A Capella [1] (2003)

Sönghópurinn A Capella hafnaði í þriðja sæti Karaoke-keppni Hafnarfjarðar en sú keppni fór fram snemma árs 2003. A Capella kom úr félagsmiðstöðinni Öldunni í Hafnarfirði og voru meðlimir hópsins þær Líney Dan Gunnarsdóttir, Svanhvít Júlíusdóttir, María Lovísa Guðjónsdóttir og Eva Guðrún Torfadóttir. Ekki liggur fyrir hveru lengi þær stöllur störfuðu.

A Capella [2] (2014)

Sönghópur sem bar heitið A Capella söng í hátíðarguðsþjónustu í Hafnarfirði um jólin 2014, um var að ræða kvartett söngfólks og voru meðlimir hans Þóra Björnsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Örvar Már Kristjánsson og Hjálmar P. Pétursson. Engar upplýsingar er að finna um hvort A Capella starfaði um lengri tíma eða aðeins kringum þessa einu guðsþjónustu.