Hljómsveit hússins [4] (1993-95)

Á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar starfaði hljómsveit undir nafninu Hljómsveit hússins og átti hún lag í kvikmyndinni Ein stór fjölskylda, og á plötu sem kom út í tengslum við myndina. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið þeir Ari Kristinsson píanóleikari, Einar Guðmundsson bassaleikari, Daði Guðbjartsson fiðluleikari og Eggert Einarsson trommuleikari. Hér er giskað á…

Hinir [1] (um 1970?)

Hljómsveit sem bar nafnið Hinir var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu (hugsanlega Kópavogi) fyrir margt löngu og miðað við þá spilafélaga sem þar komu við sögu gæti sveitin hafa starfað um eða upp úr 1970. Meðlimir Hinna voru þeir Páll Eyvindsson bassaleikari, Gunnar Már Zóphaníasson [?], Ari Kristinsson orgelleikari, Eyþór [Guðmundur Jónsson?] og Sigþór Hermannsson [?]. Allar…

Trix [1] (1968-71)

Hljómsveitin Trix var ein þeirra fjölmörgu sveita sem spruttu upp á yfirborðið á bítla- og hippatímum síðari hluta sjöunda áratugarins. Trix var stofnuð vorið 1968 og í upphafi voru í henni Árni Vilhjálmsson trommuleikari, Guðjón Sigurðsson bassaleikari, Þorsteinn Þorsteinsson söngvari, Stefán Andrésson gítarleikari og Ragnar Gíslason einnig gítarleikari. Sveitin vakti fyrst athygli þegar hún hafnaði…

Ma’estro (1968)

Hljómsveitin Ma‘estro (Maestro) var skipuð ungum meðlimum en hún starfaði um nokkurra mánaða skeið til ársloka 1968. Sveitina, sem var úr Kópavogi, skipuðu Ólafur Torfason söngvari, Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sigurður Hermannsson gítarleikari, Páll Eyvindsson bassaleikari og Ari Kristinsson orgelleikari. Eiður Örn Eiðsson mun hafa verið viðloðandi sveitina en ekki liggur fyrir hvenær.