Battery [2] (1993)

Battery var eins manns verkefni Ara Eldon en hann sendi frá sér þrjú lög undir þessu aukasjálfi á safnsnældunni Strump 2 árið 1993. Tónlistin var instrumental. Ekkert framhald varð á tónlistarsköpun Ara undir þessu nafni.

Deja vu (1986-87)

Deja vu var hljómsveit frá Akranesi (stofnuð síðla árs 1986) sem keppti í Músíktilraunum vorið 1987. Meðlimir sveitarinnar voru Halldór Þorsteinsson bassaleikari, Guðmundur Þ. Sigurðsson gítarleikari, Gautur Gunnarsson trommuleikari, Logi Guðmundsson gítarleikari og Jón Ingi Þorvaldsson söngvari. Hún komst ekki áfram í úrslitin. Hljómsveitin Batterý var síðar stofnuð upp úr Deja vu.