Hornaflokkur Þingeyrar (1910-13)

Hornaflokkur var starfræktur á Þingeyri um þriggja ára skeið að minnsta kosti, á árunum 1910 til 13. Flokkurinn mun hafa verið stofnaður 1910 en stærsta verkefni hans var að leika á hátíðarhöldum í tengslum við aldar afmæli sjálfstæðishetjunnar Jóns Sigurðssonar sumar 1911 en þá var reistur minnisvarði um hann á Rafnseyri (Hrafnseyri) við Arnarfjörð þar…

Hljómsveit Róberts Nikulássonar (um 1970-2010)

Harmonikku- og hljómborðsleikarinn Róbert Nikulásson á Vopnafirði starfrækti nokkrar hljómsveitir um ævina, líklega þá fyrstu nokkru fyrir 1970 og allt til 2010 – það var þó líklega fjarri því að vera samfleytt. Ekki liggur fyrir hvenær fyrsta hljómsveit Róberts starfaði en ekki mun hafa verið tiltækt trommusett fyrir trommuleikara sveitarinnar svo það var einfaldlega smíðað…

Hinir eðalbornu (2004)

Hljómsveitin Hinir eðalbornu frá Akureyri keppti í Músíktilraunum vorið 2004 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Andri Pétursson gítar- og hljómborðsleikari, Hreinn Logi Gunnarsson gítarleikari, Friðjón Guðmundur Snorrason trommuleikari og Árni Magnússon bassaleikari, ekki liggja fyrir upplýsingar um hver var söngvari hennar. Hinir eðalbornu komust ekki í úrslit keppninnar en hljómborðsleikari sveitarinnar Andri Pétursson var kjörinn…

Flirt (2003)

Hljómsveitin Flirt úr Kópavoginum var meðal keppenda í Músíktilraunum Hins hússins vorið 2003. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Hannesson trommuleikari, Guðlaugur Gíslason gítarleikari og Árni Magnússon bassaleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og varð að líkindum ekki langlíf.

Fjarkar [2] (1969)

Heimildir greina frá hljómsveit starfandi 1969 á Fljótsdalshéraði, sem bar nafnið Fjarkar. Fáar heimildir finnast um þessa sveit sem að öllum líkindum starfaði við Alþýðuskólann að Eiðum en nafnarnir Árni Áskelsson og Árni Magnússon munu hafa verið meðal sveitarliða. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Fjarka eða á hvað hljóðfæri ofangreindir léku, Glatkistan óskar…