Söngsystur [5] (1994-99)

Sönghópurinn Söngsystur vakti töluverða athygli undir lok síðustu aldar og kom víða fram opinberlega, m.a. í tónlistarsýningum á Hótel Íslandi – hópurinn hafði að geyma söngkonur sem síðar urðu þekktar sem slíkar. Söngsystur munu hafa orðið til snemma árs 1994 eftir að nokkrar stúlkur á menntaskólaaldri kynntust á söngleikjanámskeiði og ákváðu að stofna til samstarfs…

Langbrók (1993-96)

Langbrók var sveitaballaband sem gerði garðinn frægan um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Sveitin lék víða um land fjölbreytilega tónlist og viðhafði ýmsar uppákomur, hvort sem það var á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins eða úti á landsbyggðinni. Sveitin var stofnuð snemma árs 1993 og hafði sama kjarnann að mestu á að skipa þann tíma er hún starfaði…