Autobahn (1985)

Hljómsveitin Autobahn úr Reykjavík starfaði 1985 og tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Pétur Einarsson hljómborðsleikari, Árni Gústafsson söngvari og hljómborðsleikari og Jóhann Jóhannsson trommuheila- og hljómborðsleikari skipuðu sveitina. Autobahn komst ekki áfram í úrslit keppninnar og varð líklega ekki langlíf.

Maat mons (1990-92)

Hljómsveitin Maat mons (nefnd eftir eldfjalli á Venus) starfaði um og eftir 1990 og hafði að geyma meðlimi sem áttu síðar eftir að gera garðinn frægan í íslensku tónlistarlífi. Litlar upplýsingar er að finna um sveitina aðrar en þær að Birgir Nielsen trymbill (Land og synir, Sælgætisgerðin o.fl.) var í henni en aukinheldur var þar…