Gömlu brýnin [1] (1988-91)

Á Ísafirði starfaði um nokkurra ára skeið í kringum 1990 hljómsveit undir nafninu Gömlu brýnin (einnig kallað GB-tríóið) sem spilaði víðs vegar um Vestfirði en þó líklega mest í heimabænum. Sveitin var stofnuð haustið 1988 og voru meðlimir hennar alla tíð reynsluboltarnir Sigurgeir Sverrisson hljómborðs- og harmonikkuleikari, Halldór Guðmundsson trommuleikari og Ásthildur Cesil Þórðardóttir söngkona…

Afmælisbörn 11. september 2018

Glatkistan hefur að geyma eitt tónlistartengt afmælisbarn á þessum degi. Ásthildur Cesil Þórðardóttir tónlistarkona og garðyrkjufræðingur hefði orðið sjötíu og fjögurra ára gömul í dag en hún lést fyrir stuttu. Ásthildur starfaði með fjölmörgum hljómsveitum á Ísafirði á árum áður, þeirra á meðal má nefna Aðild, Gancia og Sokkabandið en einnig söng hún um tíma…

Sokkabandið [1] (1982-85)

Hljómsveitin Sokkabandið frá Ísafirði er með allra fyrstu kvennasveitum sem starfað hafa á Íslandi en hún mun hafa verið starfandi á árunum 1982-85, sumar heimildir segja hana stofnaða fyrr. Stofnmeðlimir Sokkabandsins voru þær Ásthildur Cesil Þórðardóttir bassaleikari, Eygló Jónsdóttir gítarleikari og Oddný Sigurvinsdóttir gítarleikari en þær höfðu frumkvæði að stofnun sveitarinnar, síðan bættust við þær…