíma. Söngfélagið Harpan hafði verið starfandi í nokkra áratugi en nokkuð var farið að fjara undan því…

Söngfélagið Baldur (1918)

Karlakór sem bar nafnið Söngfélagið Baldur starfaði að öllum líkindum í Eyjafirði en hann söng á skemmtisamkomu á Grund í Eyjafirði á vegum ungmennafélagsins Framtíðarinnar vorið 1918. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan kór og því biðlað til lesenda Glatkistunnar um þær s.s. starfstíma, söngstjóra og annað sem þykir við hæfi í umfjölluninni.

Söngfélagið Alfa (1901)

Í febrúar 1901 hélt söngfélag sem virðist hafa borið nafnið Söngfélagið Alfa, samkomu til heiðurs Jónasi Helgasyni söngforkólfi í samkomuhúsinu Bárunni en um var að ræða kveðjusamsæti eða skilnaðarsamkomu svo hér er giskað á að hann hafi verið fráfarandi söngstjóri söngfélagsins. Að öðru leyti er ekki að finna neinar aðrar heimildir um þetta söngfélag og…

Söngfélagið Bragi [2] (1920-24)

Karlakór var stofnaður innan verkamannafélagsins Dagsbrúnar vorið 1920 og starfaði í nokkur ár undir nafninu Söngfélagið Bragi. Félagið var afar virkt, um þrjátíu manns skráðu sig strax í það og fljótlega var sú tala komin upp í fjörutíu – ekki liggur fyrir hvort fjölgaði enn frekar í því. Pétur Lárusson var ráðinn söngkennari og söngstjóri…

Söngfélagið Bragi [1] (1900-01)

Söngfélagið Bragi var fjölmennt söngfélag sem starfaði í Reykjavík um aldamótin 1900 en að sama skapi skammlíft, virðist aðeins hafa starfað í eitt eða tvö ár. Steingrímur Johnsen söngkennari og söngfræðingur (d. 1901) annaðist söngstjórnina en upplýsingar um þetta félag eru af skornum skammti.

Söngfélagið Bára (1883-1903)

Blómlegt tónlistarlíf var á Eyrarbakka undir lok 19. aldar enda kemur mikil tónlistarætt frá svæðinu, þar var m.a. söngfélag, blandaður kór sem starfaði um tveggja áratuga skeið og hélt úti öflugu söngstarfi. Söngfélagið sem ýmist er í heimildum kallað Söngfélag Eyrarbakka (Söngfélag Eyrbekkinga) eða Söngfélagið Bára (Báran) var stofnað árið 1883 á Eyrarbakka, litlar upplýsingar…