Bara í Sunnudal (1985)

Líklegt verður að teljast að hljómsveitin Bara í Sunnudal hafi verið skammtímaflipp nokkurra ungra tónlistarmanna til að komast frítt inn á Atlavíkurhátíðina um verslunarmannahelgina 1985 en sveitin var þar skráð til leiks í hljómsveitakeppni sem tengd var hátíðinni. Ekki er ólíklegt að Sunnudalurinn sem vísað er til sé við Vopnafjörð og sveitin hafi því verið ættuð þaðan.

Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar og er hér með óskað eftir þeim.