Antarah (1985-86)

Antarah var hljómsveit úr Kópavoginum. Hún var stofnuð upp úr Bandi nútímans haustið 1985 og var skipuð þeim Magnúsi Árna Magnússyni söngvara, Sváfni Sigurðarsyni hljómborðsleikara, Gunnari Ólasyni bassaleikara, Pétri Jónssyni gítarleikara og Ríkharði Flemming Jensen trommuleikara. Sveitin var skráð til þátttöku í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1986 en mætti ekki til leiks. Ekki er vitað hversu…

Band nútímans (1982-85)

Hljómsveitin Band nútímans starfaði í Kópavogi á árunum 1982-85 og vakti töluverða athygli á sínum tíma, einkum fyrir að lenda í öðru til þriðja sæti í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983 ásamt Þarmagustunum en Dúkkulísurnar sigruðu það árið. Í kjölfar árangursins í Músíktilraununum kom út lag með sveitinni á safnplötunni SATT 3. Sveitin sem spilaði nýrómantík…