Bakkabræður [2] (?)

Hljómsveit var einhverju sinni starfandi á Bakkafirði undir nafninu Bakkabræður, líklega á áttunda áratug síðustu aldar. Hilmar Þór Hilmarsson var mögulega söngvari þessarar sveitar en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi hennar.

Bakkabræður [3] (1983)

Vísnasveitin Bakkabræður starfaði árið 1983 og kom fram á ýmsum samkomum bæði á vegum Vísnavina sem og almennum tónleikum. Bakkabræður var reyndar kvennasveit og voru meðlimir hennar Bergþóra Árnadóttir, Anna María [?] og Gná Guðjónsdóttir, þær sungu allar og Bergþór mun hafa leikið á gítar einnig en ekki liggur fyrir hvort þær hinar léku á…

Bakkabræður [4] (1983)

Hljómsveit með þessu nafni lék á dansleik á Flúðum haustið 1983 og var því klárlega ekki um að ræða vísnasöngflokkinn sem starfaði um svipað leyti undir þessu sama nafni. Allar frekar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Bakkabræður [1] (um 1965)

Nokkrar hljómsveitir hafa borið nafnið Bakkabræður í gegnum tíðina, fyrst þeirra var líklega starfandi á sjöunda áratugnum og eru heimildir um hana litlar sem engar. Það eina sem er í hendi er að Axel Einarsson (Icecross, Tilvera o.fl.) var í þeirri sveit. Allar aðrar upplýsingar um Bakkabræður eru vel þegnar og óskast sendar Glatkistunni.