Bara-flokkurinn (1980-84)

Bara-flokkurinn (Baraflokkurinn) frá Akureyri var fyrsta hljómsveitin frá Akureyri fyrir utan Hljómsveit Ingimars Eydal sem náði almennri athygli og hylli en hún var þó svolítið eyland mitt í flóru pönksins sem var í gangi um og eftir 1980 og fannst mörgum sveitum eiga illa heima í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Hún var þó ágætt dæmi…

Risarokk [1] [tónlistarviðburður] (1982)

Tónleikar undir yfirskriftinni Risarokk voru haldnir í Laugardalshöllinni þann 10. september 1982. Á Risarokki leiddu saman hesta sína nokkrar þeirra hljómsveita sem höfðu komið fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík eftir Friðrik Þór Friðriksson. Sveitirnar voru Þursaflokkurinn, Þeyr, Baraflokkurinn, Egó, Grýlurnar og Ósómi, sú síðast talda var reyndar ekki ein þeirra sveita sem komið hafði…