Barnakór Árbæjarkirkju [1] (1992-2004)

Barnakór var starfandi við Árbæjarkirkju á árunum 1992 til 2004 að minnsta kosti, um tíma var um tveggja kóra starf að ræða – yngri og eldri deild. Hann gekk ýmist undir nafninu Barnakór Árbæjarkirkju eða Barnakór Árbæjarsóknar. Áslaug Bergsteinsdóttir var fyrsti stjórnandi kórsins en Guðlaugur Viktorsson og Sigrún Steingrímsdóttir stjórnuðu honum lengst af eða allt…

Barnakór Árbæjarkirkju [2] (2007-13)

Nokkurra ára hlé hafði orðið á barnakórastarfi innan Árbæjarkirkju snemma á 21. öldinni en 2007 var stofnaður þar nýr kór. Hann starfaði í fáein ár, fyrst var Jensína Waage stjórnandi kórsins en síðan Krisztina K. Szklená. Þessi kór starfaði líklega til ársins 2013.