Drengirnir hennar Rósu (1990-93)

Hljómsveitin Drengirnir hennar Rósu (DHR) starfaði með hléum á árunum 1990-93 og lék mestmegnis á Gauki á Stöng en einnig á nokkrum sveitaböllum á landsbyggðinni. Meðlimir Drengjanna hennar Rósu voru þeir Bergur Heiðar Birgisson bassaleikari, Trausti Jónsson trommuleikari og söngvari, Björn Leifur Þórisson hljómborðsleikari og söngvari og Ævar Sveinsson gítarleikari. Einnig komu Guðmundur Stefánsson trommuleikari…

Twilight toys (1985)

Hljómsveitin Band nútímans gekk um tíma sumarið 1985 undir nafninu Twilight toys, og fluttu þá efni sitt á ensku. Sveitina skipuðu þeir Gunnar Ólafsson bassaleikari, Finnur Frímann Pálmason gítarleikari, Pétur Jónsson trommuleikari, Magnús Árni Magnússon söngvari og hljómborðsleikari og Ævar Sveinsson gítarleikari. Twilight toys starfaði einungis í fáeinar vikur undir þessu nafni.

Uzz (1998-2002)

Uzz starfaði í kringum aldamótin 2000 og hugsanlega mun lengur en litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit. Uzz var fyrst og fremst sólóverkefni Mýrdælingsins Björns Leifs Þórisson sem hafði starfað með sveitum eins og Lögmönnum og Rocket á unglingsárum sínum. Uzz kom fram í ýmsum birtingarmyndum, fyrst í blaðaumfjöllun vorið 1998 sem dúett…