Harpa [3] (1933-40)

Kvennakór var starfræktur um nokkurra ára skeið á Akureyri á fjórða áratug síðustu aldar og gekk hann undir nafninu Harpa þegar hann loks hlaut nafn. Kórinn hafði verið stofnaður af Áskeli Snorrasyni innan verkakvennafélagsins Einingar á Akureyri árið 1933 og söng hann undir stjórn Áskels á skemmtunum og samkomum félagsins, nokkur ár liðu uns kórinn…

Sönglagakeppni Heklu – sambands norðlenskra karlakóra [tónlistarviðburður] (1956)

Haustið 1956 efndi Hekla, samband norðlenskra karlakóra til sönglagakeppni en árið á undan hafði Landsamband blandaðra kóra staðið fyrir sams konar keppni og var hugmyndin sjálfsagt að einhverju leyti þaðan komin. Um vorið 1956 hafði verið haldin söngtextakeppni um „Heklu“ og þar hafði texti eftir Jónas Tryggvason frá Finnstungu borið sigur úr býtum en keppendum…

Sönglagakeppni LBK [tónlistarviðburður] (um 1955)

Landsamband blandaðra kóra (LBK) stóð fyrir sönglagakeppni – að öllum líkindum tvívegis en því miður eru heimildir af skornum skammti og því er lítið hægt að fullyrða um það. Það var í nóvember 1953 sem LBK setti á fót ljóðasamkeppni sem átti að verða eins konar forsmekkurinn að sönglagakeppni sem kæmi í kjölfarið en keppnirnar…

Söngfélög Reykdæla (um 1880-1923)

Svo virðist sem nokkur söngfélög hafi verið starfandi í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu á síðustu áratugum 19. aldarinnar og fyrstu áratugum þeirrar 20, svo öflugt var sönglífið á köflum að um tíma voru tvö félög starfandi á sama tíma í dalnum en þess á milli var rólegra og líklega er um að ræða nokkur slík félög.…

Skólakór Gagnfræðaskólans á Akureyri (1960-88)

Margt er á huldu varðandi kórsöng nemenda við Gagnfræðaskólann á Akureyri en þessi umfjöllun miðast við að skólakór hafi verið starfandi við skólann nokkuð samfellt frá 1964 til 1988, þau ártöl eru þó engan veginn marktæk og nokkuð öruggt er að kórastarf var iðkað mun lengur við skólann en stofnunin var starfrækt undir því nafni…

Karlakór verkamanna [1] (1927-28)

Fjölmargir karlakórar verkamanna voru starfandi hérlendis framan af síðustu öld. Fyrstur þeirra var kór verkamanna starfandi á Akureyri. Karlakór verkamanna á Akureyri var stofnaður vorið 1927 og starfaði hann nokkuð fram á árið 1928 þegar hann lagði upp laupana. Segja má að kórinn hafi markað upphaf karlakórasöngs á Akureyri því áhuginn var vakinn og ríflega…