Skriðjöklar (1983-)

Akureyska hljómsveitin Skriðjöklar nutu töluverðra vinsælda á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar fyrir lög eins og Tengja, Hesturinn, Steini, Mikki refur og Aukakílóin sem öll mætti flokka sem eins konar gleðipopp með grínívafi, sveitin var einnig þekkt fyrir að vera skemmtileg á sviði og almennt sprell þegar kom að viðtölum, myndbandagerð, myndatökum o.þ.h. Segja…

Blóðrefill (1987)

Hljómsveitin Blóðrefill var skráð til leiks í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina 1987 í Atlavík. Glatkistan veit engin deili á þessari sveit og því væru allar upplýsingar um hana vel þegnar.

Bara í Sunnudal (1985)

Líklegt verður að teljast að hljómsveitin Bara í Sunnudal hafi verið skammtímaflipp nokkurra ungra tónlistarmanna til að komast frítt inn á Atlavíkurhátíðina um verslunarmannahelgina 1985 en sveitin var þar skráð til leiks í hljómsveitakeppni sem tengd var hátíðinni. Ekki er ólíklegt að Sunnudalurinn sem vísað er til sé við Vopnafjörð og sveitin hafi því verið…