Holmes (1999)

Holmes var skammlíf fönkhljómsveit sem starfaði haustið 1999 en nafn sveitarinnar á sér væntanlega skírskotun til klámmyndaleikarans John Holmes, sveitin virðist aðeins hafa leikið á einum tónleikum á skemmtistaðnum Glaumbar við Tryggvagötu. Meðlimir Holmes voru þeir Þorsteinn Sigurðsson saxófónleikari, Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Ólafur Hólm trommuleikari og Ingi Skúlason bassaleikari.

Hljómsveit Andrésar Þórs Gunnlaugssonar (2010)

Hljómsveit Andrésar Þórs Gunnlaugssonar var skammlíft verkefni gítarleikarans Andrésar Þór Gunnlaugssonar og var um djasstríó að ræða starfandi árið 2010, þetta er ekki sama sveit og hefur borið nafnið Tríó Andrésar Þórs. Meðlimir sveitarinnar voru auk Andrésar Þórs þeir Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari.

Sixties [2] (1994-2012)

Hljómsveitin Sixties spratt fram á sjónarsviðið um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar og sló í gegn með tónlist frá sjöunda áratugnum líkt og Bítlavinafélagið hafði gert nokkrum árum áður. Sixties sendi í kjölfarið frá sér fjölmargar plötur með þessari tónlist en smám saman breyttust áherslurnar m.a. með tilkomu nýrra efnis á prógramminu auk frumsamdra laga,…

Yrja (1993-94)

Hljómsveitin Yrja (1993-94) var að mestu skipuð Hafnfirðingum en var stofnuð í kjölfar þess að tvær söngkonur úr Menntaskólanum í Reykjavík, þær Margrét Sigurðardóttir (sem sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 1992) og Kristbjörg Kari Sólmundardóttir, unnu að árshátíðarlagi fyrir skólann sinn. Til liðs við sig fengu þær Hafnfirðingana í hljómsveitinni Not correct í verkefnið sem vatt upp…