Simbad (?)

Glatkistan óskar eftir hljómsveit sem líkast til starfaði á Seltjarnarnesinu undir nafninu Simbad, hugsanlega um síðustu aldamót. Sigurður G. [?] og Árni Benedikt Árnason munu hafa verið meðal meðlima þessarar sveitar en annað liggur ekki fyrir um hana og því óskað eftir upplýsingum um aðra meðlimi hennar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað.  

Radíus [2] (2004-05)

Hljómsveitin Radíus var starfandi um tíma á Seltjarnarnesi. Sveitin var líklega stofnuð árið 2004 og var skipuð þeim Jóhannesi Hilmarssyni söngvara, Herði Bjarkasyni trommuleikara, Árna Benedikt Árnasyni gítarleikara, Magnúsi Pétri [?] gítarleikara og Sigurði G [?] bassaleikara. Radíus hætti störfum 2005.