Hljómsveit Harðar Jóhannssonar (1959-60)

Hljómsveit Harðar Jóhannssonar starfaði í Keflavík og lék gömlu dansana í Keflavík, Sandgerði og víðar um Suðurnesin í kringum 1960 en sveitin var starfrækt að minnsta kosti á árunum 1959 og 60.

Upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar og ekki liggur t.a.m. fyrir á hvaða hljóðfæri Hörður sjálfur lék, hér er giskað á harmonikku. Einar Júlíusson gæti jafnframt hafa sungið með sveitinni ungur að árum en upplýsingar óskast um aðra meðlimi hennar, sem og um annað sem væri við hæfi í umfjöllun um sveitina.