Hljómsveit Óskars Ósberg (1946-50)

Hljómsveit Óskars Ósberg (einnig nefnd Danshljómsveit Óskars Ósberg) var þekkt í skemmtanalífinu á Akureyri um miðja síðustu öld en þessi sveit virðist hafa starfað á árunum 1946 til 1950 að minnsta kosti, lék þá víða í samkomuhúsum Akureyrar og var líklega um tíma húshljómsveit á Hótel KEA – sveitin fór einnig til að leika á…

Hljómsveit Árna Ingimundarsonar (1953)

Upplýsingar eru mjög takmarkaðar um hljómsveit sem starfaði undir stjórn píanóleikarans Árna Ingimundarsonar (síðar kórstjórnanda) á Akureyri en hún bar nafnið Hljómsveit Árna Ingimundarsonar. Fyrir liggur að þessi sveit lék á dansleikjum í Alþýðuhúsinu á Akureyri og einnig á skóladansleikjum Menntaskólans á Akureyri en annað er ekki vitað um hana og er því hér með…

Söngfélagið Harpa [7] (1969-81)

Söngfélagið Harpa var starfandi um árabil á Hofsósi og söng víða um land meðan það starfaði. Fyrstu heimildir um söngfélagið Hörpu á Hofsósi eru frá því um vorið 1970 en hér er giskað á að það hafi verið stofnað haustið á undan, þá voru um þrjátíu manns í þessum blandaða kór en fólk úr þremur…

Söngfélag Vopnafjarðar (1968-80)

Söngfélag Vopnafjarðar starfaði með hléum um ríflega áratugar skeið á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar, heimildir eru um söngstarf á Vopnafirði árið 1968 og er líklegt að þá hafi félagið starfað undir leiðsögn Árna Ingimundarsonar sem kom reglulega frá Akureyri til að kenna söng. Árið 1972 tók Haukur Ágústsson við söngstjórninni og starfaði söngfélagið…

Þungavigtarbandið (?)

Hljómsveit starfandi á Akureyri, líkast til á áttunda áratug liðinnar aldar, gekk undir nafninu Þungavigtarbandið. Meðlimir Þungavigtarbandsins voru Mikael Jónsson trommuleikari (og hugsanlega söngvari), Árni Ingimundarson, Ingvi Rafn Jóhannsson og Hannes Arason, ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri síðast töldu þremenningarnir léku.

Karlakórinn Feykir (1961-70)

Karlakórinn Feykir starfaði í um áratug á síðustu öld og ber vitni um blómlegt tónlistarlíf og ríka sönghefð í Skagafirðinum en um tíma voru þar þrír karlakórar starfandi samtímis. Feykir var stofnaður í febrúar 1961 í sveitunum austan megin Skagafjarðar og voru stofnmeðlimir kórsins um tuttugu. Meðlimum kórsins átti þó eftir að fjölga um helming…