Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur (1990-92)

Hljómsveitin með langa nafnið, Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur, varð landsþekkt fyrir nafn sitt en sveitin lék eins konar skrýtirokk samkvæmt eigin skilgreiningu, í anda dauðarokksins sem þá var í hávegum haft. Nafn sveitarinnar kemur úr Stuðmannabókinni Draumur okkar beggja e. Illuga Jökulsson en þar kemur þessi setning fyrir í…

Skrýtnir (1993)

Hljómsveitin Skrýtnir var ættuð frá Selfossi, skipuð meðlimum úr Fjölbrautaskóla Suðurlands. Skrýtnir voru starfandi 1993 en þá var sveitin skipuð þeim Ólafi Unnarssyni gítarleikara, Auðunni Örvari Pálssyni trommuleikara, Val Arnarssyni söngvara og Kristni Jóni Arnarsyni bassaleikara. Hljómsveitin átti lög á safnplötunni Suðurlandsskjálftinn sem kom út 1993, auk þess kepptu Skrýtnir í Músíktilraunum sama ár en…