Aliter teatrum (1985)

Aliter teatrum var eins konar nýbylgjuútgáfa af hljómsveitinni Nefrennsli og starfaði um skamma hríð árið 1985. Meðlimir sveitarinnar voru Jón Egill Eyþórsson gítarleikari, Alfreð Jóhannes Alfreðsson trommuleikari, Jón Harry Óskarsson bassaleikari og Jón Gunnar Kristinsson (Jón Gnarr) söngvari.

Nefrennsli (1982-84)

Hljómsveitin Nefrennsli á upphaf sitt að rekja til Fossvogsins en þar var sveitin stofnuð sumarið 1982 af Alfreð Jóhannesi Alfreðssyni (Alla pönk) gítarleikara og Jóni Gunnari Kristinssyni (Jóni Gnarr) söngvara, fljótlega bættist Hannes A. Jónsson trommuleikari í hópinn og síðan Dóri [?] bassaleikari. Þeir Jón og Dóri hættu þó fljótlega. Nefrennsli hætti tímabundið störfum síðla…