Undir áhrifum (1995-96)

Á Akureyri var starfandi hljómsveit á árunum 1995 og 1996 sem bar heitið Undir áhrifum. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru þeir Rúnar [?] söngvari, Ingvar Valgeirsson [?] gítarleikari, Ólafur Hrafn Ólafsson gítarleikari, Ármann Gylfason bassaleikari og Jón Baldvin Árnason trommari. Ingvar hætti fljótlega en nokkru síðar bættist Heimir [?] hljómborðsleikari í sveitina.

Karakter (1988-98)

Akureyska hljómsveitin Karakter starfaði um árabil og skemmti Norðlendingum og öðrum skemmtanaþyrstum Íslendingum með ballprógrammi sínu. Sveitin átti rætur sínar að rekja að hluta til til Stuðkompanísins sem hafði sigrað Músíktilraunir vorið 1987 og keyrt sig út á sveitaböllunum áður en hún hætti sumarið 1988, í kjölfarið var Karakter stofnuð. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru…